Veruleg röskun á meðferðum krabbameinssjúkra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2015 18:49 Veruleg röskun hefur orðið á meðferðum krabbameinssjúkra undanfarna viku vegna verkfalls geislafræðinga. Fresta hefur þurft fjölda geislameðferða þar sem aðeins er hægt að geisla um helming af því sem venja er. Um vika er síðan að lífeindafræðingar, náttúrufræðingar, geislafræðingar og ljósmæður lögðu niður störf á Landspítalanum, alls um fimm hundruð manns. Verkfallið hefur haft töluverð áhrif á starfsemi spítalans, sérstaklega verkfall geislafræðinga. Verkföllin eru liður í kjarabaráttu Bandalags háskólamanna. Að jafnaði eru sex geislafræðingar við störf á spítalanum sem framkvæma geislameðferðir á hverjum degi. Þeir eru aðeins tveir á meðan verkfallinu stendur sem sinna brýnustu tilfellunum. „Það er sem sagt ýmiss konar meðferð sem er þá látin bíða en það eru líklega svona fimmtíu prósent afköst miðað við áður,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. Þannig hefur verkfallið töluverð áhrif á geislameðferðir krabbameinssjúkra og eru áhrifin umtalsvert meiri nú en í læknaverkfallinu. Sem skýrist af því að verkfallið er samfellt og ekkert hlé gert. „Það tefur þeirra meðferð en eins og ég segi, það verður bara að vega og meta dag frá degi hversu lengi er hægt að bíða í hverju einasta tilviki,“ segir Gunnar Bjarni. Samningafundur BHM og ríkisins í Karphúsinu í dag reyndist árangurslaus. Næsti samningafundur verður ekki fyrr en á fimmtudaginn og á meðan ekki semst heldur verkfallið áfram. Gunnar Bjarni segir verkfallsaðgerðirnar valda kvíða hjá sjúklingum. „Þetta er mjög erfitt fyrir sjúklingana að þurfa að bíða. Óvissan er mjög erfið en ég undirstrika það að ef það er læknisfræðilega ekki forsvaranlegt fyrir sjúklingana að þeir bíði, þá eru þeir ekki látnir bíða,“ segir Gunnar Bjarni. Þá segir hann verkfall lífeindafræðinga, sem eru í verkfalli fyrir hádegi alla daga, einnig hafa töluverð áhrif á krabbameinssjúklinga. Til að mynda séu blóðprufur mikið notaðar til að meta hvort sjúklingar geti farið í lyfjameðferð. „Við erum nýbúin að klára erfiðar verkfallsaðgerðir lækna og nú byrjar þetta aftur. Þannig að við höfum miklar áhyggjur af þessum óstöðugleika sem ríkir í starfseminni. En við reynum að láta þetta ekki koma niður á öryggi sjúklinga og það er fullur skilningur á því hjá öllum aðilum að skaða ekki sjúklinginn,“ segir Gunnar Bjarni. Tengdar fréttir BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56 Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19 Fresta þarf aðgerðum á Landspítalanum vegna verkfalla í næstu viku Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir alla röskun á starfsemi spítalans alvarlega og mögulega öryggisógn. 1. apríl 2015 16:01 Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12 Lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála á Landspítalanum "Það ástand getur klárlega skapað ógn við öryggi sjúklinga“ 13. apríl 2015 18:36 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Veruleg röskun hefur orðið á meðferðum krabbameinssjúkra undanfarna viku vegna verkfalls geislafræðinga. Fresta hefur þurft fjölda geislameðferða þar sem aðeins er hægt að geisla um helming af því sem venja er. Um vika er síðan að lífeindafræðingar, náttúrufræðingar, geislafræðingar og ljósmæður lögðu niður störf á Landspítalanum, alls um fimm hundruð manns. Verkfallið hefur haft töluverð áhrif á starfsemi spítalans, sérstaklega verkfall geislafræðinga. Verkföllin eru liður í kjarabaráttu Bandalags háskólamanna. Að jafnaði eru sex geislafræðingar við störf á spítalanum sem framkvæma geislameðferðir á hverjum degi. Þeir eru aðeins tveir á meðan verkfallinu stendur sem sinna brýnustu tilfellunum. „Það er sem sagt ýmiss konar meðferð sem er þá látin bíða en það eru líklega svona fimmtíu prósent afköst miðað við áður,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. Þannig hefur verkfallið töluverð áhrif á geislameðferðir krabbameinssjúkra og eru áhrifin umtalsvert meiri nú en í læknaverkfallinu. Sem skýrist af því að verkfallið er samfellt og ekkert hlé gert. „Það tefur þeirra meðferð en eins og ég segi, það verður bara að vega og meta dag frá degi hversu lengi er hægt að bíða í hverju einasta tilviki,“ segir Gunnar Bjarni. Samningafundur BHM og ríkisins í Karphúsinu í dag reyndist árangurslaus. Næsti samningafundur verður ekki fyrr en á fimmtudaginn og á meðan ekki semst heldur verkfallið áfram. Gunnar Bjarni segir verkfallsaðgerðirnar valda kvíða hjá sjúklingum. „Þetta er mjög erfitt fyrir sjúklingana að þurfa að bíða. Óvissan er mjög erfið en ég undirstrika það að ef það er læknisfræðilega ekki forsvaranlegt fyrir sjúklingana að þeir bíði, þá eru þeir ekki látnir bíða,“ segir Gunnar Bjarni. Þá segir hann verkfall lífeindafræðinga, sem eru í verkfalli fyrir hádegi alla daga, einnig hafa töluverð áhrif á krabbameinssjúklinga. Til að mynda séu blóðprufur mikið notaðar til að meta hvort sjúklingar geti farið í lyfjameðferð. „Við erum nýbúin að klára erfiðar verkfallsaðgerðir lækna og nú byrjar þetta aftur. Þannig að við höfum miklar áhyggjur af þessum óstöðugleika sem ríkir í starfseminni. En við reynum að láta þetta ekki koma niður á öryggi sjúklinga og það er fullur skilningur á því hjá öllum aðilum að skaða ekki sjúklinginn,“ segir Gunnar Bjarni.
Tengdar fréttir BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56 Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19 Fresta þarf aðgerðum á Landspítalanum vegna verkfalla í næstu viku Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir alla röskun á starfsemi spítalans alvarlega og mögulega öryggisógn. 1. apríl 2015 16:01 Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12 Lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála á Landspítalanum "Það ástand getur klárlega skapað ógn við öryggi sjúklinga“ 13. apríl 2015 18:36 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29
Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23
Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56
Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19
Fresta þarf aðgerðum á Landspítalanum vegna verkfalla í næstu viku Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir alla röskun á starfsemi spítalans alvarlega og mögulega öryggisógn. 1. apríl 2015 16:01
Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12
Lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála á Landspítalanum "Það ástand getur klárlega skapað ógn við öryggi sjúklinga“ 13. apríl 2015 18:36
Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28