Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - KR 1-3 | Sterkur sigur KR-inga í Lautinni Ingvi Þór Sæmundsson á Fylkisvelli skrifar 20. maí 2015 13:47 Jacob Schoop hefur vakið athygli fyrir góða spilamennsku með liði KR. vísir/stefán KR vann sterkan sigur á Fylki, 1-3, í 4.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Þetta var annar sigur KR í röð en liðið er komið upp í 3. sæti deildarinnar með sjö stig. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Fylkis í sumar en Árbæingar eru með fimm stig í 8. sæti. KR þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í Árbænum í kvöld en frammistaðan var nógu góð til að skila sigri. KR komst yfir á 6. mínútu þegar Sören Fredriksen skoraði sitt annað mark í sumar eftir að Ásgeir Börkur Ásgeirsson, sem átti annars fínan leik í kvöld, þrumaði boltanum í Gary Martin. Boltinn barst Sören sem var fljótur að athafna sig og skoraði framhjá Bjarna Halldórssyni í marki Fylkis. Skömmu áður hafði Pálmi Rafn Pálmason skallað framhjá úr fínu færi eftir aukaspyrnu Óskars Arnar Haukssonar. Fylkismenn voru værukærir í föstum leikatriðum og það kom þeim í koll á 36. mínútu þegar Skúli Jón Friðgeirsson skoraði með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu Gonzalos Balbi. Í millitíðinni hafði Albert Brynjar Ingason jafnað metin með sínu öðru marki í sumar. Daði Ólafsson átti þá lága þversendingu sem Rasmus Christiansen átti að ráða auðveldlega við. Daninn missti boltann hins vegar klaufalega undir sig, Albert var vel vakandi og skoraði af öryggi framhjá Stefáni Loga Magnússyni í markinu. Albert var svo nálægt því að metin öðru sinni aðeins nokkrum sekúndum eftir mark Skúla. Ragnar Bragi Sveinsson, sem gerðist brotlegur í öðru marki KR, átti þá flottan sprett upp hægri kantinn og sendi boltann út í teiginn á Albert en Stefán varði skot hans. Albert átti frábæran leik í kvöld en leikur Fylkis byggist að svo rosalega stórum hluta upp á honum. Hann virkar í frábæru formi og var tveggja manna maki í framlínunni í kvöld, alltaf tilbúinn að hlaupa í svæðin fyrir aftan vörnina og síógnandi. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þann fyrri - af krafti - og á 54. mínútu fékk Óskar Örn Hauksson upplagt færi til að koma gestunum í 1-3. Bjarni var hins vegar fljótur út á móti og varði vel. Vesturbæingar héldu boltanum vel og framan af seinni hálfleik ógnuðu Fylkismenn sama og ekkert. KR virtist vera með heljartak á leiknum en líkt og í fyrri hálfleik misstu þeir taktinn og Fylkismenn gerðu sig gildandi. Albert hélt áfram þefa uppi tækifærin og á 67. mínútu var hann næstum því búinn að nýta sér kæruleysi í KR-vörninni á 67. mínútu. Skalli hans hitti þó ekki markið. Þremur mínútum seinna átti hann góðan skalla eftir fyrirgjöf Stefáns Ragnars Guðlaugssonar en Stefán Logi varði glæsilega vel. Fylkismenn héldu áfram að þjarma að KR-liðinu og á 72. mínútu dæmdi Þóroddur Hjaltalín mark af varamanninum Andrési Má Jóhannessyni sem Fylkismenn voru mjög ósáttir með, og máttu vera það en erfitt var að sjá af hverju Þóroddur tók þessa ákvörðun. Fylkismenn reyndu hvað þeir gátu en tókst ekki að jafna. Vörn KR var sterk með Skúla Jón sem besta mann og fyrir framan hana vann Jónas Guðni Sævarsson ómetanlega vinnu. Varamaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson gerði svo út um leikinn á lokamínútunni með fallegu marki eftir skyndisókn. Ingimundur Níels Óskarsson, sem átti ekki góða innkomu, missti boltann á vallarhelmingi KR-inga sem brunuðu fram. Almarr Ormarsson sendi á Þorsteinn sem keyrði í átt að marki heimamanna, fíflaði Tonci Radovnikovic og kláraði færið af öryggi. Sterkur KR-sigur staðreynd en Vesturbæingar líta ágætlega út og virðast tilbúnir að taka þátt í titilbaráttunni að alvöru.Ásmundur: Veit ekki af hverju hann dæmdi markið af "Ég er fyrst og fremst gríðarlega svekktur með niðurstöðuna, mér fannst við spila vel á köflum og verðskulda eitthvað út úr þessum leik," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, í samtali við Vísi eftir tap Árbæinga fyrir KR í kvöld. "Við færum þeim mörkin á silfurfati og það setur okkur í erfiða stöðu. Við komust samt inn í leikinn, náum að jafna og sköpum færi sem nýttust ekki. Ef þú gefur mörk og nýtir ekki færin færðu ekkert út úr leikjunum." Ásmundur, eins og fleiri Fylkismenn, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Þóroddar Hjaltalín, dómara leiksins, en hann dæmdi mark af heimamönnum á 72. mínútu sem var umdeild ákvörðun. "Ég hef ekki hugmynd um af hverju hann dæmdi markið af og er ósáttur með þann dóm. Það segir sig sjálft. Þetta er enn eitt dæmið í sumar," sagði Ásmundur og vísaði þar til þeirra óþarflega mörgu marka sem hafa verið dæmd af í sumar. "Bæði við og dómaratríóið hjálpuðum KR-ingum full mikið. Ég var ósáttur með nokkra dóma í kvöld og mér fannst línan vera þannig að virðingin var full mikil gagnvart röndótta liðinu." Fylkismenn hafa aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum í Pepsi-deildinni og Ásmundur segir að það sé full rýr uppskera. "Við viljum meira," sagði Ásmundur Arnarsson að lokum.Bjarni:Þorsteinn á allt hrós skilið Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, hrósaði liðsheildinni eftir sigurinn á Fylki í Lautinni í kvöld. "Ég er mjög ánægður með að fá þrjú stig á móti liði sem var ósigrað fyrir leikinn," sagði Bjarni en KR-ingar hafa nú unnið tvo leiki í röð eru komnir með sjö stig í Pepsi-deildinni. "Aftur er liðsheildin ofboðslega sterk hjá okkur og menn lögðu sig vel fram og unnu baráttuna. Og inn á milli spiluðum við fínan fótbolta. "Þótt stigin hafi ekki skilað sér í hús í fyrstu tveimur leikjunum voru það 2-3 atriði sem kostuðu okkur fimm stig. Það var því lítið sem þurfti að laga og við höfum gert það ágætlega," sagði Bjarni sem telur þó að KR-liðið eigi meira inni en það hefur sýnt í fyrstu fjórum leikjunum. "Það er enn maí og þótt ég ætli ekki að kenna völlunum um verður mótið oft svona í upphafi; mikið um baráttu og svo er eitt og eitt augnablik þar sem er spilaður góður fótbolti." Þorsteinn Már Ragnarsson var settur á bekkinn fyrir leikinn í kvöld en kom inn á fyrir Gary Martin snemma í seinni hálfleik, stóð sig vel og gulltryggði sigur KR með marki á lokamínútunni. Bjarni bar mikið lof á framherjann eftir leik. "Þorsteinn er frábær og til fyrirmyndar í öllu. Hann lendir í erfiðri stöðu en leysir hana frábærlega. Hann er alltaf fyrstur á æfingar, er duglegur og leggur sig fram. Hann á allt hrós skilið. "Hann skoraði ekki bara gott mark heldur lagði hann sig vel fram og kom með mikinn kraft inn í leikinn eins og hinir sem komu inn á," sagði Bjarni að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
KR vann sterkan sigur á Fylki, 1-3, í 4.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Þetta var annar sigur KR í röð en liðið er komið upp í 3. sæti deildarinnar með sjö stig. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Fylkis í sumar en Árbæingar eru með fimm stig í 8. sæti. KR þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í Árbænum í kvöld en frammistaðan var nógu góð til að skila sigri. KR komst yfir á 6. mínútu þegar Sören Fredriksen skoraði sitt annað mark í sumar eftir að Ásgeir Börkur Ásgeirsson, sem átti annars fínan leik í kvöld, þrumaði boltanum í Gary Martin. Boltinn barst Sören sem var fljótur að athafna sig og skoraði framhjá Bjarna Halldórssyni í marki Fylkis. Skömmu áður hafði Pálmi Rafn Pálmason skallað framhjá úr fínu færi eftir aukaspyrnu Óskars Arnar Haukssonar. Fylkismenn voru værukærir í föstum leikatriðum og það kom þeim í koll á 36. mínútu þegar Skúli Jón Friðgeirsson skoraði með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu Gonzalos Balbi. Í millitíðinni hafði Albert Brynjar Ingason jafnað metin með sínu öðru marki í sumar. Daði Ólafsson átti þá lága þversendingu sem Rasmus Christiansen átti að ráða auðveldlega við. Daninn missti boltann hins vegar klaufalega undir sig, Albert var vel vakandi og skoraði af öryggi framhjá Stefáni Loga Magnússyni í markinu. Albert var svo nálægt því að metin öðru sinni aðeins nokkrum sekúndum eftir mark Skúla. Ragnar Bragi Sveinsson, sem gerðist brotlegur í öðru marki KR, átti þá flottan sprett upp hægri kantinn og sendi boltann út í teiginn á Albert en Stefán varði skot hans. Albert átti frábæran leik í kvöld en leikur Fylkis byggist að svo rosalega stórum hluta upp á honum. Hann virkar í frábæru formi og var tveggja manna maki í framlínunni í kvöld, alltaf tilbúinn að hlaupa í svæðin fyrir aftan vörnina og síógnandi. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þann fyrri - af krafti - og á 54. mínútu fékk Óskar Örn Hauksson upplagt færi til að koma gestunum í 1-3. Bjarni var hins vegar fljótur út á móti og varði vel. Vesturbæingar héldu boltanum vel og framan af seinni hálfleik ógnuðu Fylkismenn sama og ekkert. KR virtist vera með heljartak á leiknum en líkt og í fyrri hálfleik misstu þeir taktinn og Fylkismenn gerðu sig gildandi. Albert hélt áfram þefa uppi tækifærin og á 67. mínútu var hann næstum því búinn að nýta sér kæruleysi í KR-vörninni á 67. mínútu. Skalli hans hitti þó ekki markið. Þremur mínútum seinna átti hann góðan skalla eftir fyrirgjöf Stefáns Ragnars Guðlaugssonar en Stefán Logi varði glæsilega vel. Fylkismenn héldu áfram að þjarma að KR-liðinu og á 72. mínútu dæmdi Þóroddur Hjaltalín mark af varamanninum Andrési Má Jóhannessyni sem Fylkismenn voru mjög ósáttir með, og máttu vera það en erfitt var að sjá af hverju Þóroddur tók þessa ákvörðun. Fylkismenn reyndu hvað þeir gátu en tókst ekki að jafna. Vörn KR var sterk með Skúla Jón sem besta mann og fyrir framan hana vann Jónas Guðni Sævarsson ómetanlega vinnu. Varamaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson gerði svo út um leikinn á lokamínútunni með fallegu marki eftir skyndisókn. Ingimundur Níels Óskarsson, sem átti ekki góða innkomu, missti boltann á vallarhelmingi KR-inga sem brunuðu fram. Almarr Ormarsson sendi á Þorsteinn sem keyrði í átt að marki heimamanna, fíflaði Tonci Radovnikovic og kláraði færið af öryggi. Sterkur KR-sigur staðreynd en Vesturbæingar líta ágætlega út og virðast tilbúnir að taka þátt í titilbaráttunni að alvöru.Ásmundur: Veit ekki af hverju hann dæmdi markið af "Ég er fyrst og fremst gríðarlega svekktur með niðurstöðuna, mér fannst við spila vel á köflum og verðskulda eitthvað út úr þessum leik," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, í samtali við Vísi eftir tap Árbæinga fyrir KR í kvöld. "Við færum þeim mörkin á silfurfati og það setur okkur í erfiða stöðu. Við komust samt inn í leikinn, náum að jafna og sköpum færi sem nýttust ekki. Ef þú gefur mörk og nýtir ekki færin færðu ekkert út úr leikjunum." Ásmundur, eins og fleiri Fylkismenn, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Þóroddar Hjaltalín, dómara leiksins, en hann dæmdi mark af heimamönnum á 72. mínútu sem var umdeild ákvörðun. "Ég hef ekki hugmynd um af hverju hann dæmdi markið af og er ósáttur með þann dóm. Það segir sig sjálft. Þetta er enn eitt dæmið í sumar," sagði Ásmundur og vísaði þar til þeirra óþarflega mörgu marka sem hafa verið dæmd af í sumar. "Bæði við og dómaratríóið hjálpuðum KR-ingum full mikið. Ég var ósáttur með nokkra dóma í kvöld og mér fannst línan vera þannig að virðingin var full mikil gagnvart röndótta liðinu." Fylkismenn hafa aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum í Pepsi-deildinni og Ásmundur segir að það sé full rýr uppskera. "Við viljum meira," sagði Ásmundur Arnarsson að lokum.Bjarni:Þorsteinn á allt hrós skilið Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, hrósaði liðsheildinni eftir sigurinn á Fylki í Lautinni í kvöld. "Ég er mjög ánægður með að fá þrjú stig á móti liði sem var ósigrað fyrir leikinn," sagði Bjarni en KR-ingar hafa nú unnið tvo leiki í röð eru komnir með sjö stig í Pepsi-deildinni. "Aftur er liðsheildin ofboðslega sterk hjá okkur og menn lögðu sig vel fram og unnu baráttuna. Og inn á milli spiluðum við fínan fótbolta. "Þótt stigin hafi ekki skilað sér í hús í fyrstu tveimur leikjunum voru það 2-3 atriði sem kostuðu okkur fimm stig. Það var því lítið sem þurfti að laga og við höfum gert það ágætlega," sagði Bjarni sem telur þó að KR-liðið eigi meira inni en það hefur sýnt í fyrstu fjórum leikjunum. "Það er enn maí og þótt ég ætli ekki að kenna völlunum um verður mótið oft svona í upphafi; mikið um baráttu og svo er eitt og eitt augnablik þar sem er spilaður góður fótbolti." Þorsteinn Már Ragnarsson var settur á bekkinn fyrir leikinn í kvöld en kom inn á fyrir Gary Martin snemma í seinni hálfleik, stóð sig vel og gulltryggði sigur KR með marki á lokamínútunni. Bjarni bar mikið lof á framherjann eftir leik. "Þorsteinn er frábær og til fyrirmyndar í öllu. Hann lendir í erfiðri stöðu en leysir hana frábærlega. Hann er alltaf fyrstur á æfingar, er duglegur og leggur sig fram. Hann á allt hrós skilið. "Hann skoraði ekki bara gott mark heldur lagði hann sig vel fram og kom með mikinn kraft inn í leikinn eins og hinir sem komu inn á," sagði Bjarni að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira