Erlent

Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Japanski eðlisfræðingurinn Takaaki Kaj­ita deilir verðlaununum með Kanadamanninum Arthur B. McDonald.
Japanski eðlisfræðingurinn Takaaki Kaj­ita deilir verðlaununum með Kanadamanninum Arthur B. McDonald. Fréttablaðið/EPA
Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar.

Þetta eru Takaaki Kajita frá Tókýóháskóla í Japan og Arthur B. McDonald frá Queen's-háskólanum í Kingston í Kanada.

Í tilkynningu sænsku Nóbelsnefndarinnar segir að uppgötvanir þeirra hafi „breytt skilningi okkar á innsta gangverki efnisins og geti ráðið úrslitum um skoðun okkar á alheiminum“.

Verðlaunin verða afhent 10. desember í Stokkhólmi. Þeir deila með sér verðlaunafénu sem nemur átta milljónum sænskra króna, eða ríflega 120 milljónum íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×