Innlent

Illugi leysir frá skjóðunni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mikið hefur mætt á ráðherra vegna málsins
Mikið hefur mætt á ráðherra vegna málsins
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra verður til tals í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins á morgun. Þar mun hann meðal annars ræða ítarlega um tengsl sín við fyrirtækið Orku Energy. Frá því var greint í apríl síðastliðnum að Illugi leigir meðal annars hús sitt af stjórnarformanni fyrirtækisins, Hauki Harðarsyni, auk þess sem ráðherrann sinnti störfum fyrir Orku Energy þegar hann var utan þings.

Málið komst í hámæli í kjölfar þess að fulltrúar á vegum fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá vinnuferðar Illuga til Kína í mars á þessu ári.

Mikið hefur mætt á ráðherranum vegna málsins og hafa margir krafist afsagnar hans vegna óútskýrðra tengsla hans við fyrirtækið. Það gerði til að mynda fyrrum útvarpsstjórinn Páll Magnússon í pistli í Fréttablaðinu í gær.

Illugi hefur til þessa ekki viljað svara fjölmiðlum um málið en leysir loks frá skjóðunni í Föstudagsviðtalinu.

Þar mun ráðherrann einnig ræða sýn sína á Ríkisútvarpið sem og önnur mál sem fyrirferðamikil eru í pólitíkinni þessi dægrin.


Tengdar fréttir

Vilja svör um tengslin við Orku Energy

Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×