Tjón Landsnets vegna óveðursins um 120 milljónir Birgir Olgeirsson- skrifar 11. desember 2015 16:18 Séð inn Dýrafjörð frá Þingeyri en 20 möstur gáfu sig þar í óveðrinu. Vísir Forstjóri Landsnets segir að beint tjón fyrirtækisins vegna óveðursins sem gekk yfir landið í byrjun vikunnar sé um 120 milljónir króna. Fyrirtækið telur þó afleitt tjón samfélagsins vera enn meira. „Það er afar líklegt að notendur hefðu orðið fyrir minna straumleysi í óveðrinu á mánudagskvöld og aðfararnótt þriðjudags ef styrkingar og endurbætur á flutningskerfinu hefðu verið komnar til framkvæmda. Það voru eingöngu eldri flutningslínur með trémöstrum sem skemmdust. Stærri línurnar okkar, sem eru bæði nýrri og með stálgrindarmöstrum, stóðust veðurálagið eins og til dæmis á Hallormsstaðarhálsi þar sem vindstyrkurinn fór yfir 72 metra á sekúndu í hviðum,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Trémöstur sem gáfu sig – stóru línurnar stóðust veðurálagið Alls brotnuðu 30 möstur í flutningskerfi Landsnets vegna vindálags og ísingar í fárviðrinu í byrjun vikunnar. Mest varð tjónið á Vestfjörðum þar sem 20 möstur gáfu sig í Breiðadalslínu 1 í Dýrafirði. Á Norðurlandi brotnuðu tvö möstur í Rangárvallalínu 1 í Blönduhlíð í Skagafirði og fjögur möstur í Kópaskerslínu 1. Á Austurlandi brotnuðu 4 möstur í Teigarhornslínu 1, rétt sunnan við Hryggstekk í Skriðdal. Skemmdir urðu einnig á Eyvindarálínu 1, milli Hryggstekks og Egilsstaða og á Prestbakkalínu 1, milli Sigöldu og Hóla við Hornafjörð. Viðgerð er lokið, nema á Breiðadalslínu sem á að komast í rekstur á ný á sunnudag. Nú liggur fyrir að tjón Landsnets vegna óveðursins er rétt um 120 milljónir króna. Um 80 milljónir eru vegna viðgerðarkostnaðar, þar af eru 60 milljónir vegna tjóns á Vestfjörðum, en tæplega 40 milljónir vegna framleiðslu varafls með dísilvélum. Þar er hlutur varaaflsstöðvar Landsnets á Vestfjörðum langstærstur, eða um 30 milljónir króna, sem er aðallega olíukostnaður.Línur á lægri spennu í jörð en styrkja loftlínur á hærri spennu „Þær miklu skemmdir sem urðu á 66 kílóvolta (kV) kerfinu á Vestfjörðum eru dýrar, bæði fyrir okkur og Orkubú Vestfjarða. Þetta er því hvatning fyrir okkur um að halda áfram þeirri vinnu sem verið hefur í gangi á undanförnum misserum við að leggja 60 kV, og reyndar líka eftir atvikum 132 kV kerfin okkar í kapal þegar nýjar línur eru lagðar eða komið er að endurnýjun,“ segir Guðmundur Ingi. Sú krítíska staða sem rekstur flutningskerfisins var í á mánudagskvöldið er sögð sýna hversu brýnt er að fjölga flutningslínum sem þola betur veðurálag. Jafnframt þarf að styrkja tengingar milli landshluta og fjölga línum. Þannig megi ætla að Blöndulína 3, sem Landsnet hefur unnið að í sjö ár, hefði getað komið í veg fyrir straumleysið sem varð á Akureyri og í Eyjafirði ef hún hefði verið komin í gagnið. Sömuleiðis hefði Kröflulína 3, sem verið hefur á döfinni hjá Landsneti í nokkur ár, styrkt raforkuflutning á Austurlandi og gert resktur flutningskerfisins mun öruggari. Veður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Forstjóri Landsnets segir að beint tjón fyrirtækisins vegna óveðursins sem gekk yfir landið í byrjun vikunnar sé um 120 milljónir króna. Fyrirtækið telur þó afleitt tjón samfélagsins vera enn meira. „Það er afar líklegt að notendur hefðu orðið fyrir minna straumleysi í óveðrinu á mánudagskvöld og aðfararnótt þriðjudags ef styrkingar og endurbætur á flutningskerfinu hefðu verið komnar til framkvæmda. Það voru eingöngu eldri flutningslínur með trémöstrum sem skemmdust. Stærri línurnar okkar, sem eru bæði nýrri og með stálgrindarmöstrum, stóðust veðurálagið eins og til dæmis á Hallormsstaðarhálsi þar sem vindstyrkurinn fór yfir 72 metra á sekúndu í hviðum,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Trémöstur sem gáfu sig – stóru línurnar stóðust veðurálagið Alls brotnuðu 30 möstur í flutningskerfi Landsnets vegna vindálags og ísingar í fárviðrinu í byrjun vikunnar. Mest varð tjónið á Vestfjörðum þar sem 20 möstur gáfu sig í Breiðadalslínu 1 í Dýrafirði. Á Norðurlandi brotnuðu tvö möstur í Rangárvallalínu 1 í Blönduhlíð í Skagafirði og fjögur möstur í Kópaskerslínu 1. Á Austurlandi brotnuðu 4 möstur í Teigarhornslínu 1, rétt sunnan við Hryggstekk í Skriðdal. Skemmdir urðu einnig á Eyvindarálínu 1, milli Hryggstekks og Egilsstaða og á Prestbakkalínu 1, milli Sigöldu og Hóla við Hornafjörð. Viðgerð er lokið, nema á Breiðadalslínu sem á að komast í rekstur á ný á sunnudag. Nú liggur fyrir að tjón Landsnets vegna óveðursins er rétt um 120 milljónir króna. Um 80 milljónir eru vegna viðgerðarkostnaðar, þar af eru 60 milljónir vegna tjóns á Vestfjörðum, en tæplega 40 milljónir vegna framleiðslu varafls með dísilvélum. Þar er hlutur varaaflsstöðvar Landsnets á Vestfjörðum langstærstur, eða um 30 milljónir króna, sem er aðallega olíukostnaður.Línur á lægri spennu í jörð en styrkja loftlínur á hærri spennu „Þær miklu skemmdir sem urðu á 66 kílóvolta (kV) kerfinu á Vestfjörðum eru dýrar, bæði fyrir okkur og Orkubú Vestfjarða. Þetta er því hvatning fyrir okkur um að halda áfram þeirri vinnu sem verið hefur í gangi á undanförnum misserum við að leggja 60 kV, og reyndar líka eftir atvikum 132 kV kerfin okkar í kapal þegar nýjar línur eru lagðar eða komið er að endurnýjun,“ segir Guðmundur Ingi. Sú krítíska staða sem rekstur flutningskerfisins var í á mánudagskvöldið er sögð sýna hversu brýnt er að fjölga flutningslínum sem þola betur veðurálag. Jafnframt þarf að styrkja tengingar milli landshluta og fjölga línum. Þannig megi ætla að Blöndulína 3, sem Landsnet hefur unnið að í sjö ár, hefði getað komið í veg fyrir straumleysið sem varð á Akureyri og í Eyjafirði ef hún hefði verið komin í gagnið. Sömuleiðis hefði Kröflulína 3, sem verið hefur á döfinni hjá Landsneti í nokkur ár, styrkt raforkuflutning á Austurlandi og gert resktur flutningskerfisins mun öruggari.
Veður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira