„Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2015 15:33 Unglingarnir sátu fastir í rútunni um tólf kílómetra fyrir norðan Hólmavík. Vegurinn fór einnig í sundur sunnan við Hólmavík og er unnið að viðgerð. Vísir/Loftmyndir Lögreglan á Hólmavík lagði til að rútan með um sextíu framhaldsskólanema innanborðs yrði snúið við og ekið sem leið lá um klukkustundaakstur í Reykjanes. Fararstjóri og bílstjóri ákváðu hins vegar að best væri að halda kyrru fyrir. Lögregla og björgunarsveitir töldu að það myndi koma ferðlöngunum í stórhættu ef reynt yrði að ferja krakkana yfir hvarfið í veginum í nótt. Aðstæður hafi alls ekki boðið upp á það. Bílstjórinn telur að þegar á heildina er litið hafi allar ákvarðanir lögreglu á vettvangi verið réttar. Nemendurnir eru allir á unglingastigi í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki en þeir voru nú um helgina í vinaskólaheimsókn í Menntaskólanum á Ísafirði. Á leiðinni heim í gærkvöldi var rútunni ekið fram á breitt hvarf í Djúpvegi um tólf kílómetra norðan við Hólmavík. Ljóst var að rútan færi ekki lengra. Afar hvasst var á svæðinu og mikið vatn í hvarfinu. Fór svo að nemendurnir héldu kyrru fyrir í rútunni í nótt en Vegagerðin lauk viðgerð á veginum um hádegisbil í dag. Síðan hafa börnin hafst við í Hólmavík þar sem vegurinn sunnan Hólmavíkur er einnig í sundur. Vonir standa til að viðgerð á þeim hluta vegarins ljúki um sexleytið í kvöld samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Hlíf Hrólfsdóttir, formaður Rauða krossins á Hólmavík, segir ungmennin hafa það gott í félagsmiðstöðinni. Þeim hafi verið færður matur og að öll hafi þau glaðst yfir að komast í sturtu og á salerni.Börnin sátu föst í rútunni í rúmlega hálfan sólarhring.Hefðu stefnt nemunum í hættu Faðir eins nema í hópnum var allt annað en sáttur með viðmót lögreglu í nótt. Hann sagði í samtali við Vísi í morgun að björgunarsveitarmenn hefðu hæglega getað ferjað fólk yfir hvarfið. Sérstaklega með þeim búnaði sem björgunarsveitin hafi yfir að ráða. „við hefðum getað notað línubyssur eins og við værum að bjarga fólki úr sjávarháska. En fólkið var ekki í háska. Við hefðum sett þau í háska með því að reyna að koma þeim yfir,“ segir Úlfar Hentze Pálsson hjá björgunarsveitinni á Hólmavík. Úlfar mat aðstæður í gærkvöldi ásamt Hannesi Leifssyni hjá lögreglunni á Hólmavík. „Við vorum þarna og sáum hættuna. Aðstæður voru óviðráðanlegar,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Hann segir veginn hafa minnt á stórfljót en hvarfið hafi verið átta til tíu metra breitt. Var það mat lögreglu að heppilegast væri að rútunni yrði snúið við og ekið í Reykjanes þar sem gisting var í boði. Hiti var tvö stig og engin ófærð í norðurátt. Fararstjóri og bílstjóri töldu þó heppilegast að halda kyrru fyrir í rútunni þar til Vegagerðin lyki viðgerðum á veginum daginn eftir.Bíll hafnaði í hvarfinu Úlfar telur að mat fararstjóra og bílstjóra á að halda kyrru fyrir í bílnum hafi verið ágætt. Þau hafi ekki verið í neinni hættu þótt auðvitað sé óþægilegt að sitja svöng í rútu. Haft hafi verið samband við vertinn í Reykjanesi sem ók um klukkutíma leið með mat suður til ferðalanganna í nótt. Var það mat Vegagerðarinnar að ekki væri stætt að hefja viðgerð á veginum í nótt þar sem veðuraðstæður væru afar erfiðar. Ákveðið var að hefja viðgerð klukkan hálf sex í morgun. Lauk viðgerð um tólfleytið og var þá ekið áleiðis til Hólmavíkur. Nokkru áður en rútan kom að hvarfinu í veginum í gærkvöldi mætti lögregla á vettvang þar sem bíll hafði hafnað ofan í hvarfinu. Tveir voru um borð í bílnum og ók Hannes með þá til Hólmavíkur svo hægt væri að huga að sárum annars sem slasaðist nokkuð. „Við tókum þá ákvörðun að skilja bílinn eftir með blikkljósum öðrum til viðvörunar,“ segir Hannes. Skömmu síðar kom rútan aðvífandi en náði að stöðva í tæka tíð svo ekki urðu slys á fólki.Frá vettvangi í morgun.Allar ákvarðarnir lögreglu réttar „Við vorum svo glettilega nálægt Hólmavík að við töldum þetta auðvelt í upphafi. En ég held það hafi ekki verið það,“ segir Sævar Þorbergsson bílstjóri hjá Suðurleiðum á Sauðárkróki. Sævar er staddur á Hólmavík ásamt menntaskólakrökkunum og segir vel fara um þau. Sem fyrr segir var faðir eins í hópnum ósáttur við störf lögreglu í nótt. Var haft eftir honum að bílstjóri og fararstjóri hafi talið auðvelt að ferja alla yfir hvarfið í veginum. Sævar viðurkennir að þeir hafi ekki verið öllum hnútum kunngir á staðnum. „Þegar við komum þarna þá virkaði þetta ekki eins og mikið fljót fyrir okkur,“ segir Sævar. Hann hafi verið í sambandi við lögreglu og ekki verið sammála um þeirra mat að halda aftur í Reykjanes. Hann hafi því sjálfur haft samband við björgunarsveitarmann á Hólmavík og beðið um hans mat á aðstæðum. „Hann var þá búinn að koma uppeftir og sagðist ekkert lítast á aðstæður,“ segir Sævar. Í kjölfarið hafi þeir fararstjórinn róast en engu að síður talið betra að halda kyrru fyrir á staðnum heldur en að keyra til baka yfir Steingrímsfjarðarheiðina sem hafi verið á floti þó fær hafi verið. „Á heildina litið held ég að allar ákvarðarnir sem teknar voru á vettvangi hafi verið réttar. Að við héldum kyrru fyrir og krakkarnir voru ekki ferjaðir yfir,“ segir Sævar. Í nótt, þegar tunglið skein, hafi verið greinilegt hve mikið vatnsmagn var um að ræða. Það hafi svo verið enn greinilegra í nótt. Sævar þakkar kærlega gestrisnina á Hólmavík og reiknar með að hópurinn haldi heim á Sauðárkrók um kvöldmatarleytið þegar vegkaflinn sunnan Hólmavíkur hefur verið opnaður. Tengdar fréttir Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05 Faðir stúlku í rútunni: „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg“ Baldvin Jóhannesson er afar ósáttur en dóttir hans er ein af þeim sextíu unglingum úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem hafa setið föst í rútu í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 11:15 Krakkarnir hafast við í fjöldahjálparstöð Rauða krossins Um sextíu ungmenni sátu í rúmar tólf klukkustundir í rútu við Hólmavík. 9. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Lögreglan á Hólmavík lagði til að rútan með um sextíu framhaldsskólanema innanborðs yrði snúið við og ekið sem leið lá um klukkustundaakstur í Reykjanes. Fararstjóri og bílstjóri ákváðu hins vegar að best væri að halda kyrru fyrir. Lögregla og björgunarsveitir töldu að það myndi koma ferðlöngunum í stórhættu ef reynt yrði að ferja krakkana yfir hvarfið í veginum í nótt. Aðstæður hafi alls ekki boðið upp á það. Bílstjórinn telur að þegar á heildina er litið hafi allar ákvarðanir lögreglu á vettvangi verið réttar. Nemendurnir eru allir á unglingastigi í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki en þeir voru nú um helgina í vinaskólaheimsókn í Menntaskólanum á Ísafirði. Á leiðinni heim í gærkvöldi var rútunni ekið fram á breitt hvarf í Djúpvegi um tólf kílómetra norðan við Hólmavík. Ljóst var að rútan færi ekki lengra. Afar hvasst var á svæðinu og mikið vatn í hvarfinu. Fór svo að nemendurnir héldu kyrru fyrir í rútunni í nótt en Vegagerðin lauk viðgerð á veginum um hádegisbil í dag. Síðan hafa börnin hafst við í Hólmavík þar sem vegurinn sunnan Hólmavíkur er einnig í sundur. Vonir standa til að viðgerð á þeim hluta vegarins ljúki um sexleytið í kvöld samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Hlíf Hrólfsdóttir, formaður Rauða krossins á Hólmavík, segir ungmennin hafa það gott í félagsmiðstöðinni. Þeim hafi verið færður matur og að öll hafi þau glaðst yfir að komast í sturtu og á salerni.Börnin sátu föst í rútunni í rúmlega hálfan sólarhring.Hefðu stefnt nemunum í hættu Faðir eins nema í hópnum var allt annað en sáttur með viðmót lögreglu í nótt. Hann sagði í samtali við Vísi í morgun að björgunarsveitarmenn hefðu hæglega getað ferjað fólk yfir hvarfið. Sérstaklega með þeim búnaði sem björgunarsveitin hafi yfir að ráða. „við hefðum getað notað línubyssur eins og við værum að bjarga fólki úr sjávarháska. En fólkið var ekki í háska. Við hefðum sett þau í háska með því að reyna að koma þeim yfir,“ segir Úlfar Hentze Pálsson hjá björgunarsveitinni á Hólmavík. Úlfar mat aðstæður í gærkvöldi ásamt Hannesi Leifssyni hjá lögreglunni á Hólmavík. „Við vorum þarna og sáum hættuna. Aðstæður voru óviðráðanlegar,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Hann segir veginn hafa minnt á stórfljót en hvarfið hafi verið átta til tíu metra breitt. Var það mat lögreglu að heppilegast væri að rútunni yrði snúið við og ekið í Reykjanes þar sem gisting var í boði. Hiti var tvö stig og engin ófærð í norðurátt. Fararstjóri og bílstjóri töldu þó heppilegast að halda kyrru fyrir í rútunni þar til Vegagerðin lyki viðgerðum á veginum daginn eftir.Bíll hafnaði í hvarfinu Úlfar telur að mat fararstjóra og bílstjóra á að halda kyrru fyrir í bílnum hafi verið ágætt. Þau hafi ekki verið í neinni hættu þótt auðvitað sé óþægilegt að sitja svöng í rútu. Haft hafi verið samband við vertinn í Reykjanesi sem ók um klukkutíma leið með mat suður til ferðalanganna í nótt. Var það mat Vegagerðarinnar að ekki væri stætt að hefja viðgerð á veginum í nótt þar sem veðuraðstæður væru afar erfiðar. Ákveðið var að hefja viðgerð klukkan hálf sex í morgun. Lauk viðgerð um tólfleytið og var þá ekið áleiðis til Hólmavíkur. Nokkru áður en rútan kom að hvarfinu í veginum í gærkvöldi mætti lögregla á vettvang þar sem bíll hafði hafnað ofan í hvarfinu. Tveir voru um borð í bílnum og ók Hannes með þá til Hólmavíkur svo hægt væri að huga að sárum annars sem slasaðist nokkuð. „Við tókum þá ákvörðun að skilja bílinn eftir með blikkljósum öðrum til viðvörunar,“ segir Hannes. Skömmu síðar kom rútan aðvífandi en náði að stöðva í tæka tíð svo ekki urðu slys á fólki.Frá vettvangi í morgun.Allar ákvarðarnir lögreglu réttar „Við vorum svo glettilega nálægt Hólmavík að við töldum þetta auðvelt í upphafi. En ég held það hafi ekki verið það,“ segir Sævar Þorbergsson bílstjóri hjá Suðurleiðum á Sauðárkróki. Sævar er staddur á Hólmavík ásamt menntaskólakrökkunum og segir vel fara um þau. Sem fyrr segir var faðir eins í hópnum ósáttur við störf lögreglu í nótt. Var haft eftir honum að bílstjóri og fararstjóri hafi talið auðvelt að ferja alla yfir hvarfið í veginum. Sævar viðurkennir að þeir hafi ekki verið öllum hnútum kunngir á staðnum. „Þegar við komum þarna þá virkaði þetta ekki eins og mikið fljót fyrir okkur,“ segir Sævar. Hann hafi verið í sambandi við lögreglu og ekki verið sammála um þeirra mat að halda aftur í Reykjanes. Hann hafi því sjálfur haft samband við björgunarsveitarmann á Hólmavík og beðið um hans mat á aðstæðum. „Hann var þá búinn að koma uppeftir og sagðist ekkert lítast á aðstæður,“ segir Sævar. Í kjölfarið hafi þeir fararstjórinn róast en engu að síður talið betra að halda kyrru fyrir á staðnum heldur en að keyra til baka yfir Steingrímsfjarðarheiðina sem hafi verið á floti þó fær hafi verið. „Á heildina litið held ég að allar ákvarðarnir sem teknar voru á vettvangi hafi verið réttar. Að við héldum kyrru fyrir og krakkarnir voru ekki ferjaðir yfir,“ segir Sævar. Í nótt, þegar tunglið skein, hafi verið greinilegt hve mikið vatnsmagn var um að ræða. Það hafi svo verið enn greinilegra í nótt. Sævar þakkar kærlega gestrisnina á Hólmavík og reiknar með að hópurinn haldi heim á Sauðárkrók um kvöldmatarleytið þegar vegkaflinn sunnan Hólmavíkur hefur verið opnaður.
Tengdar fréttir Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05 Faðir stúlku í rútunni: „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg“ Baldvin Jóhannesson er afar ósáttur en dóttir hans er ein af þeim sextíu unglingum úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem hafa setið föst í rútu í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 11:15 Krakkarnir hafast við í fjöldahjálparstöð Rauða krossins Um sextíu ungmenni sátu í rúmar tólf klukkustundir í rútu við Hólmavík. 9. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05
Faðir stúlku í rútunni: „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg“ Baldvin Jóhannesson er afar ósáttur en dóttir hans er ein af þeim sextíu unglingum úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem hafa setið föst í rútu í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 11:15
Krakkarnir hafast við í fjöldahjálparstöð Rauða krossins Um sextíu ungmenni sátu í rúmar tólf klukkustundir í rútu við Hólmavík. 9. febrúar 2015 13:30