Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Ritstjórn skrifar 7. október 2015 11:30 Myndir/Silja Magg Októbertölublað Glamour er komið út en forsíðuna prýðir ein farsælasta fyrirsæta landsins, Edda Pétursdóttir. Silja Magg myndaði Eddu ásamt glæsilegu teymi hér á Íslandi fyrr í mánuðinum. Edda Péturs var einungis 14 ára gömul þegar hún vann Ford-fyrirsætukeppnina. Hún hefur unnið með mörgum af frægustu nöfnum tískuheimsins og segir bransann hafa gengið í gegnum jákvæðar breytingar upp á síðkastið. „Það hefur komið mér mest á óvart hvað ferillinn er orðinn langur. Ég hélt að hann myndi enda um tvítugt en svo var víst ekki,“ segir fyrirsætan sem gaf sér tíma í viðtal við Glamour sem má lesa í heild sinn í nýjasta tölublaðinu. Til dæmis talar hún um fyrirsætuheiminn sem hefur tekið miklum breytingum frá því að hún hóf störf fyrir 17 árum síðan: „Ég finn rosalegan mun, jákvæðan mun. Fyrirsætur hafa meiri stjórn á sínum ferli en áður og geta notað samfélagsmiðlana til að koma sér áfram. Eins er ekki jafn mikil pressa á að vera grannur eins og var hér áður fyrr. Nú eru stelpur í öllum stærðum að gera það gott, í auglýsingaherferðum, á síðum tímarita og á sýningarpöllunum, sem tíðkaðist ekki áður fyrr. Í augnablikinu er svokallað heilbrigt útlit í tísku sem er mjög jákvætt fyrir alla. Ég vona innilega að þessi þróun haldi áfram. Því meiri fjölbreytileiki, því betra.“ Ekki missa af nýjasta tölublaði Glamour sem er nú komið í allar helstu verslanir, stútfullt af fjölbreyttu efni! Smelltu hér til að tryggja þér áskrift!Glamour októberSmá bakvið tjöldin frá forsíðutöku nýjasta Glamour Iceland til að starta helginni almennilega - Edda Péturs <3 - Kemur í verslanir eftir helgi - ekki missa af! LINDEX IcelandPosted by Glamour Iceland on 2. október 2015 Glamour Tíska Mest lesið Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour 85 þúsund króna Crocs skór seldust upp í forsölu Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour Viltu vinna handgert skópar frá Kalda? Glamour Viljum allar ilma eins og Kate Moss Glamour Vill tveggja ára fangelsi fyrir að eiga titrara Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Glamour Senuþjófurinn Jennifer Lawrence Glamour Þetta voru vinsælustu fréttirnar á árinu Glamour
Októbertölublað Glamour er komið út en forsíðuna prýðir ein farsælasta fyrirsæta landsins, Edda Pétursdóttir. Silja Magg myndaði Eddu ásamt glæsilegu teymi hér á Íslandi fyrr í mánuðinum. Edda Péturs var einungis 14 ára gömul þegar hún vann Ford-fyrirsætukeppnina. Hún hefur unnið með mörgum af frægustu nöfnum tískuheimsins og segir bransann hafa gengið í gegnum jákvæðar breytingar upp á síðkastið. „Það hefur komið mér mest á óvart hvað ferillinn er orðinn langur. Ég hélt að hann myndi enda um tvítugt en svo var víst ekki,“ segir fyrirsætan sem gaf sér tíma í viðtal við Glamour sem má lesa í heild sinn í nýjasta tölublaðinu. Til dæmis talar hún um fyrirsætuheiminn sem hefur tekið miklum breytingum frá því að hún hóf störf fyrir 17 árum síðan: „Ég finn rosalegan mun, jákvæðan mun. Fyrirsætur hafa meiri stjórn á sínum ferli en áður og geta notað samfélagsmiðlana til að koma sér áfram. Eins er ekki jafn mikil pressa á að vera grannur eins og var hér áður fyrr. Nú eru stelpur í öllum stærðum að gera það gott, í auglýsingaherferðum, á síðum tímarita og á sýningarpöllunum, sem tíðkaðist ekki áður fyrr. Í augnablikinu er svokallað heilbrigt útlit í tísku sem er mjög jákvætt fyrir alla. Ég vona innilega að þessi þróun haldi áfram. Því meiri fjölbreytileiki, því betra.“ Ekki missa af nýjasta tölublaði Glamour sem er nú komið í allar helstu verslanir, stútfullt af fjölbreyttu efni! Smelltu hér til að tryggja þér áskrift!Glamour októberSmá bakvið tjöldin frá forsíðutöku nýjasta Glamour Iceland til að starta helginni almennilega - Edda Péturs <3 - Kemur í verslanir eftir helgi - ekki missa af! LINDEX IcelandPosted by Glamour Iceland on 2. október 2015
Glamour Tíska Mest lesið Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour 85 þúsund króna Crocs skór seldust upp í forsölu Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour Viltu vinna handgert skópar frá Kalda? Glamour Viljum allar ilma eins og Kate Moss Glamour Vill tveggja ára fangelsi fyrir að eiga titrara Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Glamour Senuþjófurinn Jennifer Lawrence Glamour Þetta voru vinsælustu fréttirnar á árinu Glamour