Lífið

Ásgeir Orri lætur reyna á heppnina stuttu fyrir dómararennsli

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ásgeir hælir vatninu í Vín.
Ásgeir hælir vatninu í Vín. Vísir
Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn lagahöfunda Unbroken, er hæstánægður með aðstöðu blaðamanna úti í Vín þar sem söngkeppnin Eurovision fer nú fram.

Ásgeir var ekki jafnánægður með framlag blaðamannanna sjálfra en hann segir Íslendingana þá langduglegustu og bera af. Í myndbandinu hér að neðan sést hann reka á eftir blaðamönnum hinna ýmsu þjóða – þó má ætla að grínið hafi ráðið för hans fremur en alvaran.

Sjá einnig: Ásgeir Orri: Fáránlega mikil orka í loftinu

Í myndbandinu sést hversu stór blaðamannahöllin er enda keppa á fjórða tug þjóða í Eurovision. Þar virðist vera hægt að spila póker eins og sjá má en Ásgeir reyndi við gæfuna.

Eurovision-hópurinn með Maríu Ólafs í broddi fylkingar situr þessa stundina í græna herberginu þar sem dómararennsli fyrir seinni undanúrslit Eurovision þetta árið fer nú fram. Ákaflega mikilvægt er að María negli flutninginn þar sem stigagjöf dómnefnda gildir 50 prósent á móti atkvæðagreiðslu áhorfenda.

Seinni undankeppnin fer fram á morgun og verður María tólfta á svið.

Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.

Tengdar fréttir

Með einlægnina að leiðarljósi

„Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og það er þessi einlægni og heiðarleiki sem María hefur til að bera sem ég held að muni skila henni miklu,“ segir Anna Hjálmarsdóttir, móðir Maríu Ólafsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×