Innlent

Ískalt en sólríkt um helgina

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vetrarsólin ætti að skína í Reykjavík um helgina.
Vetrarsólin ætti að skína í Reykjavík um helgina. vísir/ernir
Það ætti að viðra vel til útivistar víða um land um helgina en samkvæmt spákorti Veðurstofu Íslands verður heiðskírt á Vestur- og Norðurlandi í hádeginu á morgun, laugardag, og mun sólin skína fram eftir degi. Þá verður einnig sólríkt á sunnudaginn en alla helgina verður ansi kalt og gæti frost farið upp í 12 stig.

Veðurspá Veðurstofu Íslands næstu daga:

Norðan 3-10 metrar á sekúndu og dálítil él á Norður- og Austurlandi, en annars léttskýjað. Hæg suðlæg átt og víða léttskýjað á morgun, en él eða dálítil snjókoma við suður- og vesturströndina. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum.

Á sunnudag:

Suðvestan 3-10 metrar á sekúndu og dálítil él vestanlands, en annars hægviðri og léttskýað. Frost 2 til 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×