Handbolti

FH vill fækka um eina umferð í Olís-deildunum

vísir/vilhelm
Aðeins tvær tillögur liggja fyrir ársþingi HSÍ sem fer fram á miðvikudaginn í næstu viku.

FH leggur fram þingtöllögu um að fækka umferðum í meistaraflokki karla og kvenna úr þremur í tvær. FH telur að þrjár umferðir sé einfaldlega of mikið og leggur eftirfarandi til grundvallar.

a) Álag á leikmönnum er of mikið, margir leikmenn spila einnig í 2.flokki, sumir hverjir einnig í 3. flokki og  er leikjaálag manna allt of mikið.

b) Of mikið álag á sjálfboðaliðum, erfitt að fá fólk í svona marga leiki. Fólk gefur ekki tíma í svona mikið sjálfboðastarf og alltaf færri og færri sem koma og aðstoða.

Erfitt að halda standard í umgjörð með 2-3 sjálfboðaliða að gera allt.

c) Áhorfendum fækkar og fækkar, áhorfendur koma ekki á marga leiki í viku, allt of margir leikir fyrir almennann stuðningsmann að mæta á.

d) Fjölmiðlar ná ekki að sinna svona mörgum leikjum, margir leikir ekki einu sinni auglýstir og umfjöllun um marga leiki engin.

e) Kostnaður vegna dómarar/eftirlitsmenn mikill, sá kostnaður lækkar ef um tvær umferðir er að ræða.

f) Kostnaður vegna ferðalög er mikill, lækkar ef aðeins tvær umferðir.

g) Auðveldar liðum út á landi að spila um helgar þar sem ekki yrði spilað fimmtudagur-mánudagur.

h) Leikjafjöldi er sá sami og að spila 8 liða deild þar sem 8 liða úrslit eru spiluð í 10 liða deild.

i) Alltaf fastur leikdagur mjög áhorfendavænt,auðvelt auglýsa fimmtudag sem handboltadag - ALLTAF

HSÍ flytur síðan tillögu um að leyfa tímabundin félagaskipti á tímabilinu frá 1. júní til 1. febrúar ár hvert.

Þessi tillaga kemur í kjölfar formannafundar félaganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×