Rafmagnslaust á öllu Austurlandi Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2015 22:44 Rafmagn hefur verIð sett á Reyðafjörð en aðrir staðir eru enn úti samkvæmt heimildum fréttastofu Rafmagn fór af öllu Austurlandi frá Vopnafirði til Djúpavogs rétt eftir tíuleytið í kvöld. Unnið er að því að greina hvar bilunin er og eftir því reynt að koma rafmagni aftur á svæðið. Landsnet metur alvarleikann rauðan sem er næst hæsta stig Landsnets. Rafmagn er aftur komið á hluta Reyðarfjarðar aftur en unnið er að því að koma öðrum byggðalögum í fjórðungnum í samband við rafmagn. Mikil veðurhæð er á þessu svæði núna og því er ljóst að rafmagn getur verið stopult fram eftir nóttu. Langt er síðan rafmagnsleysi varð á öllum fjórðungnum í einu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er ekki vitað nákvæmlega hvar útleysing rafmagns varð á Austurlandi og því mun einhvern tíma taka að ná upp eðlilegum raforkuflutningum á svæðinu. Nú vinna starfsmenn Landsnets hörðum höndum að því að greina bilunina. Veðurofsinn sem gengur yfir landið er farinn að hafa víðtæk áhrif á flutningskerfi raforku. Sigöldulína4 og Prestbakkalína1, Raflínur sem tengja Sigöldu og Hóla við Hornafjörð, datt út rétt rúmlega átta í kvöld. Olli það rafmagnsleysi í Vestur-Skaftafellssýslu. Reynt var að koma línunni aftur í gang án árangurs. Ekki er vitað á þessari stundu hvenær straumur kemst á línuna. Breiðdalslína, sem tengir Mjólkárvirkjun og Breiðdal við Önundarfjörð verið tekin úr rekstri til að auka öryggi raforkuflutninga á norðanverðum Vestfjörðum. Norðanverðir Vestfirðir fá nú rafmagn með vararafstöð sem staðsett er í Bolungarvík. Einnig var Mjólkárlína1, milli Mjólkárvirkjunar og Geiradals verið tekin úr rekstri. Þá hefur Mjólkárvirkjun verið aftengd byggðalínunni svokölluðu og meginflutningskerfi raforku sem liggur hringinn í kringum landið. Sunnanverðir Vestfirðir fá rafmagn frá Mjólkárvirkjun. Þegar þetta er skrifað hefur álbræðsla Alcoa á Reyðarfirði verið aftengd byggðalínunni og fær álbræðslan því beint rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun án aðkomu að byggðalínu. Þetta er gert til að tryggja að ekki hljótist skaði af tilvonandi tíðni- og spennubreytingum sem kunna að verða í ofsaveðrinu í nótt. Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rafmagn fór af öllu Austurlandi frá Vopnafirði til Djúpavogs rétt eftir tíuleytið í kvöld. Unnið er að því að greina hvar bilunin er og eftir því reynt að koma rafmagni aftur á svæðið. Landsnet metur alvarleikann rauðan sem er næst hæsta stig Landsnets. Rafmagn er aftur komið á hluta Reyðarfjarðar aftur en unnið er að því að koma öðrum byggðalögum í fjórðungnum í samband við rafmagn. Mikil veðurhæð er á þessu svæði núna og því er ljóst að rafmagn getur verið stopult fram eftir nóttu. Langt er síðan rafmagnsleysi varð á öllum fjórðungnum í einu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er ekki vitað nákvæmlega hvar útleysing rafmagns varð á Austurlandi og því mun einhvern tíma taka að ná upp eðlilegum raforkuflutningum á svæðinu. Nú vinna starfsmenn Landsnets hörðum höndum að því að greina bilunina. Veðurofsinn sem gengur yfir landið er farinn að hafa víðtæk áhrif á flutningskerfi raforku. Sigöldulína4 og Prestbakkalína1, Raflínur sem tengja Sigöldu og Hóla við Hornafjörð, datt út rétt rúmlega átta í kvöld. Olli það rafmagnsleysi í Vestur-Skaftafellssýslu. Reynt var að koma línunni aftur í gang án árangurs. Ekki er vitað á þessari stundu hvenær straumur kemst á línuna. Breiðdalslína, sem tengir Mjólkárvirkjun og Breiðdal við Önundarfjörð verið tekin úr rekstri til að auka öryggi raforkuflutninga á norðanverðum Vestfjörðum. Norðanverðir Vestfirðir fá nú rafmagn með vararafstöð sem staðsett er í Bolungarvík. Einnig var Mjólkárlína1, milli Mjólkárvirkjunar og Geiradals verið tekin úr rekstri. Þá hefur Mjólkárvirkjun verið aftengd byggðalínunni svokölluðu og meginflutningskerfi raforku sem liggur hringinn í kringum landið. Sunnanverðir Vestfirðir fá rafmagn frá Mjólkárvirkjun. Þegar þetta er skrifað hefur álbræðsla Alcoa á Reyðarfirði verið aftengd byggðalínunni og fær álbræðslan því beint rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun án aðkomu að byggðalínu. Þetta er gert til að tryggja að ekki hljótist skaði af tilvonandi tíðni- og spennubreytingum sem kunna að verða í ofsaveðrinu í nótt.
Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira