Mislukkuð hugbúnaðarverkefni kostuðu ríkið milljónir Bjarki Ármannsson skrifar 13. apríl 2015 21:48 Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum áratug samið við fyrirtækið Forsvar ehf. á Hvammstanga um gerð fjögurra hugbúnaðarverkefna en ekkert þeirra er í notkun í dag. Vísir/AFP Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum áratug samið við fyrirtækið Forsvar ehf. á Hvammstanga um gerð fjögurra hugbúnaðarverkefna en ekkert þeirra er í notkun í dag. Verkefnin voru ekki boðin út og þrjú þeirra hafa ítrekað sætt gagnrýni af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna þess hvernig staðið var að þeim. Kostnaður ríkisins við verkefnin nam hátt í tvö hundruð milljónir króna á núvirði. Frá þessu var greint í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar kom einnig fram að einn fulltrúa þáverandi félagsmálaráðherra í stýrihóp sem hafði umsjón með einu verkefnanna gegndi á sama tíma starfi stjórnarformanns Forsvars. Einnig var hann eigandi fyrirtækis sem síðar rak hugbúnaðinn. „Flestir myndu kalla þetta einhvers konar spillingu, óvönduð stjórnsýsla er kannski smekklegra orðalag,“ sagði Eiríkur Karl Ólafsson Smith, verkefnastjóri í fötlunarfræði við Háskóla Íslands, í Kastljósi.Ókláruð vinna fór langt fram úr kostnaðaráætlunÞað voru sjávarútvegs- og félagsmálaráðuneytið sem stóðu að gerð samninganna við Forsvar. Um var að ræða fjögur verkefni á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðargerð. Aðeins eitt þeirra, upplýsingakerfi um þjónustu við fatlaða, komst í notkun og það aðeins tímabundið. Fyrsti samningurinn sem gerður var við fyrirtækið, árið 2003, sneri að hugbúnaði til að halda utan um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Verkefnið var lagt á hilluna óklárað þegar Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað að kaupa annað hugbúnað, en þá var kostnaður við verkefnið þegar kominn langt fram úr áætlun.Páll Pétursson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis.Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra og þingmaður kjördæmisins, skrifaði undir samninginn við Forsvar og lýsti við tilefnið yfir ánægju yfir því að aðili á landsbyggðinni hefði fengið verkefnið. Ríkisendurskoðun gerði síðar athugasemdir við samninginn, meðal annars vegna þess að verkið var ekki boðið út, vinnan aldrei kláruð og engin ákvæði um vanefndir eða tafabætur voru í samningnum.Gerði samning við sjálfan sigGarðar Jónsson, þáverandi skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins, var viðstaddur undirritun samningsins árið 2003. Hann var síðar skipaður í stýrihóp um uppbyggingu upplýsingakerfis um félagsþjónustu fatlaðra, sem síðar fékk heitið Gróska, og hélt sæti sínu í hópnum eftir að hann sagði upp störfum hjá ráðuneytinu árið 2004. Stuttu síðar stofnaði hann félagið Glax group ásamt Elínu Líndal, skrifstofustjóra Forsvars og fyrrverandi aðstoðarþingmanni Páls Péturssonar. Svo fór að ráðuneytið samdi við Forsvar um þarfagreiningu vegna Grósku og úthlutaði fyrirtækinu síðan verkefnið, án útboðs.Garðar Jónsson sat beggja vegna borðsins í samningaviðræðum ríkisins við Forsvar.Vísir/Hörður SveinssonEftir að Forsvar fékk þennan samning, settist Garðar í stól stjórnarformanns fyrirtækisins. Hann hélt þó enn sæti sínu í stýrihópnum, meira að segja þegar félagsmálaráðuneytið skrifaði undir annan samning við Forsvar. Formaður stýrihópsins skrifaði undir samninginn fyrir hönd ráðuneytisins.Aldrei það stjórntæki sem ætlast var til Ríkisendurskoðun gerði ítrekaðar athugasemdir við það að kostnaður við Grósku fór langt fram úr áætlun án þess að kerfið yrði nokkurn tímann það stjórntæki sem ætlast var til, meðal annars vegna tæknilegra galla. Þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríkinu til sveitarfélaga var hætt að notast við kerfið, að því er virðist í öllum sveitarfélögum nema í Hornafirði og Húnaþingi vestra, en kostnaður við það hafði þá þegar numið um áttatíu milljónum króna á núvirði. „Það er farið fram hjá lögum um opinber innkaup, virðist vera,“ sagði Gestur Páll Reynisson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, í Kastljósi um vinnubrögð ríkisins í samningagerð við Forsvar. „Í tilviki eins meðlims stýrihópsins er um skýrt vanhæfi að ræða.“Uppfært klukkan 10:33Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að kostnaður við Grósku hefði numið 80 milljörðum króna þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríki til sveitarfélaga. Hið rétta er að kostnaðurinn nam 80 milljónum króna. Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum áratug samið við fyrirtækið Forsvar ehf. á Hvammstanga um gerð fjögurra hugbúnaðarverkefna en ekkert þeirra er í notkun í dag. Verkefnin voru ekki boðin út og þrjú þeirra hafa ítrekað sætt gagnrýni af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna þess hvernig staðið var að þeim. Kostnaður ríkisins við verkefnin nam hátt í tvö hundruð milljónir króna á núvirði. Frá þessu var greint í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar kom einnig fram að einn fulltrúa þáverandi félagsmálaráðherra í stýrihóp sem hafði umsjón með einu verkefnanna gegndi á sama tíma starfi stjórnarformanns Forsvars. Einnig var hann eigandi fyrirtækis sem síðar rak hugbúnaðinn. „Flestir myndu kalla þetta einhvers konar spillingu, óvönduð stjórnsýsla er kannski smekklegra orðalag,“ sagði Eiríkur Karl Ólafsson Smith, verkefnastjóri í fötlunarfræði við Háskóla Íslands, í Kastljósi.Ókláruð vinna fór langt fram úr kostnaðaráætlunÞað voru sjávarútvegs- og félagsmálaráðuneytið sem stóðu að gerð samninganna við Forsvar. Um var að ræða fjögur verkefni á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðargerð. Aðeins eitt þeirra, upplýsingakerfi um þjónustu við fatlaða, komst í notkun og það aðeins tímabundið. Fyrsti samningurinn sem gerður var við fyrirtækið, árið 2003, sneri að hugbúnaði til að halda utan um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Verkefnið var lagt á hilluna óklárað þegar Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað að kaupa annað hugbúnað, en þá var kostnaður við verkefnið þegar kominn langt fram úr áætlun.Páll Pétursson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis.Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra og þingmaður kjördæmisins, skrifaði undir samninginn við Forsvar og lýsti við tilefnið yfir ánægju yfir því að aðili á landsbyggðinni hefði fengið verkefnið. Ríkisendurskoðun gerði síðar athugasemdir við samninginn, meðal annars vegna þess að verkið var ekki boðið út, vinnan aldrei kláruð og engin ákvæði um vanefndir eða tafabætur voru í samningnum.Gerði samning við sjálfan sigGarðar Jónsson, þáverandi skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins, var viðstaddur undirritun samningsins árið 2003. Hann var síðar skipaður í stýrihóp um uppbyggingu upplýsingakerfis um félagsþjónustu fatlaðra, sem síðar fékk heitið Gróska, og hélt sæti sínu í hópnum eftir að hann sagði upp störfum hjá ráðuneytinu árið 2004. Stuttu síðar stofnaði hann félagið Glax group ásamt Elínu Líndal, skrifstofustjóra Forsvars og fyrrverandi aðstoðarþingmanni Páls Péturssonar. Svo fór að ráðuneytið samdi við Forsvar um þarfagreiningu vegna Grósku og úthlutaði fyrirtækinu síðan verkefnið, án útboðs.Garðar Jónsson sat beggja vegna borðsins í samningaviðræðum ríkisins við Forsvar.Vísir/Hörður SveinssonEftir að Forsvar fékk þennan samning, settist Garðar í stól stjórnarformanns fyrirtækisins. Hann hélt þó enn sæti sínu í stýrihópnum, meira að segja þegar félagsmálaráðuneytið skrifaði undir annan samning við Forsvar. Formaður stýrihópsins skrifaði undir samninginn fyrir hönd ráðuneytisins.Aldrei það stjórntæki sem ætlast var til Ríkisendurskoðun gerði ítrekaðar athugasemdir við það að kostnaður við Grósku fór langt fram úr áætlun án þess að kerfið yrði nokkurn tímann það stjórntæki sem ætlast var til, meðal annars vegna tæknilegra galla. Þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríkinu til sveitarfélaga var hætt að notast við kerfið, að því er virðist í öllum sveitarfélögum nema í Hornafirði og Húnaþingi vestra, en kostnaður við það hafði þá þegar numið um áttatíu milljónum króna á núvirði. „Það er farið fram hjá lögum um opinber innkaup, virðist vera,“ sagði Gestur Páll Reynisson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, í Kastljósi um vinnubrögð ríkisins í samningagerð við Forsvar. „Í tilviki eins meðlims stýrihópsins er um skýrt vanhæfi að ræða.“Uppfært klukkan 10:33Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að kostnaður við Grósku hefði numið 80 milljörðum króna þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríki til sveitarfélaga. Hið rétta er að kostnaðurinn nam 80 milljónum króna.
Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira