Forgangsröðun og fjármögnun nýs spítala Sigurður Oddsson skrifar 15. apríl 2015 07:00 Fáir læknar tjáðu sig um vinnuaðstöðu og tækjakost á LSH fyrir verkfall. Fyrst í lok janúar birtist grein í Mbl. eftir Stefán A. Matthíasson lækni, sem sagði að í stað byggingar sjúkrahótels væri fjármunum betur varið til kaupa á tækjum, sem bráðvantar. Nefndi hann af handahófi skanna til greiningar krabbameins, sem er hversdagslegt tæki í nágrannalöndum okkar. Stefán skrifar: „Krabbameinssjúklingar mega t.d. búa við þá staðreynd að ekki er til á landinu og verður ekki til á næstu árum jáeindaskanni, sem bætir greiningu krabbameina og eftirfylgni krabbameinsmeðferða til muna. Útvaldir fá þó að fara til Köben í skanna, sem greinir mun betur útbreiðslu krabbameina og stuðlar þannig að markvissari aðgerð en ella (skurðaðgerð, geislar eða lyfjameðferð), sjúklingum til ómældra hagsbóta.“ Heilbrigðisráðherra svaraði og sagði byggingu sjúkrahótels skv. lögum, sem honum bæri að starfa eftir. Ekki komi til greina að leysa til bráðabirgða þann vanda, sem snýr að jáeindaskanna. Stefán svaraði í Mbl. og rökstuddi, að ekki væri rétt að setja byggingu sjúkrahótels fremst í forgangsröðina og láta krabbameinssjúklinga búa við bráðabirgðalausn næstu 5-10 árin. Þörf væri fyrir margfalt fleiri en þá 70, sem fengu að fara í skönnun til Köben 2014. Stefán bendir á að greiningin sé óháð því sem fer fram í meðferðarkjarna sjúkrahúss og erlendis séu jáeindaskannar í sérstakri byggingu. Flestir sjúklingar komi heiman frá sér og fari heim eftir skönnun. Það er dýrt að senda 100 sjúklinga á ári til Köben. Hugarreikningur sýnir að skanni borgar sig fljótt upp. Krabbameinssjúklingar ættu að ganga fyrir hóteli, sem ekki vantar. Efst í lóð Borgarspítalans neðan við Bústaðaveg er nóg pláss fyrir hús með jáeindaskanna. Á byggingatímanum yrðu ekki truflanir á næsta umhverfi. Hægt væri að byrja strax á útgreftri lóðar og í beinu framhaldi bjóða út byggingu húss og taka í notkun innan tveggja ára. Staðsetning getur verið endanleg og ekki til bráðabirgða, hvar svo sem spítali verður byggður. Krabbameinsfélagið gæti jafnvel fengið inni í sama húsi og selt sitt hús. Nóg pláss er fyrir sjúkrahótel neðst í Fossvoginum. Það er góður staður skv. því, sem Stefán skrifar: „Jafnframt er talið að dvöl gesta á hlýlegu hóteli utan hefðbundins sjúkrahúsaumhverfis geti hraðað bata og aukið virkni sjúklinga“. Framkvæmdir þar valda ekki truflunum á næsta nágrenni líkt og væntanlegar framkvæmdir á lóð Landspítalans.Fossvogur betri kostur Ráðherra segir mikla hagræðingu felast í sameiningu starfsemi Landspítalans á einum stað, en gerir sér ekki grein fyrir eða vill ekki skoða kosti þess að sameina starfsemina í Fossvogi. Þar er hægt að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni með öllum þeim kostum, sem því fylgja. Rétt er að benda ráðherranum á, að kostnaður vex með lengri byggingartíma, sem kemur fram í vaxtakostnaði á byggingartímanum og rekstrarkostnaði löngu eftir að bygging hefur verið tekin í notkun. Í Fossvogi er hægt að byggja betra hús að minnsta kosti helmingi hraðar fyrir minni pening en við Hringbraut. Breyting í Fossvog er því bein fjármögnun nýs spítala. Margir læknar telja, að í háu húsi í Fossvogi sé betri vinnuaðstaða en í útflöttum byggingum við Hringbraut. Ég hvet þá til að koma með skoðanir sínar út úr skápnum líkt og Stefán. Það er í raun siðferðileg skylda þeirra að gera það telji þeir Fossvog betri kost fyrir háskólasjúkrahús. Meðalaldur lækna á sjúkrahúsum er hár og hækkar með hverju árinu sem líður. Það liggur því á að ná ungum læknum heim fljótt. Til þess að það geti orðið verður að bjóða vinnuaðstöðu sambærilega við þá, sem býðst í útlöndum. Það er gott sjúkrahús með bestu tækjum sem völ er á. Nú vill ráðherra fjármagna spítala við Hringbraut með sölu ríkiseigna. Eflaust vilja margir eignast mjólkurkúna Landsvirkjun, sem í dag selur raforku á undirverði. Er þörf á sölu ríkiseigna til fjármögnunar spítala á sama tíma og flugvöllurinn skal eyðilagður og nýr byggður fyrir tugi miljarða? Vonandi verða þeir heppnari með staðarval flugvallar en spítalans, sem fyrir utan miklu lengri byggingartíma við Hringbraut verður tugum milljarða dýrari en í Fossvogi. Í upphafi skyldi „hátæknisjúkrahús“ byggt fyrir símapeningana. Það var pólitískt loforð. Enginn þorði að gera athugasemd af ótta við að vera sagður á móti nýjum spítala og staðsetning við Hringbraut rann í gegn án mikillar skoðunar. Fyrri stjórn lagði skatt á þjóðarauðlindina til fjármögnunar spítalans. Ný stjórn óttaðist að minni útgerðir stæðu ekki undir skattinum og tók hann af. Gaf svo 100.000 tonna loðnukvóta, sem hefði mátt selja til fjármögnunar spítalans. Til að bíta höfuðið af skömminni var kvótinn gefinn best stæðu útgerðunum. Þeim hinum sömu er geta keypt kvóta af Færeyingum og greiða „eigendum“ sínum milljarða í arð.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Sjá meira
Fáir læknar tjáðu sig um vinnuaðstöðu og tækjakost á LSH fyrir verkfall. Fyrst í lok janúar birtist grein í Mbl. eftir Stefán A. Matthíasson lækni, sem sagði að í stað byggingar sjúkrahótels væri fjármunum betur varið til kaupa á tækjum, sem bráðvantar. Nefndi hann af handahófi skanna til greiningar krabbameins, sem er hversdagslegt tæki í nágrannalöndum okkar. Stefán skrifar: „Krabbameinssjúklingar mega t.d. búa við þá staðreynd að ekki er til á landinu og verður ekki til á næstu árum jáeindaskanni, sem bætir greiningu krabbameina og eftirfylgni krabbameinsmeðferða til muna. Útvaldir fá þó að fara til Köben í skanna, sem greinir mun betur útbreiðslu krabbameina og stuðlar þannig að markvissari aðgerð en ella (skurðaðgerð, geislar eða lyfjameðferð), sjúklingum til ómældra hagsbóta.“ Heilbrigðisráðherra svaraði og sagði byggingu sjúkrahótels skv. lögum, sem honum bæri að starfa eftir. Ekki komi til greina að leysa til bráðabirgða þann vanda, sem snýr að jáeindaskanna. Stefán svaraði í Mbl. og rökstuddi, að ekki væri rétt að setja byggingu sjúkrahótels fremst í forgangsröðina og láta krabbameinssjúklinga búa við bráðabirgðalausn næstu 5-10 árin. Þörf væri fyrir margfalt fleiri en þá 70, sem fengu að fara í skönnun til Köben 2014. Stefán bendir á að greiningin sé óháð því sem fer fram í meðferðarkjarna sjúkrahúss og erlendis séu jáeindaskannar í sérstakri byggingu. Flestir sjúklingar komi heiman frá sér og fari heim eftir skönnun. Það er dýrt að senda 100 sjúklinga á ári til Köben. Hugarreikningur sýnir að skanni borgar sig fljótt upp. Krabbameinssjúklingar ættu að ganga fyrir hóteli, sem ekki vantar. Efst í lóð Borgarspítalans neðan við Bústaðaveg er nóg pláss fyrir hús með jáeindaskanna. Á byggingatímanum yrðu ekki truflanir á næsta umhverfi. Hægt væri að byrja strax á útgreftri lóðar og í beinu framhaldi bjóða út byggingu húss og taka í notkun innan tveggja ára. Staðsetning getur verið endanleg og ekki til bráðabirgða, hvar svo sem spítali verður byggður. Krabbameinsfélagið gæti jafnvel fengið inni í sama húsi og selt sitt hús. Nóg pláss er fyrir sjúkrahótel neðst í Fossvoginum. Það er góður staður skv. því, sem Stefán skrifar: „Jafnframt er talið að dvöl gesta á hlýlegu hóteli utan hefðbundins sjúkrahúsaumhverfis geti hraðað bata og aukið virkni sjúklinga“. Framkvæmdir þar valda ekki truflunum á næsta nágrenni líkt og væntanlegar framkvæmdir á lóð Landspítalans.Fossvogur betri kostur Ráðherra segir mikla hagræðingu felast í sameiningu starfsemi Landspítalans á einum stað, en gerir sér ekki grein fyrir eða vill ekki skoða kosti þess að sameina starfsemina í Fossvogi. Þar er hægt að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni með öllum þeim kostum, sem því fylgja. Rétt er að benda ráðherranum á, að kostnaður vex með lengri byggingartíma, sem kemur fram í vaxtakostnaði á byggingartímanum og rekstrarkostnaði löngu eftir að bygging hefur verið tekin í notkun. Í Fossvogi er hægt að byggja betra hús að minnsta kosti helmingi hraðar fyrir minni pening en við Hringbraut. Breyting í Fossvog er því bein fjármögnun nýs spítala. Margir læknar telja, að í háu húsi í Fossvogi sé betri vinnuaðstaða en í útflöttum byggingum við Hringbraut. Ég hvet þá til að koma með skoðanir sínar út úr skápnum líkt og Stefán. Það er í raun siðferðileg skylda þeirra að gera það telji þeir Fossvog betri kost fyrir háskólasjúkrahús. Meðalaldur lækna á sjúkrahúsum er hár og hækkar með hverju árinu sem líður. Það liggur því á að ná ungum læknum heim fljótt. Til þess að það geti orðið verður að bjóða vinnuaðstöðu sambærilega við þá, sem býðst í útlöndum. Það er gott sjúkrahús með bestu tækjum sem völ er á. Nú vill ráðherra fjármagna spítala við Hringbraut með sölu ríkiseigna. Eflaust vilja margir eignast mjólkurkúna Landsvirkjun, sem í dag selur raforku á undirverði. Er þörf á sölu ríkiseigna til fjármögnunar spítala á sama tíma og flugvöllurinn skal eyðilagður og nýr byggður fyrir tugi miljarða? Vonandi verða þeir heppnari með staðarval flugvallar en spítalans, sem fyrir utan miklu lengri byggingartíma við Hringbraut verður tugum milljarða dýrari en í Fossvogi. Í upphafi skyldi „hátæknisjúkrahús“ byggt fyrir símapeningana. Það var pólitískt loforð. Enginn þorði að gera athugasemd af ótta við að vera sagður á móti nýjum spítala og staðsetning við Hringbraut rann í gegn án mikillar skoðunar. Fyrri stjórn lagði skatt á þjóðarauðlindina til fjármögnunar spítalans. Ný stjórn óttaðist að minni útgerðir stæðu ekki undir skattinum og tók hann af. Gaf svo 100.000 tonna loðnukvóta, sem hefði mátt selja til fjármögnunar spítalans. Til að bíta höfuðið af skömminni var kvótinn gefinn best stæðu útgerðunum. Þeim hinum sömu er geta keypt kvóta af Færeyingum og greiða „eigendum“ sínum milljarða í arð.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar