Aron: Spinnast út frá fjárhagsstöðu félagsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2015 16:00 Aron Kristjánsson reynir að verja bikarmeistaratitilinn í Final 4 í Álaborg um helgina. vísir/daníel „Þetta er búið að vera í deiglunni í svolítinn tíma,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi um viðskilnað sinn við danska liðið KIF Kolding Köbenhavn.Eins og Vísir greindi frá í dag lætur Aron af störfum eftir tímabilið, en hversu lengi hefur Aron hugsað þetta? „Þetta fór af stað milli jóla og ný árs. Ég var samt ekkert undir pressu að ákveða mig strax en nú er búið að taka ákvörðun um þetta.“ Aron tók við liðinu á miðri síðustu leiktíð og gerði það að Danmerkur- og bikarmeisturum. Miklu hefur verið til tjaldað hjá KIF en nú þarf að draga saman seglin. „Þetta spinnast út frá fjárhagsstöðu félagsins. Það þarf að skera niður og þetta byrjar allt á því. Menn þurfa að skera niður í leikmannahópnum fyrir næstu leiktíð og vanda til verka. Því verður leikmannahópurinn ekki með sömu breidd. Einnig þarf að skera niður í þjálfaramálum félagsins,“ segir Aron.Eins og kom fram í máli Arons hér aðeins fyrr í dag er hann ekki í viðræðum um áframhaldandi samning sem landsliðsþjálfari Íslands. Hann hefur rætt við sitt gamla félag Hauka sem verða þjálfaralausir í lok tímabilsins. Aron mun ekki þjálfa Hauka eða annað íslenskt lið samhliða því að vera landsliðsþjálfari. En kannski kemur til greina að hann fari í sitt gamla fulla starf hjá HSÍ. Það hefur þó ekki verið rætt eins og fyrr segir. „Manni er annt um íslenskan handbolta en staðan á mér gagnvart HSÍ og A-liðinu þarf að koma í ljós. Það er samt ljós að maður bíður ekki fram í miðjan júní með að ákveðja sig,“ segir Aron. „Þegar ég fór út var fræðslustjórastarfið lagt niður og botninn datt aðeins úr uppbyggingunni sem var farið af stað. Eftirfylgnin minnkaði þannig það er ýmislegt sem þarf að rífa upp og efla svo framgangur íslensks handbolta verði sem mestur.“ „Ég setti upp afreksstefnu fyrir yngri landsliðin sem náðist ekki að klára,“ segir Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
„Þetta er búið að vera í deiglunni í svolítinn tíma,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi um viðskilnað sinn við danska liðið KIF Kolding Köbenhavn.Eins og Vísir greindi frá í dag lætur Aron af störfum eftir tímabilið, en hversu lengi hefur Aron hugsað þetta? „Þetta fór af stað milli jóla og ný árs. Ég var samt ekkert undir pressu að ákveða mig strax en nú er búið að taka ákvörðun um þetta.“ Aron tók við liðinu á miðri síðustu leiktíð og gerði það að Danmerkur- og bikarmeisturum. Miklu hefur verið til tjaldað hjá KIF en nú þarf að draga saman seglin. „Þetta spinnast út frá fjárhagsstöðu félagsins. Það þarf að skera niður og þetta byrjar allt á því. Menn þurfa að skera niður í leikmannahópnum fyrir næstu leiktíð og vanda til verka. Því verður leikmannahópurinn ekki með sömu breidd. Einnig þarf að skera niður í þjálfaramálum félagsins,“ segir Aron.Eins og kom fram í máli Arons hér aðeins fyrr í dag er hann ekki í viðræðum um áframhaldandi samning sem landsliðsþjálfari Íslands. Hann hefur rætt við sitt gamla félag Hauka sem verða þjálfaralausir í lok tímabilsins. Aron mun ekki þjálfa Hauka eða annað íslenskt lið samhliða því að vera landsliðsþjálfari. En kannski kemur til greina að hann fari í sitt gamla fulla starf hjá HSÍ. Það hefur þó ekki verið rætt eins og fyrr segir. „Manni er annt um íslenskan handbolta en staðan á mér gagnvart HSÍ og A-liðinu þarf að koma í ljós. Það er samt ljós að maður bíður ekki fram í miðjan júní með að ákveðja sig,“ segir Aron. „Þegar ég fór út var fræðslustjórastarfið lagt niður og botninn datt aðeins úr uppbyggingunni sem var farið af stað. Eftirfylgnin minnkaði þannig það er ýmislegt sem þarf að rífa upp og efla svo framgangur íslensks handbolta verði sem mestur.“ „Ég setti upp afreksstefnu fyrir yngri landsliðin sem náðist ekki að klára,“ segir Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira