Innlent

Byrjað að grafa við flugbrautarendann

Kristján Már Unnarsson. skrifar
Skurðgrafa frá GT-verktökum mokar við Hlíðarenda í dag.
Skurðgrafa frá GT-verktökum mokar við Hlíðarenda í dag. Stöð 2/Sigurjón Ólason.
Reykjavíkurborg og Valsmenn hf. hófu í dag framkvæmdir við Hlíðarendabyggð, en forsenda þess að hún rísi er að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Byrjað er á því að setja upp öryggisgirðingu en gert ráð fyrir að lagning framkvæmdavegar hefjist svo um miðja viku. Í haust er svo stefnt að því að hefja byggingarframkvæmdir.

Í viðtali í síðustu viku sagði framkvæmdastjóri Valsmanna öll leyfi liggja fyrir og verkefnið hafi farið í gegnum lögformlegt skipulagsferli. Formaður stuðningssamtaka flugvallarins sagði hins vegar að með framkvæmdunum væri verið brjóta brýr sáttaferlis í flugvallarmálinu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á flokksþingi framsóknarmanna um helgina að grípa þyrfti til varna fyrir Reykjavíkurflugvöll og koma í veg fyrir að borgaryfirvöld beittu brögðum til að losna við hann.


Tengdar fréttir

Styður Sigmund í flugvallarmáli

Flugmaðurinn og Samfylkingarmaðurinn Ómar Ragnarsson tekur undir orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að grípa þurfi til varna fyrir Reykavíkurflugvöll

Ekki hægt að hliðra til Hlíðarendabyggð

Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir ekki unnt að hliðra til Hlíðarendabyggð til að koma í veg fyrir að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×