Ungur Legosmiður flytur Titanic Linda Blöndal skrifar 9. febrúar 2015 19:30 Það var stór stund og spenningur í lofti í dag þegar eftirgerðin af Titanic skipinu sem Brynjar Karl Birgisson, tólf ára, hefur smíðað úr Legókubbum var færð frá smíðaverkstæðinu suður í Smáralind til lokafrágangs. Það lögðu margir hönd á plóg við flutninginn sem tók tvo klukkutíma enda þurfti að flytja skipið í þremur hlutum en það var smíðað með það í huga. Skipið fer í geymslurými Hagkaupa í Smáralind þar sem það verður klárað og eftir um mánuð verður það til sýnis í búðinni. Þar verður hægt að ræða við Brynjar á meðan hann fínpússar síðustu hluti meistarastykkisins sem mun að lokum telja 56 þúsund kubba, þar með talið alla 3500 „gestina“ innanborðs.Spenntur og hræddurBrynjar, sem er einhverfur, ákvað fyrir níu mánuðum að ráðast í byggingu sex og hálfs metra langrar eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic, úr Legókubbum. Þá sagði hann í fréttum Stöðvar 2: „Ég veit alveg hvernig Titanic verður byggt því ég er búinn að fatta það í huganum.“ Eftir að hann biðlaði á myndbandi til Legóverksmiðjunnar í Danmörku um að bjóða sér í heimsókn og gefa sér kubba í skipið hófst kubbasöfnun hér á landi fyrir Brynjar. Afi hans, Lúðvík B. Ögmundsson, sá um að útvega teikningu af skipinu og aðstoða við útreikninga. En það var nokkur titringur í dag rétt áður en flutningurinn hófst. „Ég er spenntur og hræddur,“ sagði Brynjar, sem var í mjög góðu skapi á þessum mikilvæga degi. Aðspurður hvort hann haldi að það sé hætta á því að skipið brotni, eins og þegar það fórst, sagði Brynjar ekki svo vera. „Nei, það mun ekki brotna eins og í myndinni,“ sagði hann í samtali við fréttamann Stöð 2 sem fylgist með flutningnum. Sjá einnig: „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“Þarf enn meira af kubbumEnn á eftir að klára strompana á skipinu, fyrstu hæðina og ljósin svo eitthvað sé nefnt. „Ég þarf eiginlega meira af kubbum. Stundum held ég að ég sé að klára skipið en ég get það ekki því það brotnar alltaf eitthvað en það er núna allt límt svo ég get ekki notað þá kubba,“ segir Brynjar. „Tek minn tíma“Verkefnið hefur vakið athygli víða utan Íslands. Brynjar mun til dæmis bráðum birtast í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Discovery Science. Hann hefur einnig fengið styrki til að hjálpa öðrum einhverfum börnum til að vinna með Legó og var harla ánægður með hvernig til tókst í dag. „Þetta gekk alveg bara success!", sagði hann. Um hve mikil vinna er eftir sagðist hann munu taka þann tíma sem þarf. „Um það bil einn eða tvo mánuði í viðbót, ég veit ekki. En ég tek minn tíma,“ sagði hinn ungi skipasmiður að lokum áður en hann hélt með verkið á nýjan vinnustað. Tengdar fréttir Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00 Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Brynjar Karl Birgisson, tólf ára einhverfur Mosfellingur, vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. 27. janúar 2015 21:37 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Það var stór stund og spenningur í lofti í dag þegar eftirgerðin af Titanic skipinu sem Brynjar Karl Birgisson, tólf ára, hefur smíðað úr Legókubbum var færð frá smíðaverkstæðinu suður í Smáralind til lokafrágangs. Það lögðu margir hönd á plóg við flutninginn sem tók tvo klukkutíma enda þurfti að flytja skipið í þremur hlutum en það var smíðað með það í huga. Skipið fer í geymslurými Hagkaupa í Smáralind þar sem það verður klárað og eftir um mánuð verður það til sýnis í búðinni. Þar verður hægt að ræða við Brynjar á meðan hann fínpússar síðustu hluti meistarastykkisins sem mun að lokum telja 56 þúsund kubba, þar með talið alla 3500 „gestina“ innanborðs.Spenntur og hræddurBrynjar, sem er einhverfur, ákvað fyrir níu mánuðum að ráðast í byggingu sex og hálfs metra langrar eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic, úr Legókubbum. Þá sagði hann í fréttum Stöðvar 2: „Ég veit alveg hvernig Titanic verður byggt því ég er búinn að fatta það í huganum.“ Eftir að hann biðlaði á myndbandi til Legóverksmiðjunnar í Danmörku um að bjóða sér í heimsókn og gefa sér kubba í skipið hófst kubbasöfnun hér á landi fyrir Brynjar. Afi hans, Lúðvík B. Ögmundsson, sá um að útvega teikningu af skipinu og aðstoða við útreikninga. En það var nokkur titringur í dag rétt áður en flutningurinn hófst. „Ég er spenntur og hræddur,“ sagði Brynjar, sem var í mjög góðu skapi á þessum mikilvæga degi. Aðspurður hvort hann haldi að það sé hætta á því að skipið brotni, eins og þegar það fórst, sagði Brynjar ekki svo vera. „Nei, það mun ekki brotna eins og í myndinni,“ sagði hann í samtali við fréttamann Stöð 2 sem fylgist með flutningnum. Sjá einnig: „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“Þarf enn meira af kubbumEnn á eftir að klára strompana á skipinu, fyrstu hæðina og ljósin svo eitthvað sé nefnt. „Ég þarf eiginlega meira af kubbum. Stundum held ég að ég sé að klára skipið en ég get það ekki því það brotnar alltaf eitthvað en það er núna allt límt svo ég get ekki notað þá kubba,“ segir Brynjar. „Tek minn tíma“Verkefnið hefur vakið athygli víða utan Íslands. Brynjar mun til dæmis bráðum birtast í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Discovery Science. Hann hefur einnig fengið styrki til að hjálpa öðrum einhverfum börnum til að vinna með Legó og var harla ánægður með hvernig til tókst í dag. „Þetta gekk alveg bara success!", sagði hann. Um hve mikil vinna er eftir sagðist hann munu taka þann tíma sem þarf. „Um það bil einn eða tvo mánuði í viðbót, ég veit ekki. En ég tek minn tíma,“ sagði hinn ungi skipasmiður að lokum áður en hann hélt með verkið á nýjan vinnustað.
Tengdar fréttir Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00 Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Brynjar Karl Birgisson, tólf ára einhverfur Mosfellingur, vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. 27. janúar 2015 21:37 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00
Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Brynjar Karl Birgisson, tólf ára einhverfur Mosfellingur, vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. 27. janúar 2015 21:37