Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2015 13:14 Möguleg kæra samninganefndar ríkisins á verfallsboðun fimm félaga af átján innan Bandalags háskólamanna mun ekki draga úr þunga boðaðra aðgerða að sögn formanns BHM. Formaður samninganefndar ríkisins fullyrðir að BHM krefjist þess að lægstu laun háskólamanna hækki um tæp fimmtíu prósent. Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins sem alla jafna er með fámælustu mönnum og ákaflega spar á að tala við fjölmiðla, upplýsir flestum að óvörum í Morgunblaðinu í dag, að BHM krefjist 48 prósenta hækkunar lægstu launa og vilji semja til tveggja eða þriggja ára. Miðað við þriggja ár samnng væri þetta krafa um 9 prósenta hækkun á ári. „Mér finnst þetta reyndar dálítið undarleg yfirlýsing af hans hálfu. Vegna þess að við höfum ekki sett kröfur fram með þessum hætti. Hitt er auðvitað annað mál að við höfum margoft bent á að lægstu laun fyrir fólk sem hefur lokið háskólaprófi skuli vera undir 400 þúsundum. Það Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur miðað við þær launatölur sem eru að ganga í samfélaginu þessa dagana,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Eitt sé að tala um lægstu laun, annað að tala um laun í heild sinni. Þá horfi BHM félagar einnig til þess hversu lengi fólk sé að vinna fyrir laununum. „Og við leggjum bara verulega áherslu á að fólk geti lifað af þeim launum sem það fær fyrir 40 stunda vinnu,“ segir Páll. Þá hefur fjármálaráðuneytið fullyrt að verkfallsboðun Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélags lögfræðinga, Ljósmæðrafélags Íslands, Stéttarfélags háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringasviði og Félags íslenskra náttúrufræðinga sé ólögleg. Þetta eru fimm félög af þeim 18 félögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir og um 80 prósent að jafnaði samþykktu. Fjármálaráðuneytið mun líklega kæra verfallsboðun fimm áðurnefndra félaga BHM til Félagsdóms, jafnvel í dag. „Við erum að sjálfsögðu ekki sammála því. En málið er auðvitað þetta að lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna eru nú ekki óskaplega nákvæm í öllum atriðum. Þeir láta þarna reyna á atriði sem ég reyndar veit ekki hvað er. Vegna þess að þeir tilkynntu okkur um málaferlin áður en þeir sáu áður en þeir sáu hvernig atkvæðaseðillinn lítur út. Þannig að við bíðum bara spennt eftir að sjá nánar þeirra röksemdir,“ segir Páll. Það muni hins vegar ekki draga þunga aðgerða BHM félaga þótt Félagsdómur kæmist að þeirri niðurstöðu að endurtaka þyrfti atkvæðagreiðsluna í fimm félögum af átján. „Nei, það mun að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á það. Því þú sérð að þegar að þessi hópur er á bakvið þessa verkfallsboðun, þá er honum full alvara,“ segir Páll. Mikill meirihluti félaga í þessum verkalýðsfélögum hafi verið hlyntur verkfalli. „Hann var mjög greinilegur,“ segir Páll Halldórsson. Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Möguleg kæra samninganefndar ríkisins á verfallsboðun fimm félaga af átján innan Bandalags háskólamanna mun ekki draga úr þunga boðaðra aðgerða að sögn formanns BHM. Formaður samninganefndar ríkisins fullyrðir að BHM krefjist þess að lægstu laun háskólamanna hækki um tæp fimmtíu prósent. Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins sem alla jafna er með fámælustu mönnum og ákaflega spar á að tala við fjölmiðla, upplýsir flestum að óvörum í Morgunblaðinu í dag, að BHM krefjist 48 prósenta hækkunar lægstu launa og vilji semja til tveggja eða þriggja ára. Miðað við þriggja ár samnng væri þetta krafa um 9 prósenta hækkun á ári. „Mér finnst þetta reyndar dálítið undarleg yfirlýsing af hans hálfu. Vegna þess að við höfum ekki sett kröfur fram með þessum hætti. Hitt er auðvitað annað mál að við höfum margoft bent á að lægstu laun fyrir fólk sem hefur lokið háskólaprófi skuli vera undir 400 þúsundum. Það Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur miðað við þær launatölur sem eru að ganga í samfélaginu þessa dagana,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Eitt sé að tala um lægstu laun, annað að tala um laun í heild sinni. Þá horfi BHM félagar einnig til þess hversu lengi fólk sé að vinna fyrir laununum. „Og við leggjum bara verulega áherslu á að fólk geti lifað af þeim launum sem það fær fyrir 40 stunda vinnu,“ segir Páll. Þá hefur fjármálaráðuneytið fullyrt að verkfallsboðun Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélags lögfræðinga, Ljósmæðrafélags Íslands, Stéttarfélags háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringasviði og Félags íslenskra náttúrufræðinga sé ólögleg. Þetta eru fimm félög af þeim 18 félögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir og um 80 prósent að jafnaði samþykktu. Fjármálaráðuneytið mun líklega kæra verfallsboðun fimm áðurnefndra félaga BHM til Félagsdóms, jafnvel í dag. „Við erum að sjálfsögðu ekki sammála því. En málið er auðvitað þetta að lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna eru nú ekki óskaplega nákvæm í öllum atriðum. Þeir láta þarna reyna á atriði sem ég reyndar veit ekki hvað er. Vegna þess að þeir tilkynntu okkur um málaferlin áður en þeir sáu áður en þeir sáu hvernig atkvæðaseðillinn lítur út. Þannig að við bíðum bara spennt eftir að sjá nánar þeirra röksemdir,“ segir Páll. Það muni hins vegar ekki draga þunga aðgerða BHM félaga þótt Félagsdómur kæmist að þeirri niðurstöðu að endurtaka þyrfti atkvæðagreiðsluna í fimm félögum af átján. „Nei, það mun að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á það. Því þú sérð að þegar að þessi hópur er á bakvið þessa verkfallsboðun, þá er honum full alvara,“ segir Páll. Mikill meirihluti félaga í þessum verkalýðsfélögum hafi verið hlyntur verkfalli. „Hann var mjög greinilegur,“ segir Páll Halldórsson.
Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira