Lífið

Nautið: Segðu já við hinu óvænta

Þú verður eitthvað svo mikið fallegri á næstunni þó þú megir varla við því.
Þú verður eitthvað svo mikið fallegri á næstunni þó þú megir varla við því.
Elsku hjartans Nautið mitt. Ekki deyja áður en þú lifir. Þetta ættu að vera einkunnarorðin þín því þú gætir allt eins farið hálfdautt í gegnum lífið ef þú sprengir ekki þægindarammann utan af þér.

Það er ágætt að hugsa sem svo að þú sért í þinni eigin jarðarför. Hefðir þú elskað manneskjuna í kistunni? Var hún skemmtileg? Myndir þú vilja hanga með henni? Ef svarið er já þá er allt á réttri leið því þú skapar þinn karakter sjálft svo hafðu hann skemmtilegan og svolítið góðan.

Nú er tími til að endurskoða árið eða það sem eftir er af því, koma sér upp úr vananum og segja já við hinu óvænta. Það mun leiða þig í rétta átt. Þú hefur hæfileika til að standast svo mikla erfiðleika og þú nærð árangri í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. En finnst þér gaman í vinnunni eða skólanum? Er þetta það sem þú vilt?

Núna eru að ganga í garð mánuðirnir þar sem þú finnur betur út hvað þú vilt og hvar þú vilt vera.

Haustið gefur þér svo mikinn kraft og þá finnur þú þær leiðir sem gefa þér líkamlegan kraft og andlega ánægju. Þú landar góðum samningum og er það ekki fullkomið, elsku Nautið mitt?

Þú verður eitthvað svo mikið fallegri á næstunni þó þú megir varla við því, og ferð með niðurskurðarhnífinn á það vesen og vandamál sem hafa verið að hindra þig.

Þið Naut sem eruð á lausu, hafið ekki áhyggjur því plánetan ykkar Venus veit hvað er rétt og það er ekki endilega það sem þú heldur.

Mottó: Ég er tilbúið í skemmtilegt líf.



Frægir í Nautinu: Svali Kaldalóns fjölmiðlamógúll, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, rithöfundur og latikokkur, Ellý Ármanns fjölmiðlakona, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður, Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Álfheiður Ingadóttir þingkona, Halldór Laxness rithöfundur og skáld, Rúnar Freyr Gíslason leikari, Garðar Thor Cortes söngvari, Helga Möller söngkona, Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfitmeistari, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona. 


Tengdar fréttir

Vogin: Allt á sér ástæðu

Elsku kjarkmikla Vog. Það er ekki hægt að segja að allt hafi farið nákvæmlega eins og þú ætlaðir þér.

Sporðdreki: Ekkert getur stoppað þig

Elsku Sporðdreki. Það má líkja þér við fuglinn Fönix. Það er alveg sama hvaða erfiðleikum þú lendir í, þú finnur þér alltaf leið út úr þeim.

Hrútur: Láttu heyrast í þér

Elsku aflmikli Hrúturinn minn. Lífið er í raun auðvelt en það erum við sjálf sem flækjum það.

Krabbinn: Hafðu trú á sjálfum þér

Elsku hressi Krabbinn minn. Það er svo mikill kraftur í kortinu þínu að þú verður að nýta þér hann. Það er eins og þú sért að ganga stigann að takmarki þínu og sjáir skýrt hvað þú vilt.

Steingeit: Ekki stjórnast af áliti annarra

Elsku karaktermikla Steingeit. Það þarf að vera myrkur til þess að stjörnurnar sjáist og þú ert búin að hafa regnbogann sem þitt tilfinningalitróf. Það er svo margt sjaldgæft í lífinu, til dæmis ástin.

Meyjan: Taktu áhættu

Elsku góðhjartaða Meyja. Haustið er þinn tími. Þú skalt nýta þér það að þú ert farin að sjá hvernig þú kemur þér út úr þeim erfiðleikum sem þú hefur áhyggjur af. Þú ert að taka áhættu sem reddast á síðustu stundu.

Vatnsberi: Hafðu gaman af því sem þú gerir

Elsku fallegi Vatnsberi. Mundu að þeir sem haga sér of vel skrifa yfirleitt ekki mannkynssöguna! Og árangur þinn felst ekki í því að hafa allt fullkomið heldur því að hafa gaman af því sem þú gerir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.