Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2015 20:06 Sigmundur Davíð ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja SÞ í dag. Vísir/GVA „Stjórnmál þurfa á konum að halda, alveg eins og konur þurfa á stjórnmálum að halda. Ekkert samfélag eða lýðræðisríki getur talið sig vera fullkomnlega þróað án jafnrétti kynjanna.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er hann ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í New York. Boðað var til fundarins vegna 20 ára afmælis Peking-yfirlýsingar og framkvæmdaráætlun um réttindi og valdeflingu kvenna. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Sigmundur Davíð hafi verið meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem stýrt hafi fundinum auk þess sem hann flutti ávarp þar sem hann fjallaði um jafnréttismál. Í ávarpi Sigmundar Davíðs kom fram að Ísland hafi verið í fararbroddi í jafnréttismálum til margra ára en að Íslendingar gætu gert betur. Nefndi hann sérstaklega kynbundin launamun í því samhengi en Sigmundur Davíð sagði launamun sem ekki væri hægt að skýra af öðrum ástæðum en kyni vera óásættanlegan.Ísland mun standa fyrir Barbershop-ráðstefnu í öðrum alþjóðastofnunumJafnframt ræddi Sigmundur Davíð um mikilvægi þess að karlmenn tækju þátt í því að ná fram jafnrétti kynjanna. Ræddi hann um Barbershop-ráðstefnuna sem Íslands stóð fyrir í samstarfi við Súrinam á síðasta ári í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann það vera fyrirætlun íslenskra yfirvalda að halda slíkar ráðstefnur innan annarra alþjóðastofnana sem Ísland væri aðili að enda mikilvægt að karlmenn væru þáttakendur í því að ná fram jafnrétti kynjanna. Forsætisráðherra þakkaði einnig UN Women og Kína fyrir að boða til leiðtogafundarins og minna aðildarríki Sameinuðu þjóðanna á skuldbindingar sínar frá Peking ráðstefnunni fyrir 20 árum síðan. Lagði hann áherslu á að framkvæmd skuldbindinga sé það sem þurfi til að ná kynjajafnrétti. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira
„Stjórnmál þurfa á konum að halda, alveg eins og konur þurfa á stjórnmálum að halda. Ekkert samfélag eða lýðræðisríki getur talið sig vera fullkomnlega þróað án jafnrétti kynjanna.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er hann ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í New York. Boðað var til fundarins vegna 20 ára afmælis Peking-yfirlýsingar og framkvæmdaráætlun um réttindi og valdeflingu kvenna. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Sigmundur Davíð hafi verið meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem stýrt hafi fundinum auk þess sem hann flutti ávarp þar sem hann fjallaði um jafnréttismál. Í ávarpi Sigmundar Davíðs kom fram að Ísland hafi verið í fararbroddi í jafnréttismálum til margra ára en að Íslendingar gætu gert betur. Nefndi hann sérstaklega kynbundin launamun í því samhengi en Sigmundur Davíð sagði launamun sem ekki væri hægt að skýra af öðrum ástæðum en kyni vera óásættanlegan.Ísland mun standa fyrir Barbershop-ráðstefnu í öðrum alþjóðastofnunumJafnframt ræddi Sigmundur Davíð um mikilvægi þess að karlmenn tækju þátt í því að ná fram jafnrétti kynjanna. Ræddi hann um Barbershop-ráðstefnuna sem Íslands stóð fyrir í samstarfi við Súrinam á síðasta ári í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann það vera fyrirætlun íslenskra yfirvalda að halda slíkar ráðstefnur innan annarra alþjóðastofnana sem Ísland væri aðili að enda mikilvægt að karlmenn væru þáttakendur í því að ná fram jafnrétti kynjanna. Forsætisráðherra þakkaði einnig UN Women og Kína fyrir að boða til leiðtogafundarins og minna aðildarríki Sameinuðu þjóðanna á skuldbindingar sínar frá Peking ráðstefnunni fyrir 20 árum síðan. Lagði hann áherslu á að framkvæmd skuldbindinga sé það sem þurfi til að ná kynjajafnrétti.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira