Nærmynd af Maríu: Var allt æfingatímabil Söngvaseiðs í gifsi á hækjum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. maí 2015 21:30 Heitasta stjarna Íslands og flytjandi framlags Íslendinga í Eurovision í ár er næm á tilfinningar annarra, traust vinkona, einlæg og yfirveguð samkvæmt vinum og ættingjum. Hér er að sjálfsögðu verið að lýsa engri annarri en Maríu Ólafsdóttur en hana ættu allir að þekkja í dag þrátt fyrir að hún hafi ekkert verið þekkt á síðasta ári. María var í nærmynd í Íslandi í Dag fyrr í kvöld. Nærmyndina má sjá í heild sinni hér að ofan.Lék Lovísu í Söngvaseiði þrátt fyrir fótbrotÞað kom vel í ljós hversu mikil keppnismanneskja María er þegar hún meiddist í upphafi æfinga á Söngvaseiði en lét það ekki slá sig útaf laginu. „Hún fékk hlutverk Lovísu en svo er æfingatímabilið nýbyrjað og þá fótbrotnar hún í íþróttum,“ segir Anna Hjálmarsdóttir, móðir Maríu. Í kjölfarið tók við dramatískt óvissutímabil þar sem María var ekki viss um að fá að halda áfram. En María fékk að halda hlutverkinu. „Hún fékk að halda áfram og var allt æfingatímabilið í gifsi og á tveimur hækjum.“ „Hún kunni öll lögin og öll danssporin,“ segir Ardís Ólöf Víkingsdóttir um systur sína Maríu en María kom með henni á æfingar hjá bílskúrsbandi systur sinnar. María stal senunni og söng í hvítan hurðastoppara. Í þættinum má sjá Maríu syngja í Vælinu í Verzlunarskólanum og í uppfærslu skólans á Draumi á Jónsmessunótt.Ekkert sem María getur ekki sungið„Hún er það góð að það er bókstaflega ekkert sem hún getur sungið,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, höfundur Unbroken, framlags Íslands í Eurovision í ár. Hann segir hana geta sungið rokk, blús og popp án þess að blikna. Í þættinum hér að ofan er ekki aðeins rætt um kosti hennar heldur einnig galla en María er ekki fullkomin frekar en nokkur annar.Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér. Eurovision Tengdar fréttir Fylgstu með dómararennslinu: „Krakkarnir eru ekkert stressaðir“ María kom veifandi inn á svið þegar Ísland var kynnt til leiks. 20. maí 2015 19:55 Ásgeir Orri: Fáránlega mikil orka í loftinu Maríu Ólafsdóttur var fagnað ákaft eftir generalprufuna í dag. Dómararennslið fer fram í kvöld. 20. maí 2015 16:01 Með einlægnina að leiðarljósi „Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og það er þessi einlægni og heiðarleiki sem María hefur til að bera sem ég held að muni skila henni miklu,“ segir Anna Hjálmarsdóttir, móðir Maríu Ólafsdóttur. 20. maí 2015 12:00 Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira
Heitasta stjarna Íslands og flytjandi framlags Íslendinga í Eurovision í ár er næm á tilfinningar annarra, traust vinkona, einlæg og yfirveguð samkvæmt vinum og ættingjum. Hér er að sjálfsögðu verið að lýsa engri annarri en Maríu Ólafsdóttur en hana ættu allir að þekkja í dag þrátt fyrir að hún hafi ekkert verið þekkt á síðasta ári. María var í nærmynd í Íslandi í Dag fyrr í kvöld. Nærmyndina má sjá í heild sinni hér að ofan.Lék Lovísu í Söngvaseiði þrátt fyrir fótbrotÞað kom vel í ljós hversu mikil keppnismanneskja María er þegar hún meiddist í upphafi æfinga á Söngvaseiði en lét það ekki slá sig útaf laginu. „Hún fékk hlutverk Lovísu en svo er æfingatímabilið nýbyrjað og þá fótbrotnar hún í íþróttum,“ segir Anna Hjálmarsdóttir, móðir Maríu. Í kjölfarið tók við dramatískt óvissutímabil þar sem María var ekki viss um að fá að halda áfram. En María fékk að halda hlutverkinu. „Hún fékk að halda áfram og var allt æfingatímabilið í gifsi og á tveimur hækjum.“ „Hún kunni öll lögin og öll danssporin,“ segir Ardís Ólöf Víkingsdóttir um systur sína Maríu en María kom með henni á æfingar hjá bílskúrsbandi systur sinnar. María stal senunni og söng í hvítan hurðastoppara. Í þættinum má sjá Maríu syngja í Vælinu í Verzlunarskólanum og í uppfærslu skólans á Draumi á Jónsmessunótt.Ekkert sem María getur ekki sungið„Hún er það góð að það er bókstaflega ekkert sem hún getur sungið,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, höfundur Unbroken, framlags Íslands í Eurovision í ár. Hann segir hana geta sungið rokk, blús og popp án þess að blikna. Í þættinum hér að ofan er ekki aðeins rætt um kosti hennar heldur einnig galla en María er ekki fullkomin frekar en nokkur annar.Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.
Eurovision Tengdar fréttir Fylgstu með dómararennslinu: „Krakkarnir eru ekkert stressaðir“ María kom veifandi inn á svið þegar Ísland var kynnt til leiks. 20. maí 2015 19:55 Ásgeir Orri: Fáránlega mikil orka í loftinu Maríu Ólafsdóttur var fagnað ákaft eftir generalprufuna í dag. Dómararennslið fer fram í kvöld. 20. maí 2015 16:01 Með einlægnina að leiðarljósi „Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og það er þessi einlægni og heiðarleiki sem María hefur til að bera sem ég held að muni skila henni miklu,“ segir Anna Hjálmarsdóttir, móðir Maríu Ólafsdóttur. 20. maí 2015 12:00 Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira
Fylgstu með dómararennslinu: „Krakkarnir eru ekkert stressaðir“ María kom veifandi inn á svið þegar Ísland var kynnt til leiks. 20. maí 2015 19:55
Ásgeir Orri: Fáránlega mikil orka í loftinu Maríu Ólafsdóttur var fagnað ákaft eftir generalprufuna í dag. Dómararennslið fer fram í kvöld. 20. maí 2015 16:01
Með einlægnina að leiðarljósi „Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og það er þessi einlægni og heiðarleiki sem María hefur til að bera sem ég held að muni skila henni miklu,“ segir Anna Hjálmarsdóttir, móðir Maríu Ólafsdóttur. 20. maí 2015 12:00