Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2015 13:14 Möguleg kæra samninganefndar ríkisins á verfallsboðun fimm félaga af átján innan Bandalags háskólamanna mun ekki draga úr þunga boðaðra aðgerða að sögn formanns BHM. Formaður samninganefndar ríkisins fullyrðir að BHM krefjist þess að lægstu laun háskólamanna hækki um tæp fimmtíu prósent. Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins sem alla jafna er með fámælustu mönnum og ákaflega spar á að tala við fjölmiðla, upplýsir flestum að óvörum í Morgunblaðinu í dag, að BHM krefjist 48 prósenta hækkunar lægstu launa og vilji semja til tveggja eða þriggja ára. Miðað við þriggja ár samnng væri þetta krafa um 9 prósenta hækkun á ári. „Mér finnst þetta reyndar dálítið undarleg yfirlýsing af hans hálfu. Vegna þess að við höfum ekki sett kröfur fram með þessum hætti. Hitt er auðvitað annað mál að við höfum margoft bent á að lægstu laun fyrir fólk sem hefur lokið háskólaprófi skuli vera undir 400 þúsundum. Það Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur miðað við þær launatölur sem eru að ganga í samfélaginu þessa dagana,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Eitt sé að tala um lægstu laun, annað að tala um laun í heild sinni. Þá horfi BHM félagar einnig til þess hversu lengi fólk sé að vinna fyrir laununum. „Og við leggjum bara verulega áherslu á að fólk geti lifað af þeim launum sem það fær fyrir 40 stunda vinnu,“ segir Páll. Þá hefur fjármálaráðuneytið fullyrt að verkfallsboðun Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélags lögfræðinga, Ljósmæðrafélags Íslands, Stéttarfélags háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringasviði og Félags íslenskra náttúrufræðinga sé ólögleg. Þetta eru fimm félög af þeim 18 félögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir og um 80 prósent að jafnaði samþykktu. Fjármálaráðuneytið mun líklega kæra verfallsboðun fimm áðurnefndra félaga BHM til Félagsdóms, jafnvel í dag. „Við erum að sjálfsögðu ekki sammála því. En málið er auðvitað þetta að lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna eru nú ekki óskaplega nákvæm í öllum atriðum. Þeir láta þarna reyna á atriði sem ég reyndar veit ekki hvað er. Vegna þess að þeir tilkynntu okkur um málaferlin áður en þeir sáu áður en þeir sáu hvernig atkvæðaseðillinn lítur út. Þannig að við bíðum bara spennt eftir að sjá nánar þeirra röksemdir,“ segir Páll. Það muni hins vegar ekki draga þunga aðgerða BHM félaga þótt Félagsdómur kæmist að þeirri niðurstöðu að endurtaka þyrfti atkvæðagreiðsluna í fimm félögum af átján. „Nei, það mun að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á það. Því þú sérð að þegar að þessi hópur er á bakvið þessa verkfallsboðun, þá er honum full alvara,“ segir Páll. Mikill meirihluti félaga í þessum verkalýðsfélögum hafi verið hlyntur verkfalli. „Hann var mjög greinilegur,“ segir Páll Halldórsson. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Möguleg kæra samninganefndar ríkisins á verfallsboðun fimm félaga af átján innan Bandalags háskólamanna mun ekki draga úr þunga boðaðra aðgerða að sögn formanns BHM. Formaður samninganefndar ríkisins fullyrðir að BHM krefjist þess að lægstu laun háskólamanna hækki um tæp fimmtíu prósent. Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins sem alla jafna er með fámælustu mönnum og ákaflega spar á að tala við fjölmiðla, upplýsir flestum að óvörum í Morgunblaðinu í dag, að BHM krefjist 48 prósenta hækkunar lægstu launa og vilji semja til tveggja eða þriggja ára. Miðað við þriggja ár samnng væri þetta krafa um 9 prósenta hækkun á ári. „Mér finnst þetta reyndar dálítið undarleg yfirlýsing af hans hálfu. Vegna þess að við höfum ekki sett kröfur fram með þessum hætti. Hitt er auðvitað annað mál að við höfum margoft bent á að lægstu laun fyrir fólk sem hefur lokið háskólaprófi skuli vera undir 400 þúsundum. Það Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur miðað við þær launatölur sem eru að ganga í samfélaginu þessa dagana,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Eitt sé að tala um lægstu laun, annað að tala um laun í heild sinni. Þá horfi BHM félagar einnig til þess hversu lengi fólk sé að vinna fyrir laununum. „Og við leggjum bara verulega áherslu á að fólk geti lifað af þeim launum sem það fær fyrir 40 stunda vinnu,“ segir Páll. Þá hefur fjármálaráðuneytið fullyrt að verkfallsboðun Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélags lögfræðinga, Ljósmæðrafélags Íslands, Stéttarfélags háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringasviði og Félags íslenskra náttúrufræðinga sé ólögleg. Þetta eru fimm félög af þeim 18 félögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir og um 80 prósent að jafnaði samþykktu. Fjármálaráðuneytið mun líklega kæra verfallsboðun fimm áðurnefndra félaga BHM til Félagsdóms, jafnvel í dag. „Við erum að sjálfsögðu ekki sammála því. En málið er auðvitað þetta að lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna eru nú ekki óskaplega nákvæm í öllum atriðum. Þeir láta þarna reyna á atriði sem ég reyndar veit ekki hvað er. Vegna þess að þeir tilkynntu okkur um málaferlin áður en þeir sáu áður en þeir sáu hvernig atkvæðaseðillinn lítur út. Þannig að við bíðum bara spennt eftir að sjá nánar þeirra röksemdir,“ segir Páll. Það muni hins vegar ekki draga þunga aðgerða BHM félaga þótt Félagsdómur kæmist að þeirri niðurstöðu að endurtaka þyrfti atkvæðagreiðsluna í fimm félögum af átján. „Nei, það mun að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á það. Því þú sérð að þegar að þessi hópur er á bakvið þessa verkfallsboðun, þá er honum full alvara,“ segir Páll. Mikill meirihluti félaga í þessum verkalýðsfélögum hafi verið hlyntur verkfalli. „Hann var mjög greinilegur,“ segir Páll Halldórsson.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira