Við erum „bestust“ Margrét Jónsdóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Ekki man ég hversu oft ég hef legið á bæn til Guðs, í gegnum tíðina og beðið hann um betra veður. Bara svona örlítið hlýrra og notalegra. Og nú þegar hann virðist vera í þann veginn að bænheyra mig, tryllist öll heimsbyggðin. Mér dettur þetta í hug, nú að lokinni loftslagsráðstefnu í París. En eftir fréttum að dæma virðast fulltrúar okkar helst hafa notað tækifærið til að hæla framgöngu okkar í uppgræðslu lands. Við værum til og með svo frábær að vera með landgræðsluskóla til að kenna óvitunum í útlöndum að græða upp sínar heimaeyðimerkur, enda með 100 ára reynslu að baki í þessum efnum. Hvergi hef ég séð á prenti eftir þessa ráðstefnu að fulltrúar okkar hafi bent á, að við landnám hafi landið hér verið vafið gróðri frá fjöru til fjalls, né um stærð núverandi gróðurhulu. (25% af landinu.) Hvergi hef ég heldur séð á prenti, eftir þessa ráðstefnu, að fulltrúarnir hafi minnst á ástæðu þess að við erum hér með stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Að við bærum mikla ábyrgð á þessari svokölluðu hlýnun jarðar með hjarðbúskap í yfir 1100 ár svo og samgöngutækjum og verksmiðjum í heila öld. Nei, ekki orð, við segjum bara frá því sem kemur okkur vel en sleppum hinu. Við erum alltaf mest og best og nú höfum við líka slegið heimsmet í landgræðslu! Fyrirbærið Landgræðsla ríkisins á vissulega heiður skilinn fyrir að hafa náð því að græða upp rúmlega 1% af eyðimörkinni á rúmlega 100 árum. ( Munið að landið er 75% eyðimörk.) Það er ekki við hana að sakast að ekki hefur tekist að græða upp stærra land. Það eru allar ríkisstjórnir landsins sem bera ábyrgð á því að ekki er meira gert.Viðurkenna ekki ástæðurnar Ríkisstjórnirnar vilja fyrir það fyrsta hvorki viðurkenna ástæður gróður- og jarðvegseyðingar né vilja til að takast á við vandann og hafa auk þess svo rosalega mikið að gera við peningana í önnur verkefni, að Landgræðslan og reyndar skógræktin líka, mæta alltaf afgangi. Nú er t.d. enn á ný verið að gera búvörusamninga við bændur sem árlega kosta okkur marga milljarða. Og talandi um bændur, minnir mig á skurðina sem þeir hafa látið grafa, svo langa og marga að samanlögð lengd þeirra mundi ná utan um allan hnöttinn. Reyndar kom það fram á loftslagsráðstefnunni í París hversu hættulegt það er loftslaginu að hleypa út svona miklum koltvísýringi með skurðgreftrinum. Ég veit til þess að í sumum löndum er bannað að skilja eftir opna skurði við framræslu lands, þar þarf að setja dren í þá og loka þeim svo aftur. Í Svíþjóð eru yfir 100 ár síðan þessari reglu var komið á. Megi svo nýtt ár færa okkur hagstætt veður til landgræðslu og skógræktar og einnig færa okkur marga dásamlega daga til útivistar, í hlýju og góðu veðri, án þess að það komi niður á himni og jörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki man ég hversu oft ég hef legið á bæn til Guðs, í gegnum tíðina og beðið hann um betra veður. Bara svona örlítið hlýrra og notalegra. Og nú þegar hann virðist vera í þann veginn að bænheyra mig, tryllist öll heimsbyggðin. Mér dettur þetta í hug, nú að lokinni loftslagsráðstefnu í París. En eftir fréttum að dæma virðast fulltrúar okkar helst hafa notað tækifærið til að hæla framgöngu okkar í uppgræðslu lands. Við værum til og með svo frábær að vera með landgræðsluskóla til að kenna óvitunum í útlöndum að græða upp sínar heimaeyðimerkur, enda með 100 ára reynslu að baki í þessum efnum. Hvergi hef ég séð á prenti eftir þessa ráðstefnu að fulltrúar okkar hafi bent á, að við landnám hafi landið hér verið vafið gróðri frá fjöru til fjalls, né um stærð núverandi gróðurhulu. (25% af landinu.) Hvergi hef ég heldur séð á prenti, eftir þessa ráðstefnu, að fulltrúarnir hafi minnst á ástæðu þess að við erum hér með stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Að við bærum mikla ábyrgð á þessari svokölluðu hlýnun jarðar með hjarðbúskap í yfir 1100 ár svo og samgöngutækjum og verksmiðjum í heila öld. Nei, ekki orð, við segjum bara frá því sem kemur okkur vel en sleppum hinu. Við erum alltaf mest og best og nú höfum við líka slegið heimsmet í landgræðslu! Fyrirbærið Landgræðsla ríkisins á vissulega heiður skilinn fyrir að hafa náð því að græða upp rúmlega 1% af eyðimörkinni á rúmlega 100 árum. ( Munið að landið er 75% eyðimörk.) Það er ekki við hana að sakast að ekki hefur tekist að græða upp stærra land. Það eru allar ríkisstjórnir landsins sem bera ábyrgð á því að ekki er meira gert.Viðurkenna ekki ástæðurnar Ríkisstjórnirnar vilja fyrir það fyrsta hvorki viðurkenna ástæður gróður- og jarðvegseyðingar né vilja til að takast á við vandann og hafa auk þess svo rosalega mikið að gera við peningana í önnur verkefni, að Landgræðslan og reyndar skógræktin líka, mæta alltaf afgangi. Nú er t.d. enn á ný verið að gera búvörusamninga við bændur sem árlega kosta okkur marga milljarða. Og talandi um bændur, minnir mig á skurðina sem þeir hafa látið grafa, svo langa og marga að samanlögð lengd þeirra mundi ná utan um allan hnöttinn. Reyndar kom það fram á loftslagsráðstefnunni í París hversu hættulegt það er loftslaginu að hleypa út svona miklum koltvísýringi með skurðgreftrinum. Ég veit til þess að í sumum löndum er bannað að skilja eftir opna skurði við framræslu lands, þar þarf að setja dren í þá og loka þeim svo aftur. Í Svíþjóð eru yfir 100 ár síðan þessari reglu var komið á. Megi svo nýtt ár færa okkur hagstætt veður til landgræðslu og skógræktar og einnig færa okkur marga dásamlega daga til útivistar, í hlýju og góðu veðri, án þess að það komi niður á himni og jörð.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun