Lífrænn lífsstíll breiðist hratt út Rikka skrifar 27. mars 2015 11:15 Sóley Elíasdóttir eigandi Sóley Organics snyrtivaranna Vísir/Ernir Sóley Elíasdóttir venti kvæði sínu í kross fyrir rétt um átta árum, þegar hún sagði skilið við leiklistina og sneri sér að því að framleiða lífrænar húðsnyrtivörur undir eigin nafni. Fyrirtækið sem byrjaði í eldhúsinu á hlýlegu heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði er nú orðið að alvöru fyrirtæki sem framleiðir hátt í þrjátíu vöruliði sem seldir eru út um allan heim. „Ég byrjaði nú bara heima hjá mér að sjóða saman jurtir í einum potti og svo stækkaði alltaf potturinn eftir því sem eftirspurnin varð meiri, þá urðu pottarnir fleiri þar til að heimilið var orðið undirlagt og þá var kominn tími til að gera þetta í alvöru,“ segir Sóley.Kosmósið er að vinna í því Sóley hreifst ung af því að koma fram á sviði og hélt til náms í leiklist til Bretlands aðeins átján ára gömul. „Mig langaði upphaflega að vera ballerína en ég var ekkert ofboðslega góð í ballett en á þeim tíma stefndi ég ekkert endilega á leiklistina. Svo fór ég í Kramhúsið og lenti þá inni í svona leiklistarhringiðu, hætti í menntaskóla og fór út í nám.“ Sóley fékk mörg frábær og eftirminnileg hlutverk bæði í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu sem og í Sódómu Reykjavík, en svo kom að tímamótum sem kölluðu á breytingar. „Eftir að hafa unnið í fimmtán ár sem leikkona þá kom að þeim tímapunkti að ég fór að hugsa til framtíðar. Ég sá það ekki fyrir mér að eldast í starfinu, mig langaði ekki að vera gömul leikkona. Þessi bransi er mjög skemmtilegur en þú ert alltaf að berjast um hlutverk og að auki ertu að vinna á ókristilegum tímum, öll kvöld og helgar. Það er erfiður vinnutími, sérstaklega þegar þú átt fullt hús af börnum sem þarf að sinna.“Börnin bregða á leikVísir/EinkasafnSóley og Hilmar Jónsson, eiginmaður hennar, eiga saman fjögur börn á aldrinum tíu til tuttugu og fjögurra. „Já, ég á fjögur börn og það með sama manninum,“ segir Sóley og hlær enda fyrrnefnt fjölskyldumynstur orðið sjaldgæfara en hið samsetta. Á sínum tíma unnu þau Sóley og Hilmar bæði í leikhúsunum og því oft á tíðum erfitt að halda utan um fjölskyldulífið eins og gefur að skilja. „Við erum svo heppin að eiga hana móður mína að sem er okkur fjölskyldunni algjör klettur. Pabbi hefur líka verið okkur innan handar og þannig hefur þetta á einhvern hátt gengið upp. Hilmar hætti svo að mestu að leika fyrir tæpum tuttugu árum og sneri sér næstum alfarið að leikstjórn og rekstri Hafnarfjarðarleikhússins. Þannig höfum við bara náð að púsla þessu öllu saman.“ Það er sagt að leiklist sé ástríða og ástríðu er ekki hægt að afmá á einu augnabliki, Sóley hefur því ekki alveg sagt skilið við leiklistina og örlar á því að það leynist lítill draumur um hlutverk á sviði hjá okkar konu. „Já, ég finn hjá mér þörf fyrir að taka að mér svo sem eitt lítið hlutverk, bara svona til gamans. Ég setti mér það meira að segja sem áramótaheit og kosmósið er að vinna í því,“ segir hún dularfull og kímin á svip.Sóley að kynna Sóley Organic vörurnar í RússlandiVísir/EinkasafnFjársjóður forfeðranna Húðsnyrtivörurnar sem Sóley framleiðir eru unnar út frá aldagömlum íslenskum uppskriftum að smyrslum sem varðveist höfðu í fórum fjölskyldunnar. „Ég get talið upp fjöldann allan af forferðum mínum sem notuðu íslenskar jurtir í ýmiss konar smyrsl og krem með góðum árangri. Uppskriftirnar gengu á milli ættliða þar til einn forfaðir minn tók sig til og skrifaði kver sem hefur svo varðveist í fjölskyldunni. Samsetningar í kremunum mínum og smyrslum eru byggðar á jurtavirkninni í þessum uppskriftum sem og nýjum sem ég hef þróað með mér.“ Sóley segir að í rauninni, þegar öllu sé á botninn hvolft, sé matreiðsla og það að búa til krem og smyrsli alls ekkert ólíkt. „Ég hef mikla tilfinningu fyrir matargerð og í rauninni er þessi framleiðsla ekkert ólík því að búa til eitthvað út frá hollustu og heilbrigði. Mér finnst ég ótrúlega lánsöm að fá að vera í þessu verkefni og fæ tækifæri til að blómstra á kreatívan hátt. Ég er kannski ekki besta rekstrarmanneskjan en hef unun af því að hanna og búa til.“ Sóley stendur sjálf í ströngu ásamt góðu fólki að tína jurtir af lífrænt vottuðu landi sem hún hefur aðgang að, en einnig kaupir hún jurtir af bændum sem rækta undir lífrænni vottun. „Ég vinn svo svokölluð extrökt upp úr jurtunum sem svo eru notuð sem virku efnin í kremgrunnana. Ég nota einungis efni sem eru lífrænt vottuð og náttúruleg,“ segir Sóley og bætir við að það endurspegli ímynd fyrirtækisins sem sé að vera umhverfisvænt og fara vel með jörðina og manneskjuna. Sóley hefur sterkar skoðanir á því sem við látum ofan í okkur og á. „Þú ert það sem þú borðar og því hlýtur það að skipta máli hvaðan matvara kemur og hvernig hún er meðhöndluð. Það sama á við um húðvörur því að húðin er stærsta líffæri líkamans og það sem við setjum á hana fer inn í blóðrásina og þar af leiðandi um allan líkamann.“ Nýlega setti Sóley á markað nýja andlitslínu sem dregur úr öldrunareinkennum. „Í þessum vörum notum við aðrar olíur og sjávarþang sem þekkt er fyrir að halda raka betur í húðinni, ekki ósvipað og hyaluronic-sýra sem er að tröllríða öllum snyrtivörumarkaðnum þessa dagana.“ Fram undan er svo frekari þróun sem Sóley liggur yfir og aukin útrás á erlendum markaði en vörurnar er nú þegar að finna víða í Noregi sem og annars staðar í heiminum. „Eftirsóknin eftir lífrænum matvörum og snyrtivörum hefur aukist gríðarlega mikið. Samkvæmt nýjustu spám þá virðist það líta þannig út að vítamínmarkaðurinn komi til með að minnka og lífræn matvara og snyrtivara haldi áfram að stækka, enda er það sem þú setur í þig og á grunnurinn að heilbrigðu líferni.“Hugsum til framtíðar Okkar kona reynir sem hún getur að lifa þeim lífsstíl sem endurspeglar vörurnar og þessa dagana er hún í kundalini-jógakennaranámi. „Ég nota jóga mikið og er kannski aðallega að læra kennarann fyrir mig sjálfa en hver veit hvert það leiðir. Ég reyni líka að stunda útivist eins mikið og ég get en ég næ að endurnýja orkuna mína í gegnum náttúruna,“ segir Sóley og bætir svo hlæjandi við að hún sé sem betur fer ekki heilög og að það komi nú reglulega fyrir að hún detti ofan í nammiskálina og fái sér rauðvínsdreitil við góð tækifæri. „Maður þarf ekkert að vera leiðinlegur þó að maður hugi að heilsunni og umhverfinu. Ég er ekki grænmetisæta og gæti aldrei hætt að borða kjöt.“ Þegar ég spyr Sóleyju að því hvað á henni brennur, þá kemur náttúruvernd fyrst upp í hugann. „Ég skil stundum ekki hvað stjórnvöld eru að hugsa þegar kemur að náttúruvernd og orkuvirkjun á landinu. Erum við í raun og veru ekki að fórna meiru fyrir minna í þessu tilfelli? Það lítur oft þannig út að þeir sem stjórna séu bara að hugsa um kjörtímabilið sem þeir sitja en ættu frekar að vera að hugsa til næstu sjö kynslóða.“ Sóleyju verður skiljanlega heitt í hamsi þegar við förum út í þessa sálma og sýnilegt hvað henni þykir annt um móður jörð. „Mér finnst að við ættum að lífrænt votta landið okkar, það væri í rauninni auðvelt að mínu mati. Einnig finnst mér að við ættum að auka í kjölfarið matvælaframleiðslu og betri nýtingu á því sem við eigum. Við erum að selja okkur allt of ódýrt, þessi góða orka sem við framleiðum er á tombóluverði,“ segir Sóley að lokum. Það liggur í augum uppi við nánari kynni við okkar konu að þarna fer mikill kvenskörungur sem kallar ekki allt ömmu sína og hefur sterka sýn á framtíðina. Lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Sóley Elíasdóttir venti kvæði sínu í kross fyrir rétt um átta árum, þegar hún sagði skilið við leiklistina og sneri sér að því að framleiða lífrænar húðsnyrtivörur undir eigin nafni. Fyrirtækið sem byrjaði í eldhúsinu á hlýlegu heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði er nú orðið að alvöru fyrirtæki sem framleiðir hátt í þrjátíu vöruliði sem seldir eru út um allan heim. „Ég byrjaði nú bara heima hjá mér að sjóða saman jurtir í einum potti og svo stækkaði alltaf potturinn eftir því sem eftirspurnin varð meiri, þá urðu pottarnir fleiri þar til að heimilið var orðið undirlagt og þá var kominn tími til að gera þetta í alvöru,“ segir Sóley.Kosmósið er að vinna í því Sóley hreifst ung af því að koma fram á sviði og hélt til náms í leiklist til Bretlands aðeins átján ára gömul. „Mig langaði upphaflega að vera ballerína en ég var ekkert ofboðslega góð í ballett en á þeim tíma stefndi ég ekkert endilega á leiklistina. Svo fór ég í Kramhúsið og lenti þá inni í svona leiklistarhringiðu, hætti í menntaskóla og fór út í nám.“ Sóley fékk mörg frábær og eftirminnileg hlutverk bæði í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu sem og í Sódómu Reykjavík, en svo kom að tímamótum sem kölluðu á breytingar. „Eftir að hafa unnið í fimmtán ár sem leikkona þá kom að þeim tímapunkti að ég fór að hugsa til framtíðar. Ég sá það ekki fyrir mér að eldast í starfinu, mig langaði ekki að vera gömul leikkona. Þessi bransi er mjög skemmtilegur en þú ert alltaf að berjast um hlutverk og að auki ertu að vinna á ókristilegum tímum, öll kvöld og helgar. Það er erfiður vinnutími, sérstaklega þegar þú átt fullt hús af börnum sem þarf að sinna.“Börnin bregða á leikVísir/EinkasafnSóley og Hilmar Jónsson, eiginmaður hennar, eiga saman fjögur börn á aldrinum tíu til tuttugu og fjögurra. „Já, ég á fjögur börn og það með sama manninum,“ segir Sóley og hlær enda fyrrnefnt fjölskyldumynstur orðið sjaldgæfara en hið samsetta. Á sínum tíma unnu þau Sóley og Hilmar bæði í leikhúsunum og því oft á tíðum erfitt að halda utan um fjölskyldulífið eins og gefur að skilja. „Við erum svo heppin að eiga hana móður mína að sem er okkur fjölskyldunni algjör klettur. Pabbi hefur líka verið okkur innan handar og þannig hefur þetta á einhvern hátt gengið upp. Hilmar hætti svo að mestu að leika fyrir tæpum tuttugu árum og sneri sér næstum alfarið að leikstjórn og rekstri Hafnarfjarðarleikhússins. Þannig höfum við bara náð að púsla þessu öllu saman.“ Það er sagt að leiklist sé ástríða og ástríðu er ekki hægt að afmá á einu augnabliki, Sóley hefur því ekki alveg sagt skilið við leiklistina og örlar á því að það leynist lítill draumur um hlutverk á sviði hjá okkar konu. „Já, ég finn hjá mér þörf fyrir að taka að mér svo sem eitt lítið hlutverk, bara svona til gamans. Ég setti mér það meira að segja sem áramótaheit og kosmósið er að vinna í því,“ segir hún dularfull og kímin á svip.Sóley að kynna Sóley Organic vörurnar í RússlandiVísir/EinkasafnFjársjóður forfeðranna Húðsnyrtivörurnar sem Sóley framleiðir eru unnar út frá aldagömlum íslenskum uppskriftum að smyrslum sem varðveist höfðu í fórum fjölskyldunnar. „Ég get talið upp fjöldann allan af forferðum mínum sem notuðu íslenskar jurtir í ýmiss konar smyrsl og krem með góðum árangri. Uppskriftirnar gengu á milli ættliða þar til einn forfaðir minn tók sig til og skrifaði kver sem hefur svo varðveist í fjölskyldunni. Samsetningar í kremunum mínum og smyrslum eru byggðar á jurtavirkninni í þessum uppskriftum sem og nýjum sem ég hef þróað með mér.“ Sóley segir að í rauninni, þegar öllu sé á botninn hvolft, sé matreiðsla og það að búa til krem og smyrsli alls ekkert ólíkt. „Ég hef mikla tilfinningu fyrir matargerð og í rauninni er þessi framleiðsla ekkert ólík því að búa til eitthvað út frá hollustu og heilbrigði. Mér finnst ég ótrúlega lánsöm að fá að vera í þessu verkefni og fæ tækifæri til að blómstra á kreatívan hátt. Ég er kannski ekki besta rekstrarmanneskjan en hef unun af því að hanna og búa til.“ Sóley stendur sjálf í ströngu ásamt góðu fólki að tína jurtir af lífrænt vottuðu landi sem hún hefur aðgang að, en einnig kaupir hún jurtir af bændum sem rækta undir lífrænni vottun. „Ég vinn svo svokölluð extrökt upp úr jurtunum sem svo eru notuð sem virku efnin í kremgrunnana. Ég nota einungis efni sem eru lífrænt vottuð og náttúruleg,“ segir Sóley og bætir við að það endurspegli ímynd fyrirtækisins sem sé að vera umhverfisvænt og fara vel með jörðina og manneskjuna. Sóley hefur sterkar skoðanir á því sem við látum ofan í okkur og á. „Þú ert það sem þú borðar og því hlýtur það að skipta máli hvaðan matvara kemur og hvernig hún er meðhöndluð. Það sama á við um húðvörur því að húðin er stærsta líffæri líkamans og það sem við setjum á hana fer inn í blóðrásina og þar af leiðandi um allan líkamann.“ Nýlega setti Sóley á markað nýja andlitslínu sem dregur úr öldrunareinkennum. „Í þessum vörum notum við aðrar olíur og sjávarþang sem þekkt er fyrir að halda raka betur í húðinni, ekki ósvipað og hyaluronic-sýra sem er að tröllríða öllum snyrtivörumarkaðnum þessa dagana.“ Fram undan er svo frekari þróun sem Sóley liggur yfir og aukin útrás á erlendum markaði en vörurnar er nú þegar að finna víða í Noregi sem og annars staðar í heiminum. „Eftirsóknin eftir lífrænum matvörum og snyrtivörum hefur aukist gríðarlega mikið. Samkvæmt nýjustu spám þá virðist það líta þannig út að vítamínmarkaðurinn komi til með að minnka og lífræn matvara og snyrtivara haldi áfram að stækka, enda er það sem þú setur í þig og á grunnurinn að heilbrigðu líferni.“Hugsum til framtíðar Okkar kona reynir sem hún getur að lifa þeim lífsstíl sem endurspeglar vörurnar og þessa dagana er hún í kundalini-jógakennaranámi. „Ég nota jóga mikið og er kannski aðallega að læra kennarann fyrir mig sjálfa en hver veit hvert það leiðir. Ég reyni líka að stunda útivist eins mikið og ég get en ég næ að endurnýja orkuna mína í gegnum náttúruna,“ segir Sóley og bætir svo hlæjandi við að hún sé sem betur fer ekki heilög og að það komi nú reglulega fyrir að hún detti ofan í nammiskálina og fái sér rauðvínsdreitil við góð tækifæri. „Maður þarf ekkert að vera leiðinlegur þó að maður hugi að heilsunni og umhverfinu. Ég er ekki grænmetisæta og gæti aldrei hætt að borða kjöt.“ Þegar ég spyr Sóleyju að því hvað á henni brennur, þá kemur náttúruvernd fyrst upp í hugann. „Ég skil stundum ekki hvað stjórnvöld eru að hugsa þegar kemur að náttúruvernd og orkuvirkjun á landinu. Erum við í raun og veru ekki að fórna meiru fyrir minna í þessu tilfelli? Það lítur oft þannig út að þeir sem stjórna séu bara að hugsa um kjörtímabilið sem þeir sitja en ættu frekar að vera að hugsa til næstu sjö kynslóða.“ Sóleyju verður skiljanlega heitt í hamsi þegar við förum út í þessa sálma og sýnilegt hvað henni þykir annt um móður jörð. „Mér finnst að við ættum að lífrænt votta landið okkar, það væri í rauninni auðvelt að mínu mati. Einnig finnst mér að við ættum að auka í kjölfarið matvælaframleiðslu og betri nýtingu á því sem við eigum. Við erum að selja okkur allt of ódýrt, þessi góða orka sem við framleiðum er á tombóluverði,“ segir Sóley að lokum. Það liggur í augum uppi við nánari kynni við okkar konu að þarna fer mikill kvenskörungur sem kallar ekki allt ömmu sína og hefur sterka sýn á framtíðina.
Lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira