Ætlar þú að vaka í nótt? Vísir auglýsir eftir myndum af blóðmánanum Bjarki Ármannsson skrifar 27. september 2015 14:37 Þegar tunglið er inni í alskugga Jarðar fær það á sig blóðrauðan blæ. Þennan lit má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þessu augnabliki. Vísir/EPA Almyrkvi verður á tungli í nótt og mun hann sjást að öllu leyti frá Íslandi, þar sem veður leyfir. Ekki þarf nein hjálpartæki til að sjá tunglmyrkva, svo allir ættu að geta notið hans með berum augum. Síðast sást almyrkvi frá öllu Íslandi fyrir um fimm árum síðan.Spáð er heiðskýru veðri á Norðurlandi og Vesturlandi og ætti blóðrautt tunglið því að sjást nokkuð vel þaðan. Það gæti rofað til suðvestanlands og því ekki útilokað að íbúa höfuðborgarsvæðisins gæti beðið mögnuð sjón. Sömuleiðis er spáð léttskýjuðu veðri á Egilsstöðum. Vísir hvetur hér með lesendur til að senda inn myndir sínar af „blóðmánanum“ og verða þær bestu birtar á vefnum á morgun. Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að myrkvinn muni hefjast klukkan 00:12, en að á milli 02:11 og 03:23 verði tunglið almyrkvað og þá blóðrautt á himni. Tunglmyrkvinn á sér stað á stærsta fulla tungli ársins, þegar tunglið er næst jörðinni, sem stundum er kallað „ofurmáni“. Tunglmyrkvar sjást frá allri næturhlið jarðar, ólíkt sólmyrkvum sem sjást aðeins frá takmörkuðu svæði á jörðinni. Í þetta sinn sést hann best frá Norður-Ameríku og Evrópu, og að öllu leyti frá Íslandi.Vísir tekur við myndum á póstfanginu ritstjorn@visir.is. Tengdar fréttir Íslendingar fá að berja blóðrauðan ofurmána augum Almyrkvi verður á tungli aðfaranótt mánudagsins 28. september, sem mun sjást að öllu leyti frá Íslandi, ef veður leyfir. 22. september 2015 22:53 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Almyrkvi verður á tungli í nótt og mun hann sjást að öllu leyti frá Íslandi, þar sem veður leyfir. Ekki þarf nein hjálpartæki til að sjá tunglmyrkva, svo allir ættu að geta notið hans með berum augum. Síðast sást almyrkvi frá öllu Íslandi fyrir um fimm árum síðan.Spáð er heiðskýru veðri á Norðurlandi og Vesturlandi og ætti blóðrautt tunglið því að sjást nokkuð vel þaðan. Það gæti rofað til suðvestanlands og því ekki útilokað að íbúa höfuðborgarsvæðisins gæti beðið mögnuð sjón. Sömuleiðis er spáð léttskýjuðu veðri á Egilsstöðum. Vísir hvetur hér með lesendur til að senda inn myndir sínar af „blóðmánanum“ og verða þær bestu birtar á vefnum á morgun. Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að myrkvinn muni hefjast klukkan 00:12, en að á milli 02:11 og 03:23 verði tunglið almyrkvað og þá blóðrautt á himni. Tunglmyrkvinn á sér stað á stærsta fulla tungli ársins, þegar tunglið er næst jörðinni, sem stundum er kallað „ofurmáni“. Tunglmyrkvar sjást frá allri næturhlið jarðar, ólíkt sólmyrkvum sem sjást aðeins frá takmörkuðu svæði á jörðinni. Í þetta sinn sést hann best frá Norður-Ameríku og Evrópu, og að öllu leyti frá Íslandi.Vísir tekur við myndum á póstfanginu ritstjorn@visir.is.
Tengdar fréttir Íslendingar fá að berja blóðrauðan ofurmána augum Almyrkvi verður á tungli aðfaranótt mánudagsins 28. september, sem mun sjást að öllu leyti frá Íslandi, ef veður leyfir. 22. september 2015 22:53 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Íslendingar fá að berja blóðrauðan ofurmána augum Almyrkvi verður á tungli aðfaranótt mánudagsins 28. september, sem mun sjást að öllu leyti frá Íslandi, ef veður leyfir. 22. september 2015 22:53