Robin Benzing, tognaði illa á ökkla í fjórða leikhlutanum og var borinn af velli. Benzing er 26 ára og 208 sentímetra framherji sem spilar með spænska liðinu CAI Zaragoza.
Meiðsli Benzing eru ekki ljós og þarf að bíða með frekari rannsóknir á meðan bólgan hjaðnar. Það kemur því ekki ljós fyrr en á morgum hversu alvarleg meiðslin eru.
„Læknaliðið okkar hafði skjót handtök og reyndi að halda bólgunni í skefjum. Læknar og sjúkraþjálfarar okkar ákváðu síðan að ekki væri hægt að gera frekari greiningu á alvarleika meiðslanna í dag (laugardag)," sagði í yfirlýsingu frá þýska körfuboltasambandinu.
Benzing var með 6 stig, 2 stoðsendingar og 1 fráköst á þeim tólf mínútum sem hann spilaði. Þýska liðið vann með fjórtán stigum þær mínútur sem hann spilaði í leiknum.
Þegar Benzing meiddist var sjö og hálf mínúta eftir af leiknum og þýska liðið var þá með fjórtán stiga forystu, 61-47. Íslensku strákarnir unnu síðustu rúmu sjö mínútur leiksins 18-10.


