Margra barna mæður - Fimm börn, þrjár háskólagráður og fyrirtæki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. apríl 2015 11:07 „Það tekur alltaf smá tíma eftir fæðingu hvers barns að finna taktinn en svo raðast þetta einhvern veginn upp,“ segir Rakel Halldórsdóttir sem er viðmælandi í lokaþættinum af Margra barna mæðrum, en þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Rakel er gift Arnari Bjarnasyni doktor í tónsmíðum og býr í Reykjavík ásamt honum og börnum þeirra fimm; Grétu, Halldóri Agli, Áslaugu Birnu, Maríu Önnu og Ellen Elísabetu. Hjónin reka tvær verslanir undir nafninu Frú Lauga og hófu nýverið tilraunaræktun í 300 fermetra gróðurhúsi í Laugardal. „Við opnuðum fyrri verslunina eftir hrun,“ segir Rakel en segja má að Frú Lauga sé nokkurs konar bændamarkaður í borginni. Rakel er með þrjár háskólagráður. BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, gráðu í safnfræðum frá Harvard og meistaragráðu frá sama háskóla með áherslu á sögu lista og arkitektúrs. „Ég var framkvæmdastjóri Safnaráðs í tíu ár, en þegar börnin voru orðin fimm gekk það ekki upp lengur. Mér líður mjög vel í mínu starfi í dag þótt það tengist menntun minni ekki beint.“ Hún segir þau hjónin ekki hafa stefnt að því leynt og ljóst að eignast mörg börn, en að henni hafi alltaf fundist hugmyndin heillandi. „Maður sá náttúrulega Sound of Music og fannst þetta heillandi,“ segir hún og hlær. „Svo er ég sjálf næstelst í fimm barna hópi.“Meðfylgjandi er brot úr þættinum sem hefst kl. 20.05 í kvöld. Margra barna mæður Tengdar fréttir Margra barna mæður: Gekk fjórum börnum í móðurstað og eignaðist sex sjálf Vigdís Jack átti einn son þegar hún gerðist ráðskona hjá séra Róbert Jack í Grímsey, en hann var þá nýorðinn ekkill og átti fjögur ung börn, það elsta sex ára. Saman eignuðust þau fimm börn til viðbótar. 1. apríl 2015 12:51 Margra barna mæður: Sjö börn á sautján árum "Ég var alveg hætt að eiga börn þegar ég var búin að eignast þrjú,“ segir Margrét Brynjólfsdóttir á Patreksfirði. 8. apríl 2015 09:35 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
„Það tekur alltaf smá tíma eftir fæðingu hvers barns að finna taktinn en svo raðast þetta einhvern veginn upp,“ segir Rakel Halldórsdóttir sem er viðmælandi í lokaþættinum af Margra barna mæðrum, en þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Rakel er gift Arnari Bjarnasyni doktor í tónsmíðum og býr í Reykjavík ásamt honum og börnum þeirra fimm; Grétu, Halldóri Agli, Áslaugu Birnu, Maríu Önnu og Ellen Elísabetu. Hjónin reka tvær verslanir undir nafninu Frú Lauga og hófu nýverið tilraunaræktun í 300 fermetra gróðurhúsi í Laugardal. „Við opnuðum fyrri verslunina eftir hrun,“ segir Rakel en segja má að Frú Lauga sé nokkurs konar bændamarkaður í borginni. Rakel er með þrjár háskólagráður. BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, gráðu í safnfræðum frá Harvard og meistaragráðu frá sama háskóla með áherslu á sögu lista og arkitektúrs. „Ég var framkvæmdastjóri Safnaráðs í tíu ár, en þegar börnin voru orðin fimm gekk það ekki upp lengur. Mér líður mjög vel í mínu starfi í dag þótt það tengist menntun minni ekki beint.“ Hún segir þau hjónin ekki hafa stefnt að því leynt og ljóst að eignast mörg börn, en að henni hafi alltaf fundist hugmyndin heillandi. „Maður sá náttúrulega Sound of Music og fannst þetta heillandi,“ segir hún og hlær. „Svo er ég sjálf næstelst í fimm barna hópi.“Meðfylgjandi er brot úr þættinum sem hefst kl. 20.05 í kvöld.
Margra barna mæður Tengdar fréttir Margra barna mæður: Gekk fjórum börnum í móðurstað og eignaðist sex sjálf Vigdís Jack átti einn son þegar hún gerðist ráðskona hjá séra Róbert Jack í Grímsey, en hann var þá nýorðinn ekkill og átti fjögur ung börn, það elsta sex ára. Saman eignuðust þau fimm börn til viðbótar. 1. apríl 2015 12:51 Margra barna mæður: Sjö börn á sautján árum "Ég var alveg hætt að eiga börn þegar ég var búin að eignast þrjú,“ segir Margrét Brynjólfsdóttir á Patreksfirði. 8. apríl 2015 09:35 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Margra barna mæður: Gekk fjórum börnum í móðurstað og eignaðist sex sjálf Vigdís Jack átti einn son þegar hún gerðist ráðskona hjá séra Róbert Jack í Grímsey, en hann var þá nýorðinn ekkill og átti fjögur ung börn, það elsta sex ára. Saman eignuðust þau fimm börn til viðbótar. 1. apríl 2015 12:51
Margra barna mæður: Sjö börn á sautján árum "Ég var alveg hætt að eiga börn þegar ég var búin að eignast þrjú,“ segir Margrét Brynjólfsdóttir á Patreksfirði. 8. apríl 2015 09:35