Innlent

Þungfært á fjallvegum

Samúel Karl Ólason skrifar
Hálka er á Holtavörðuheiði.
Hálka er á Holtavörðuheiði. Vísir/GVA
Greiðfært er á öllum helstu leiðum á Suðurlandi, en þó er Þoka á Hellisheiði og snjóþekja á lyngdalsheiði. Á Vesturlandi er einnig mikið autt, en hálka er á Holtavörðuheiði og snjóþekja á Bröttubrekku og Vatnaleið.

Á Vestfjörðum er er víða Þungfært á fjallvegum eins og er. Greiðfært er í djúpinu en snjóþekja á Þröskuldum. Þæfingsfærð er á Ennishálsi. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði en unnið að mokstri, þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Hálkublettir eru á flestum vegum á Norðurlandi og hálka er á Vatnsskarði þar sem unnið er að mokstri. Þá er hálka á Jökuldal og í Oddskarði, en þar er él. Á Fagradal er Snjóþekja en autt er frá Reyðarfirði á Höfn. Á milli Hafnar og Kirkjubæjarklausturs eru hálkublettir eða krapi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×