Minsk staður friðarfundar jóhann óli eiðsson skrifar 9. febrúar 2015 07:00 Petro Porosjenkó, Angela Merkel og Joe Biden. fréttablaðið/ap Leiðtogar Úkraínu, Rússlands, Frakklands og Þýskalands munu hittast á fundi í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, næstkomandi miðvikudag. Engan þarf að undra að umræðuefnið verður ástandið í austurhluta Úkraínu. Fundurinn var ákveðinn í kjölfar þess að fjórmenningarnir ræddu saman í síma í gær. Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, sagði eftir símafundinn að hann vonaðist til þess að vopnahléi yrði komið á sem fyrst. Angela Merkel og Francois Hollande höfðu tveimur dögum áður ferðast til Moskvu og rætt við Vladimír Pútín um ástandið án þess að komast að niðurstöðu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fundað verður um málefni stríðandi fylkinga í Minsk. Í september í fyrra undirrituðu aðilar samkomulag um vopnahlé, skipti á föngum, aukna sjálfstjórn héraðanna Dónetsk og Lúhansk og að kosningum þar yrði flýtt. Þrátt fyrir vopnahléið héldu menn áfram að skjóta hverjir á aðra og kenndu hverjir öðrum um. Sem stendur geisa harðir bardagar kringum lestarstöðina í Debaltseve. Rúmlega 5.300 manns hafa fallið í bardögum síðan í apríl á síðasta ári og látnum fjölgar dag frá degi. Leiðtogar fjölmargra ríkja, en þó ekki Rússlands, funduðu um helgina í München. Aðspurð sagði Angela Merkel að mikilvægt væri að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að deilan yrði útkljáð með vopnum. Sú yfirlýsing vakti upp blendnar tilfinningar vestan hafs. „Úkraínumenn eru að falla fyrir rússneskum byssukúlum og við sendum þeim mat og teppi. Matur og teppi veita litla vörn gegn skriðdrekum,“ segir öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn John McCain. Utanríkisráðherrann John Kerry segir að ekki standi til að Bandaríkin sendi hermenn eða hergögn til landsins. Enn hafa ekki borist neinar fregnir af innihaldi mögulegs samkomulags en getgátur eru uppi um að núverandi víglína verði hlutlaust svæði. Í fyrra Minsk-samkomulaginu var gert ráð fyrir því að báðar fylkingar myndu draga vígvélar sínar aftur um fimmtán kílómetra en heimildir herma að ætlunin sé að gera fimmtíu kílómetra breitt svæði algerlega vopnalaust. Þjóðarleiðtogarnir fjórir munu ekki vera einu aðilarnir sem koma til með að funda í Minsk að tveimur dögum liðnum. Fulltrúar uppreisnarmanna, Úkraínu, Rússlands og Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu munu einnig hittast og ræða málin. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Leiðtogar Úkraínu, Rússlands, Frakklands og Þýskalands munu hittast á fundi í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, næstkomandi miðvikudag. Engan þarf að undra að umræðuefnið verður ástandið í austurhluta Úkraínu. Fundurinn var ákveðinn í kjölfar þess að fjórmenningarnir ræddu saman í síma í gær. Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, sagði eftir símafundinn að hann vonaðist til þess að vopnahléi yrði komið á sem fyrst. Angela Merkel og Francois Hollande höfðu tveimur dögum áður ferðast til Moskvu og rætt við Vladimír Pútín um ástandið án þess að komast að niðurstöðu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fundað verður um málefni stríðandi fylkinga í Minsk. Í september í fyrra undirrituðu aðilar samkomulag um vopnahlé, skipti á föngum, aukna sjálfstjórn héraðanna Dónetsk og Lúhansk og að kosningum þar yrði flýtt. Þrátt fyrir vopnahléið héldu menn áfram að skjóta hverjir á aðra og kenndu hverjir öðrum um. Sem stendur geisa harðir bardagar kringum lestarstöðina í Debaltseve. Rúmlega 5.300 manns hafa fallið í bardögum síðan í apríl á síðasta ári og látnum fjölgar dag frá degi. Leiðtogar fjölmargra ríkja, en þó ekki Rússlands, funduðu um helgina í München. Aðspurð sagði Angela Merkel að mikilvægt væri að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að deilan yrði útkljáð með vopnum. Sú yfirlýsing vakti upp blendnar tilfinningar vestan hafs. „Úkraínumenn eru að falla fyrir rússneskum byssukúlum og við sendum þeim mat og teppi. Matur og teppi veita litla vörn gegn skriðdrekum,“ segir öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn John McCain. Utanríkisráðherrann John Kerry segir að ekki standi til að Bandaríkin sendi hermenn eða hergögn til landsins. Enn hafa ekki borist neinar fregnir af innihaldi mögulegs samkomulags en getgátur eru uppi um að núverandi víglína verði hlutlaust svæði. Í fyrra Minsk-samkomulaginu var gert ráð fyrir því að báðar fylkingar myndu draga vígvélar sínar aftur um fimmtán kílómetra en heimildir herma að ætlunin sé að gera fimmtíu kílómetra breitt svæði algerlega vopnalaust. Þjóðarleiðtogarnir fjórir munu ekki vera einu aðilarnir sem koma til með að funda í Minsk að tveimur dögum liðnum. Fulltrúar uppreisnarmanna, Úkraínu, Rússlands og Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu munu einnig hittast og ræða málin.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira