Erlent

Vatíkanið tekur á móti tveimur fjölskyldum á flótta

Samúel Karl Ólason skrifar
Francis páfi.
Francis páfi. Vísir/AFP
Vatíkanið mun veita tveimur fjölskyldum sem eru á flótta undan átökum skjól. Þetta tilkynnti Francis páfi í dag og hvatti hann aðra kaþólikka í Evrópu til að gera slíkt hið sama.

„Horfandi upp á harmleik tuga þúsunda flóttamanna sem flýja dauða og hungur og eru á stíg vonar, segir guðspjallið okkur að vera nágrannar hinna smáu og þeirra yfirgefnu og gefa þeim sanna von,“ sagði páfinn. Hann bætti við að það væri ekki nóg að segja eingöngu: „Vertu hugrakkur, haltu í vonina.“

Vatíkanið er ekki stórt að flatarmáli, en samkvæmt AP fréttaveitunni búa nú þar fjölskyldur. Forsvarsmenn Vatíkansins munu velja þær fjölskyldur sem fá hæli þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×