Handbolti

Allir leiktímar í undanúrslitum Olís-deild karla eru klárir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmaðurinn Kári Kristjánsson.
Valsmaðurinn Kári Kristjánsson. Vísir/Stefán
Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út leikjadagskránna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta en átta liða úrslitunum lauk í gær.

ÍR var síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en áður höfðu Valur, Haukar og Afturelding komist upp úr átta liða úrslitunum með því að vinna einvígi sín í átta liða úrslitunum 2-0.  

ÍR-liðið fær því bara fjögurra daga pásu milli einvíga en hin einvígin í átta liða úrslitunum kláruðust öll fyrir helgi. Lið Vals og Hauka fá bæði vikuhvíld.

Undanúrslitin hefjast á fimmtudagskvöldið en þá taka Valsmenn á móti Haukum í Vodafone-höllinni og ÍR-ingar heimsækja Aftureldingu í Mosfellsbæinn.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en það hefst í maí.

Svona verða leikirnir í undanúrslitum Olís-deild karla

Fim. 16.apr.2015     19.30     Vodafone höllin     Valur - Haukar         

Fim. 16.apr.2015     19.30     N1 höllin     Afturelding - ÍR         

Lau. 18.apr.2015     16.00     Schenkerhöllin     Haukar - Valur         

Lau. 18.apr.2015     16.00     Austurberg     ÍR - Afturelding         

Þri. 21.apr.2015     19.30     Vodafone höllin     Valur - Haukar         

Þri. 21.apr.2015     19.30     N1 höllin     Afturelding - ÍR         

Fim. 23.apr.2015     16.00     Schenkerhöllin     Haukar - Valur         

Fim. 23.apr.2015     16.00     Austurberg     ÍR - Afturelding         

Sun. 26.apr.2015     16.00     Vodafone höllin     Valur - Haukar         

Sun. 26.apr.2015     16.00     N1 höllin     Afturelding - ÍR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×