„Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2015 14:21 Önnur fjölskyldan sem send var úr landi í vikunni en drengurinn er með hjartagalla. vísir/stöð 2 Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir að stofnunin taki ekki ákvörðun um að vísa flóttafólki og hælisleitendum úr landi án þess að hafa skoðað hvert mál til hlítar. Hún segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. Sú ákvörðun hefur vakið mikla reiði í samfélaginu, ekki síst fyrir þær sakir að mjög umdeilt er að drengirnir tveir geti leitað sér lækninga í Albaníu. Faðir annars þeirra hefur meðal annars sagt að fjölskyldan hafi ekki efni á þeirri meðferð sem í boði er í heimalandinu. Einn af þeim sem gagnrýnt hefur ákvörðun Útlendingastofnunar er barnalæknirinn Kristján Dereksson en hann segist í færslu á Facebook-síðu sinni telja að „þeir stafsmenn þeir starfsmenn Útlendingastofnunar sem stýrt hafi málum albönsku fjölskyldanna tveggja hafi annað hvort ekki vitað neitt um albanskt heilbrigðiskerfi eða kosið að líta framhjá því að það þarf að borga læknisaðstoð eða múta starfsmönnum til að fá hjálp. Halda menn að fjölskylda 3 ára drengsins hafi efni á að borga lyf (ca 6-8 mismunandi tegundir), sjúkraþjálfun og læknisheimsóknir á tveggja til þriggja mánaða fresti? Borga innlagnir í viku eða meira þegar hann fær alvarlegar lugnabólgur? Borga súrefniskúta og slöngur þegar lungun hans eru orðin svo full af slími, bólgu, sýklum og örvef að hann þarf súrefni til að lifa af? Er sennilegt að- þessi fjölskylda hafi efni á því? Hefur útlendingastofnun einu sinni tekið afstöðu til þess? Hann fékk með sér mánaðar (nokkurra mánaða?) skammt af lyfjum. So what. Hvað svo?“Að gefnu tilefni. Ég tel að þeir starfsmenn Útlendingastofnunar sem stýrt hafi málum albönsku fjölskyldanna tveggja...Posted by Kristján Dereksson on Friday, 11 December 2015Lögbundið að kaupa sér sjúkratryggingu í Albaníu Lögbundið er að kaupa sér sjúkratryggingu í Albaníu og þarf almenningur því alltaf að leggja út pening til að geta sótt sér heilbrigðisþjónustu þar í landi. Kristín segir að ef fólk kaupi sér þessa tryggingu þá geti það fengið þá almennu þjónustu sem það þarf og einhverja sérfræðiþjónustu. Þá sé læknisþjónusta fyrir börn ókeypis. „En segjum sem svo að þú hafir ekki tök á að kaupa þér þessa tryggingu að þá eru til staðar samtök og stofnanir í Albaníu sem aðstoða veik börn. Þannig að það hefur möguleika á að sækja sér fjárhagsaðstoð ef að það hefur ekki efni á læknisþjónustu,“ segir Kristín. Þá bendir hún á að World Bank hafi á þessu ári veitt 32 milljónum evra í að gera heilbrigðiskerfið í Albaníu skilvirkara og betra, auk þess sem albanska ríkið hafi veitt 4 milljónum einnig í málaflokkinn. Markmiðið sé að fólk greiði minna fyrir þjónustuna.En er kannað hvort að fólk geti leitað sér lækninga eða er bara kannað hvort að meðferðin sé til staðar og ekki annað? Nú kærði önnur fjölskyldan úrskurð ykkar til kærunefndar útlendingamála meðal annars á grundvelli þess að þið hafið ekki kynnt ykkur albanska heilbrigðiskerfið nægilega vel? „Við tökum ekki ákvarðanir í svona málum án þess að vera fullviss um að skoða málið til hlítar. Við megum einfaldlega ekki, samkvæmt alþjóðlegum lögum og reglum sem við erum bundin af, senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það,“ segir Kristín.„Okkur er ekki stætt á að vera að hugsa um einhver fordæmi“ Hún þvertekur fyrir að með ákvörðuninni um að vísa veiku drengjunum úr landi sé Útlendingastofnun að forðast það að setja fordæmi svo fleiri geti sótt hér um hæli á grundvelli mannúðarsjónarmiða, til dæmis af heilbrigðisástæðum. „Það er ekki það sem við erum að hugsa um að setja einhver fordæmi. Það er skylda okkar að skoða einstök mál og kanna til hlítar hvert og eitt mál. Hvort að aðiliinn eigi rétt á þessu og þessu eða ekki. Okkur er ekki stætt á að vera að hugsa um einhver fordæmi. Auðvitað gerist það samt sjálfkrafa ef það eru gjörsamlega sambærileg tilvik að það verður til fordæmi en það er bara þannig.“En nú vilja margir meina að tilfelli þessara tveggja drengja sé einfaldlega skólabókardæmi um að beita ákvæði 12. greinar f) í útlendingalögum, auk þess sem mat ykkar á albanska heilbrigðiskerfinu er vægast sagt umdeilt. Er þessi grein ekki bara alltof matskennd? „Það er alveg rétt að þetta er matskennt en við erum náttúrulega líka að byggja á því sem er að gerast í öðrum löndum. Við erum líka bundin af lögunum og greinargerðinni með þeim en þar segir meðal annars að það þurfi að vera þannig að meðferð sé ekki til staðar í heimalandi viðkomandi. Það er ekkert sem bendir til þess að fólk hafi engin úrræði ef að það er í þessari stöðu.“ Flóttamenn Tengdar fréttir „Ég er birtingarmynd málsins“ Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segist ekki hafa komið að málefnum fjölskyldnanna frá Albaníu. 10. desember 2015 18:15 Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir að stofnunin taki ekki ákvörðun um að vísa flóttafólki og hælisleitendum úr landi án þess að hafa skoðað hvert mál til hlítar. Hún segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. Sú ákvörðun hefur vakið mikla reiði í samfélaginu, ekki síst fyrir þær sakir að mjög umdeilt er að drengirnir tveir geti leitað sér lækninga í Albaníu. Faðir annars þeirra hefur meðal annars sagt að fjölskyldan hafi ekki efni á þeirri meðferð sem í boði er í heimalandinu. Einn af þeim sem gagnrýnt hefur ákvörðun Útlendingastofnunar er barnalæknirinn Kristján Dereksson en hann segist í færslu á Facebook-síðu sinni telja að „þeir stafsmenn þeir starfsmenn Útlendingastofnunar sem stýrt hafi málum albönsku fjölskyldanna tveggja hafi annað hvort ekki vitað neitt um albanskt heilbrigðiskerfi eða kosið að líta framhjá því að það þarf að borga læknisaðstoð eða múta starfsmönnum til að fá hjálp. Halda menn að fjölskylda 3 ára drengsins hafi efni á að borga lyf (ca 6-8 mismunandi tegundir), sjúkraþjálfun og læknisheimsóknir á tveggja til þriggja mánaða fresti? Borga innlagnir í viku eða meira þegar hann fær alvarlegar lugnabólgur? Borga súrefniskúta og slöngur þegar lungun hans eru orðin svo full af slími, bólgu, sýklum og örvef að hann þarf súrefni til að lifa af? Er sennilegt að- þessi fjölskylda hafi efni á því? Hefur útlendingastofnun einu sinni tekið afstöðu til þess? Hann fékk með sér mánaðar (nokkurra mánaða?) skammt af lyfjum. So what. Hvað svo?“Að gefnu tilefni. Ég tel að þeir starfsmenn Útlendingastofnunar sem stýrt hafi málum albönsku fjölskyldanna tveggja...Posted by Kristján Dereksson on Friday, 11 December 2015Lögbundið að kaupa sér sjúkratryggingu í Albaníu Lögbundið er að kaupa sér sjúkratryggingu í Albaníu og þarf almenningur því alltaf að leggja út pening til að geta sótt sér heilbrigðisþjónustu þar í landi. Kristín segir að ef fólk kaupi sér þessa tryggingu þá geti það fengið þá almennu þjónustu sem það þarf og einhverja sérfræðiþjónustu. Þá sé læknisþjónusta fyrir börn ókeypis. „En segjum sem svo að þú hafir ekki tök á að kaupa þér þessa tryggingu að þá eru til staðar samtök og stofnanir í Albaníu sem aðstoða veik börn. Þannig að það hefur möguleika á að sækja sér fjárhagsaðstoð ef að það hefur ekki efni á læknisþjónustu,“ segir Kristín. Þá bendir hún á að World Bank hafi á þessu ári veitt 32 milljónum evra í að gera heilbrigðiskerfið í Albaníu skilvirkara og betra, auk þess sem albanska ríkið hafi veitt 4 milljónum einnig í málaflokkinn. Markmiðið sé að fólk greiði minna fyrir þjónustuna.En er kannað hvort að fólk geti leitað sér lækninga eða er bara kannað hvort að meðferðin sé til staðar og ekki annað? Nú kærði önnur fjölskyldan úrskurð ykkar til kærunefndar útlendingamála meðal annars á grundvelli þess að þið hafið ekki kynnt ykkur albanska heilbrigðiskerfið nægilega vel? „Við tökum ekki ákvarðanir í svona málum án þess að vera fullviss um að skoða málið til hlítar. Við megum einfaldlega ekki, samkvæmt alþjóðlegum lögum og reglum sem við erum bundin af, senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það,“ segir Kristín.„Okkur er ekki stætt á að vera að hugsa um einhver fordæmi“ Hún þvertekur fyrir að með ákvörðuninni um að vísa veiku drengjunum úr landi sé Útlendingastofnun að forðast það að setja fordæmi svo fleiri geti sótt hér um hæli á grundvelli mannúðarsjónarmiða, til dæmis af heilbrigðisástæðum. „Það er ekki það sem við erum að hugsa um að setja einhver fordæmi. Það er skylda okkar að skoða einstök mál og kanna til hlítar hvert og eitt mál. Hvort að aðiliinn eigi rétt á þessu og þessu eða ekki. Okkur er ekki stætt á að vera að hugsa um einhver fordæmi. Auðvitað gerist það samt sjálfkrafa ef það eru gjörsamlega sambærileg tilvik að það verður til fordæmi en það er bara þannig.“En nú vilja margir meina að tilfelli þessara tveggja drengja sé einfaldlega skólabókardæmi um að beita ákvæði 12. greinar f) í útlendingalögum, auk þess sem mat ykkar á albanska heilbrigðiskerfinu er vægast sagt umdeilt. Er þessi grein ekki bara alltof matskennd? „Það er alveg rétt að þetta er matskennt en við erum náttúrulega líka að byggja á því sem er að gerast í öðrum löndum. Við erum líka bundin af lögunum og greinargerðinni með þeim en þar segir meðal annars að það þurfi að vera þannig að meðferð sé ekki til staðar í heimalandi viðkomandi. Það er ekkert sem bendir til þess að fólk hafi engin úrræði ef að það er í þessari stöðu.“
Flóttamenn Tengdar fréttir „Ég er birtingarmynd málsins“ Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segist ekki hafa komið að málefnum fjölskyldnanna frá Albaníu. 10. desember 2015 18:15 Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
„Ég er birtingarmynd málsins“ Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segist ekki hafa komið að málefnum fjölskyldnanna frá Albaníu. 10. desember 2015 18:15
Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31
Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26
Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00
Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58