Kvikmyndastjörnur og íþróttamenn í leynigögnum HSBC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2015 12:20 Christian Slater, Elle MacPherson, Fernando Alonso og Phil Collins voru í viðskiptum við HSBC. Vísir Það kennir ýmissa grasa í gögnum HSBC sem afhjúpuð voru um helgina og leiða í ljós að fjölmargir viðskiptavinir bankans fengu aðstoð við að skjóta undan skatti og fela eignir sínar fyrir yfirvöldum. Svo virðist sem að bankinn hafi verið vinsæll á meðal fræga og ríka fólksins. Leikarinn Christian Slater tengist reikningi í bankanum sem heitir "Captain Kirk”, eftir Star Trek-kafteininum. Reikningurinn var opnaður 1996 og lokað aftur árið 1997 en ekki kemur fram í gögnunum hvernig Slater tengist reikningnum. Phil Collins, tónlistarmaður, var skráður fyrir sjö bankareikningum hjá HSBC en fyrsta reikninginn opnaði hann árið 2000. Á árunum 2006-2007 var hæsta innistæðan á reikningunum rúmir 270.000 dollarar. Fyrirsætan og leikkonan Elle MacPherson tengdist sjö reikningum og var skráð fyrir fimm af þeim. Árið 2008 voru fjórir reikningar enn virkir og nam innistæðan á þeim öllum samtals 12,2 milljónum dollara.Valentino með meira en 100 milljónir dollara inni á níu bankareikningum Knattspyrnumaðurinn Diego Forlán fór í viðskipti hjá HSBC árið 2006 þegar hann spilaði með Villarreal á Spáni. Hann tengdist alls fjórum bankareikningum með innistæðum upp á alls 1,4 milljónir dala en ekkert kemur fram í skjölunum hvernig Forlán tengdist reikningunum. Þá var Formúlu 1-ökumaðurinn Fernando Alonso einnig í viðskiptum við HSBC frá árinu 2002. Hann tengdist samtals fjórum reikningum með innistæðu upp á samtals 42 milljónir bandaríkjadala en ekki er nákvæmlega gefið upp hvernig ökumaðurinn kom að reikningunum. Fatahönnuðurinn Diane Von Fürstenberg tengdist fjórum reikningum hjá HSBC. Tveir þeirra voru opnaðir 1988 og svo lokað 1996 og 2002. Einn var opnaður árið 1994 og lokað átta árum síðar en móðir fatahönnuðarins var skráð fyrir einum reikningnum sem enn var opinn á árunum 2006-2007. Innistæðan á honum nam rúmum 6 milljónum dollara. Ítalski fatahönnuðurinn Valentino fór í viðskipti hjá HSBC árið 2000. Hann tengdist að minnsta kosti níu reikningum með heildarinnistæðu upp á meira en 100 milljónir dollara. Tengdar fréttir Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07 HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í gögnum HSBC sem afhjúpuð voru um helgina og leiða í ljós að fjölmargir viðskiptavinir bankans fengu aðstoð við að skjóta undan skatti og fela eignir sínar fyrir yfirvöldum. Svo virðist sem að bankinn hafi verið vinsæll á meðal fræga og ríka fólksins. Leikarinn Christian Slater tengist reikningi í bankanum sem heitir "Captain Kirk”, eftir Star Trek-kafteininum. Reikningurinn var opnaður 1996 og lokað aftur árið 1997 en ekki kemur fram í gögnunum hvernig Slater tengist reikningnum. Phil Collins, tónlistarmaður, var skráður fyrir sjö bankareikningum hjá HSBC en fyrsta reikninginn opnaði hann árið 2000. Á árunum 2006-2007 var hæsta innistæðan á reikningunum rúmir 270.000 dollarar. Fyrirsætan og leikkonan Elle MacPherson tengdist sjö reikningum og var skráð fyrir fimm af þeim. Árið 2008 voru fjórir reikningar enn virkir og nam innistæðan á þeim öllum samtals 12,2 milljónum dollara.Valentino með meira en 100 milljónir dollara inni á níu bankareikningum Knattspyrnumaðurinn Diego Forlán fór í viðskipti hjá HSBC árið 2006 þegar hann spilaði með Villarreal á Spáni. Hann tengdist alls fjórum bankareikningum með innistæðum upp á alls 1,4 milljónir dala en ekkert kemur fram í skjölunum hvernig Forlán tengdist reikningunum. Þá var Formúlu 1-ökumaðurinn Fernando Alonso einnig í viðskiptum við HSBC frá árinu 2002. Hann tengdist samtals fjórum reikningum með innistæðu upp á samtals 42 milljónir bandaríkjadala en ekki er nákvæmlega gefið upp hvernig ökumaðurinn kom að reikningunum. Fatahönnuðurinn Diane Von Fürstenberg tengdist fjórum reikningum hjá HSBC. Tveir þeirra voru opnaðir 1988 og svo lokað 1996 og 2002. Einn var opnaður árið 1994 og lokað átta árum síðar en móðir fatahönnuðarins var skráð fyrir einum reikningnum sem enn var opinn á árunum 2006-2007. Innistæðan á honum nam rúmum 6 milljónum dollara. Ítalski fatahönnuðurinn Valentino fór í viðskipti hjá HSBC árið 2000. Hann tengdist að minnsta kosti níu reikningum með heildarinnistæðu upp á meira en 100 milljónir dollara.
Tengdar fréttir Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07 HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07
HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54