Viðskipti innlent

Hressó hagnaðist um 22,6 milljónir króna

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hressó er með vinsælan bjórgarð.
Hressó er með vinsælan bjórgarð. Vísir/Daníel
Hressó hagnaðist um 22,6 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn dróst örlítið saman milli ára. Eignir félagsins námu 258 milljónum króna í árslok 2014, samanborið við 109 milljónir í árslok 2013. Eigið fé í árslok var neikvætt sem nam 40,4 milljónir króna. Í árslok 2013 var eigið fé jákvætt um 1,6 milljón króna.

Hlutafé félagsins í árslok nam 1,5 milljón króna og var það aukið um 500 þúsund króna í tengslum við samruna félagsins og KTF ehf. Þann 1. Nóvember 2014.

Í apríl var samþykkt að einkahlutafélagið KTF ehf . yrði sameinað félaginu Hressingarskálinn ehf. Hressingarskálinn tók þá yfir allar eignir, skuldir, réttindi og skyldur KTF ehf frá 1. Nóvember 2014.

Hressó er í eigu Einars Sturlu Möinichen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×