Faðir stúlku í rútunni: „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. febrúar 2015 11:15 Hér má sjá myndir af vettvangi. mynd/aðsend „Ég var í sambandi við Vegagerðina, lögregluna á Hólmavík og bílstjórann í gær og í nótt,“ segir Baldvin Jóhannesson, en dóttir hans er ein af þeim sextíu unglingum úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem hafa setið föst í rútu í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. Vegna mikils vatnselgs og myrkurs þótti ekki hættandi á björgunaraðgerðir í nótt, en nú er vatnselgurinn farinn að sjatna. Baldvin gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar á svæðinu.Sjá einnig:„Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ „Það var farið að sjatna í þessu nótt en varðstjóri lögreglunnar á Hólmavík nennti lítið að standa í þessu. Það var talað um að kalla út björgunarsveitir en þeir mátu það svo að það væri best að láta krakkana vera áfram í rútunni. Það var mat bílstjórans og farastjóra að það var alveg hægt að ferja fólkið þarna yfir. Það var búið að fá gistingu fyrir krakkana á Hólmavík,“ segir Baldvin.Ferja átti börnin yfir Baldvin telur að björgunarsveitir hefðu hæglega getað ferjað fólk yfir og sérstaklega með þeim búnaði sem hún hefur yfir að ráða. „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg og ég held að bílstjórinn hafi ekki verið sáttur við framgöngu mannsins. Hann tekur ákvörðun um að ekkert yrði gert og þegar verið var að tala um mat fyrir fólkið þá sagði hann bara við mig að þeir nenntu ekki að vera standa í því að fara með eitthvað brauð og henda þarna yfir.“ Baldvin segist hafa fengið alveg nóg eftir samskipti sín við lögregluna á Hólmavík. „Maður er með lögreglu á landinu sem er algjörlega óhæf til þess að sinna svona málum. Síðan heyrir maður í fréttum að ætlunin sé að selflytja fólkið yfir sem var í raun aldrei á dagskránni. Þetta er alveg fáránlegt og sérstaklega þegar maður getur ekkert gert neitt sjálfur.“Til eru höfðingjar Baldvin hrósar aftur á móti staðarhaldara úr Ísafjarðardjúpi. „Hann kom í nótt með matvæli frá Reykjanesi og því mjög gott að vita að til eru höfðingjar þarna úti.“ Vegagerðin hefur staðið í ströngu undanfarna klukkustundir og á rútan að taka af stað á tólfta tímanum. Uppfært klukkan 15:41Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir Baldvini að Steingrímsfjarðarheiði hafi verið lokuð og því ekki hægt að snúa við. Það er ekki rétt. Þá var það mat bílstjóra og fararstjóra við komuna á staðinn að hægt væri að ferja fólk yfir hvarfið en þeir breyttu fljótlega um skoðun eftir að lögregla og björgunarsveitir mátu aðstæður eins og lesa má nánar um hér. Eru þeir sannfærðir um að viðbrögð á vettvangi hafi verið rétt.Við lestur fréttarinnar mátti draga þá ályktun að viðbrögð lögreglu og björgunarsveita á staðnum hefðu verið röng þar sem fullyrðingar viðmælanda í þessari frétt voru ekki sannreyndar. Er lögreglan á Hólmavík og aðrir lesendur beðnir afsökunar vegna þessa. Tengdar fréttir Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05 Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
„Ég var í sambandi við Vegagerðina, lögregluna á Hólmavík og bílstjórann í gær og í nótt,“ segir Baldvin Jóhannesson, en dóttir hans er ein af þeim sextíu unglingum úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem hafa setið föst í rútu í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. Vegna mikils vatnselgs og myrkurs þótti ekki hættandi á björgunaraðgerðir í nótt, en nú er vatnselgurinn farinn að sjatna. Baldvin gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar á svæðinu.Sjá einnig:„Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ „Það var farið að sjatna í þessu nótt en varðstjóri lögreglunnar á Hólmavík nennti lítið að standa í þessu. Það var talað um að kalla út björgunarsveitir en þeir mátu það svo að það væri best að láta krakkana vera áfram í rútunni. Það var mat bílstjórans og farastjóra að það var alveg hægt að ferja fólkið þarna yfir. Það var búið að fá gistingu fyrir krakkana á Hólmavík,“ segir Baldvin.Ferja átti börnin yfir Baldvin telur að björgunarsveitir hefðu hæglega getað ferjað fólk yfir og sérstaklega með þeim búnaði sem hún hefur yfir að ráða. „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg og ég held að bílstjórinn hafi ekki verið sáttur við framgöngu mannsins. Hann tekur ákvörðun um að ekkert yrði gert og þegar verið var að tala um mat fyrir fólkið þá sagði hann bara við mig að þeir nenntu ekki að vera standa í því að fara með eitthvað brauð og henda þarna yfir.“ Baldvin segist hafa fengið alveg nóg eftir samskipti sín við lögregluna á Hólmavík. „Maður er með lögreglu á landinu sem er algjörlega óhæf til þess að sinna svona málum. Síðan heyrir maður í fréttum að ætlunin sé að selflytja fólkið yfir sem var í raun aldrei á dagskránni. Þetta er alveg fáránlegt og sérstaklega þegar maður getur ekkert gert neitt sjálfur.“Til eru höfðingjar Baldvin hrósar aftur á móti staðarhaldara úr Ísafjarðardjúpi. „Hann kom í nótt með matvæli frá Reykjanesi og því mjög gott að vita að til eru höfðingjar þarna úti.“ Vegagerðin hefur staðið í ströngu undanfarna klukkustundir og á rútan að taka af stað á tólfta tímanum. Uppfært klukkan 15:41Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir Baldvini að Steingrímsfjarðarheiði hafi verið lokuð og því ekki hægt að snúa við. Það er ekki rétt. Þá var það mat bílstjóra og fararstjóra við komuna á staðinn að hægt væri að ferja fólk yfir hvarfið en þeir breyttu fljótlega um skoðun eftir að lögregla og björgunarsveitir mátu aðstæður eins og lesa má nánar um hér. Eru þeir sannfærðir um að viðbrögð á vettvangi hafi verið rétt.Við lestur fréttarinnar mátti draga þá ályktun að viðbrögð lögreglu og björgunarsveita á staðnum hefðu verið röng þar sem fullyrðingar viðmælanda í þessari frétt voru ekki sannreyndar. Er lögreglan á Hólmavík og aðrir lesendur beðnir afsökunar vegna þessa.
Tengdar fréttir Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05 Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05