Faðir stúlku í rútunni: „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. febrúar 2015 11:15 Hér má sjá myndir af vettvangi. mynd/aðsend „Ég var í sambandi við Vegagerðina, lögregluna á Hólmavík og bílstjórann í gær og í nótt,“ segir Baldvin Jóhannesson, en dóttir hans er ein af þeim sextíu unglingum úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem hafa setið föst í rútu í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. Vegna mikils vatnselgs og myrkurs þótti ekki hættandi á björgunaraðgerðir í nótt, en nú er vatnselgurinn farinn að sjatna. Baldvin gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar á svæðinu.Sjá einnig:„Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ „Það var farið að sjatna í þessu nótt en varðstjóri lögreglunnar á Hólmavík nennti lítið að standa í þessu. Það var talað um að kalla út björgunarsveitir en þeir mátu það svo að það væri best að láta krakkana vera áfram í rútunni. Það var mat bílstjórans og farastjóra að það var alveg hægt að ferja fólkið þarna yfir. Það var búið að fá gistingu fyrir krakkana á Hólmavík,“ segir Baldvin.Ferja átti börnin yfir Baldvin telur að björgunarsveitir hefðu hæglega getað ferjað fólk yfir og sérstaklega með þeim búnaði sem hún hefur yfir að ráða. „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg og ég held að bílstjórinn hafi ekki verið sáttur við framgöngu mannsins. Hann tekur ákvörðun um að ekkert yrði gert og þegar verið var að tala um mat fyrir fólkið þá sagði hann bara við mig að þeir nenntu ekki að vera standa í því að fara með eitthvað brauð og henda þarna yfir.“ Baldvin segist hafa fengið alveg nóg eftir samskipti sín við lögregluna á Hólmavík. „Maður er með lögreglu á landinu sem er algjörlega óhæf til þess að sinna svona málum. Síðan heyrir maður í fréttum að ætlunin sé að selflytja fólkið yfir sem var í raun aldrei á dagskránni. Þetta er alveg fáránlegt og sérstaklega þegar maður getur ekkert gert neitt sjálfur.“Til eru höfðingjar Baldvin hrósar aftur á móti staðarhaldara úr Ísafjarðardjúpi. „Hann kom í nótt með matvæli frá Reykjanesi og því mjög gott að vita að til eru höfðingjar þarna úti.“ Vegagerðin hefur staðið í ströngu undanfarna klukkustundir og á rútan að taka af stað á tólfta tímanum. Uppfært klukkan 15:41Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir Baldvini að Steingrímsfjarðarheiði hafi verið lokuð og því ekki hægt að snúa við. Það er ekki rétt. Þá var það mat bílstjóra og fararstjóra við komuna á staðinn að hægt væri að ferja fólk yfir hvarfið en þeir breyttu fljótlega um skoðun eftir að lögregla og björgunarsveitir mátu aðstæður eins og lesa má nánar um hér. Eru þeir sannfærðir um að viðbrögð á vettvangi hafi verið rétt.Við lestur fréttarinnar mátti draga þá ályktun að viðbrögð lögreglu og björgunarsveita á staðnum hefðu verið röng þar sem fullyrðingar viðmælanda í þessari frétt voru ekki sannreyndar. Er lögreglan á Hólmavík og aðrir lesendur beðnir afsökunar vegna þessa. Tengdar fréttir Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
„Ég var í sambandi við Vegagerðina, lögregluna á Hólmavík og bílstjórann í gær og í nótt,“ segir Baldvin Jóhannesson, en dóttir hans er ein af þeim sextíu unglingum úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem hafa setið föst í rútu í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. Vegna mikils vatnselgs og myrkurs þótti ekki hættandi á björgunaraðgerðir í nótt, en nú er vatnselgurinn farinn að sjatna. Baldvin gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar á svæðinu.Sjá einnig:„Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“ „Það var farið að sjatna í þessu nótt en varðstjóri lögreglunnar á Hólmavík nennti lítið að standa í þessu. Það var talað um að kalla út björgunarsveitir en þeir mátu það svo að það væri best að láta krakkana vera áfram í rútunni. Það var mat bílstjórans og farastjóra að það var alveg hægt að ferja fólkið þarna yfir. Það var búið að fá gistingu fyrir krakkana á Hólmavík,“ segir Baldvin.Ferja átti börnin yfir Baldvin telur að björgunarsveitir hefðu hæglega getað ferjað fólk yfir og sérstaklega með þeim búnaði sem hún hefur yfir að ráða. „Svona vinnubrögð eru ekki ásættanleg og ég held að bílstjórinn hafi ekki verið sáttur við framgöngu mannsins. Hann tekur ákvörðun um að ekkert yrði gert og þegar verið var að tala um mat fyrir fólkið þá sagði hann bara við mig að þeir nenntu ekki að vera standa í því að fara með eitthvað brauð og henda þarna yfir.“ Baldvin segist hafa fengið alveg nóg eftir samskipti sín við lögregluna á Hólmavík. „Maður er með lögreglu á landinu sem er algjörlega óhæf til þess að sinna svona málum. Síðan heyrir maður í fréttum að ætlunin sé að selflytja fólkið yfir sem var í raun aldrei á dagskránni. Þetta er alveg fáránlegt og sérstaklega þegar maður getur ekkert gert neitt sjálfur.“Til eru höfðingjar Baldvin hrósar aftur á móti staðarhaldara úr Ísafjarðardjúpi. „Hann kom í nótt með matvæli frá Reykjanesi og því mjög gott að vita að til eru höfðingjar þarna úti.“ Vegagerðin hefur staðið í ströngu undanfarna klukkustundir og á rútan að taka af stað á tólfta tímanum. Uppfært klukkan 15:41Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir Baldvini að Steingrímsfjarðarheiði hafi verið lokuð og því ekki hægt að snúa við. Það er ekki rétt. Þá var það mat bílstjóra og fararstjóra við komuna á staðinn að hægt væri að ferja fólk yfir hvarfið en þeir breyttu fljótlega um skoðun eftir að lögregla og björgunarsveitir mátu aðstæður eins og lesa má nánar um hér. Eru þeir sannfærðir um að viðbrögð á vettvangi hafi verið rétt.Við lestur fréttarinnar mátti draga þá ályktun að viðbrögð lögreglu og björgunarsveita á staðnum hefðu verið röng þar sem fullyrðingar viðmælanda í þessari frétt voru ekki sannreyndar. Er lögreglan á Hólmavík og aðrir lesendur beðnir afsökunar vegna þessa.
Tengdar fréttir Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. 9. febrúar 2015 07:05