Bjarki: Ég og Arnar vorum of óþolinmóðir hjá Feyenoord Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2015 13:30 Bjarki Gunnlaugsson var tolleraður eftir síðasta leik sinn fyrir FH. Vísir/Daníel „Þetta er líf sem er frábært þegar vel gengur en þetta er líka líf sem er ekki eins skemmtilegt þegar illa gengur,“ sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi umboðsmaður hjá Total Football, í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Farið var yfir víðan völl enda hefur Bjarki kynnst ýmsu á ferli sínum. „Það er erfitt að takast á við að fá ekki að spila og þú þarft að vera sterkur andlega enda færðu að heyra töluverða gagnrýni sem þú verður að geta þolað. Ég las blöðin úti þegar vel gekk en lét þau alveg vera þegar illa gekk,“ sagði Bjarki léttur. Héldum að við værum fullmótaðir leikmennArnar og Bjarki á sínum tímaMynd/VísirBjarki telur að það sé auðveldara fyrir unga atvinnumenn að fara út í dag heldur en fyrir tuttugu árum. „Þeir geta talað við eldri menn, fyrrum atvinnumenn og fengið ráð við ýmsum vandamálum sem koma upp. Hvort sem það er vegna meiðsla eða að fara og tala við þjálfarann um að fá fleiri mínútur þá hefur þetta afleiðingar,“ sagði Bjarki sem sagði að hann hefði haft gott af því sjálfur. „Þetta getur haft afleiðingar. Við vorum of óþolinmóðir hjá Feyenoord og eftir á hyggja var þetta tóm froða af okkur hálfu. Ef að félagið sýnir manni traust og segir það í orðum þá áttu að þrauka. Við komum úr umhverfi þar sem miklar væntingar voru gerðar til okkar og við héldum fyrir vikið að við værum fullmótaðir leikmenn sem ýtti undir óþolinmæði af okkar hálfu.“ Vill gera leikmenn betriBjarki í leik með Preston.Vísir/GettyBjarki er í dag umboðsmaður hjá Total Football en hann segist vera að því til þess að reyna að hjálpa leikmönnum að verða betri. „Umboðsmennskan sameinar allar hliðar fótboltans fyrir mig. Það er hægt að nýta reynsluna úr þjálfun, sem leikmaður og manni langar að gera leikmenn betri. Ég vildi fara út í þetta til þess, að geta gert leikmenn betri því að oft þarf bara smá til viðbótar til þess að leikmenn geti tekið næsta skref.“ Þá talar Bjarki um hugarfar ungra leikmanna ásamt því að ræða síðustu ár ferilsins hjá FH en viðtali má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
„Þetta er líf sem er frábært þegar vel gengur en þetta er líka líf sem er ekki eins skemmtilegt þegar illa gengur,“ sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi umboðsmaður hjá Total Football, í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Farið var yfir víðan völl enda hefur Bjarki kynnst ýmsu á ferli sínum. „Það er erfitt að takast á við að fá ekki að spila og þú þarft að vera sterkur andlega enda færðu að heyra töluverða gagnrýni sem þú verður að geta þolað. Ég las blöðin úti þegar vel gekk en lét þau alveg vera þegar illa gekk,“ sagði Bjarki léttur. Héldum að við værum fullmótaðir leikmennArnar og Bjarki á sínum tímaMynd/VísirBjarki telur að það sé auðveldara fyrir unga atvinnumenn að fara út í dag heldur en fyrir tuttugu árum. „Þeir geta talað við eldri menn, fyrrum atvinnumenn og fengið ráð við ýmsum vandamálum sem koma upp. Hvort sem það er vegna meiðsla eða að fara og tala við þjálfarann um að fá fleiri mínútur þá hefur þetta afleiðingar,“ sagði Bjarki sem sagði að hann hefði haft gott af því sjálfur. „Þetta getur haft afleiðingar. Við vorum of óþolinmóðir hjá Feyenoord og eftir á hyggja var þetta tóm froða af okkur hálfu. Ef að félagið sýnir manni traust og segir það í orðum þá áttu að þrauka. Við komum úr umhverfi þar sem miklar væntingar voru gerðar til okkar og við héldum fyrir vikið að við værum fullmótaðir leikmenn sem ýtti undir óþolinmæði af okkar hálfu.“ Vill gera leikmenn betriBjarki í leik með Preston.Vísir/GettyBjarki er í dag umboðsmaður hjá Total Football en hann segist vera að því til þess að reyna að hjálpa leikmönnum að verða betri. „Umboðsmennskan sameinar allar hliðar fótboltans fyrir mig. Það er hægt að nýta reynsluna úr þjálfun, sem leikmaður og manni langar að gera leikmenn betri. Ég vildi fara út í þetta til þess, að geta gert leikmenn betri því að oft þarf bara smá til viðbótar til þess að leikmenn geti tekið næsta skref.“ Þá talar Bjarki um hugarfar ungra leikmanna ásamt því að ræða síðustu ár ferilsins hjá FH en viðtali má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira