Meint siðrof heilbrigðishryðjuverkamanna Thelma Birna Róbertsdóttir skrifar 20. maí 2015 11:39 Ég er Lífeindafræðingur og hef verið í hálfs dags verkfalli í rúmar 6 vikur. Á þessum 6 vikum hefur ýmislegt gengið á í fjölmiðlum landsmanna, en aðallega þó gagnrýni og árásir á þá heilbrigðisstarfsmenn sem hafa kosið að sækja sér langþráðar kjarabætur með lögboðnum verkfallsrétt sínum. Upphrópanirnar hafa verið af ýmsum toga og orð á borð við siðleysi, siðrof og græðgi dúkkað upp nánast daglega. Ætli hápunktinum hafi ekki verið náð þegar stjórnandi Hrafnaþings öskraði orðið „Hryðjuverkamenn“ í myndavélina í tryllingslegri bræði. Til að bæta gráu ofan á svart í þessari mjög svo hlutlausu fjölmiðlaumfjöllun, keppast svo einstaka læknar, nýupprisnir úr eigin verkfalli, við að mæta í viðtöl til að lýsa yfir vanþóknun á samstarfsfólki sínu. Þó vil ég taka það fram að langflestir læknar hafa sýnt þessu verkfalli bæði skilning og stuðning. Fjaðrafokið gekk að lokum svo langt að bæði Landlæknir og forstjóri LSH voru orðnir helstu boðberar skammaryrðanna eins og skólastjórar yfir óþekkum sex ára bekkingum. Skammirnar hefðu svo sem átt rétt á sér hefði verið stoð fyrir þeim í raunveruleikanum, en þær voru byggðar á röngum eða rangtúlkuðum upplýsingum. Engum þótti þó tilefni til að biðja Geislafræðinga afsökunar eftir að hafa að ósekju sakað þá um að bregðast siðferðislegum skyldum sínum og nánast látið að því liggja að þeir væru að valda ótímabærum dauða skjólstæðinga sinna. Sumum þykir kannski alveg í góðu lagi að helstu yfirmenn heilbrigðismála vegi á slíkan máta að starfsheiðri heillar stéttar en nú er svo komið að mér finnst ég knúin til að reyna að tala máli heilbrigðisterrorista. Heilbrigðisstarfsmenn hafa það allir sameiginlegt að hafa kosið sér að leggja stund á nám sem fyrst og fremst felur í sér að hafa aðkomu að lækningu fólks. Heilbrigðisstarfsmenn eru þ.a.l þannig gert fólk að því er umhugað um líf og heilsu skjólstæðinga sinna. Það á líka við í verkföllum. Í dag starfa ég á Meinafræðideild LSH. Þar fæst ég við ýmiskonar verkefni. Ég sé um úrskurð á hinum ýmsu líffærum og vefjasýnum, svo sem gallblöðrum, botnlöngum, leghálsum, húðsýnum og fósturleifum. Ég stend líka á hliðarlínunni í hvert sinn sem kona með brjóstakrabbamein fer í aðgerð og tek þátt í að athuga hvort meinið hafi dreift sér í holhandareitla á meðan konan er enn í svæfingu. Það sama á við um margar aðrar aðgerðir s.s á lungum og heilaæxlum. Ég sé líka um að koma sneiðum úr öllum krabbameinssýnum sem og öðrum vefjasýnum á smásjárgler og lita þau til þess að hægt sé að sjúkdómsgreina sjúklinginn og í kjölfarið veita honum rétta meðferð. Ég sat í háskóla í 4 ár til að læra það sem ég geri auk þess sem ég lærði sýklafræði, ónæmisfræði, erfðafræði, blóðmeinafræði og klíníska lífefnafræði. Starf mitt og þekkingu metur ríkið til 332.000 króna í dagvinnu, það gerir útborgaðar 240.000 krónur. Stundum er víst betur heima setið en af stað farið og sennilega er það svo í þessu tilviki. Varla væri ég mikið verr sett hefði ég sleppt þessari háskólagöngu minni. Ég væri þó í það minnsta laus við nokkrar stökkbreyttar milljónir í námslán. Mér finnst og hefur fundist lengi, starf mitt einskis metið, en ég er sjálfsagt svo einföld að finnast laun mín eiga að vera samanburðarhæf við Viðskipta- og Hagfræðinga, en það þykir víst einhverjum snillingnum í samninganefnd ríkisins alger fásinna.En aftur að afleiðingum verkfallsins Ég bjó og starfaði í Noregi í um 3 ár og einn af þeim lærdómum sem ég hafði með mér þaðan er sá að Íslendingar eru afskaplega óþolinmóðir ólíkt norskum frændum okkar. Í Noregi lærði ég að bíða. Við erum afskaplega dugleg við það hérna heima á Íslandi að tala niður eigin hluti og upphefja annarra í hæstu skýjaborgir að okkur láist að taka eftir því sem hérna er gott og jafnvel mun betra en á hinum Norðurlöndunum. Þannig er málum háttað með heilbrigðiskerfið. Í dag eftir rúmlega 6 vikna verkfall hefur svartími á Meinafræðideild lengst úr 2-5 dögum upp í tæpar 3 vikur. Sjúklingar bíða í 1-2 vikur eftir myndgreiningu og blóðsýni sem talin eru mega bíða eru fryst. Við hljótum með þessum aðgerðum okkar að vera að skaða fólk. Eða hvað?Skoðum aðeins betur hina heilögu Skandinavíu Á meðan dvöl minni stóð í Noregi starfaði ég með tæplega þrítugum strák sem greindist með æxli i eista sem var fjarlægt. Í kjölfar skurðaðgerðar tók við hjá þessum dreng 6 vikna bið eftir svari við því hvort æxlið væri góðkynja eða illkynja. Seinna hóf ég svo störf á Meinafræðideildinni í Bergen og komst að því að að svona væri þetta bara. Meðalsvartími krabbameinssýna er alltaf 6 vikur. Biðtíminn í röntgen er 7 vikur, í sneiðmyndatöku 10 vikur og í segulómun 16 vikur. Nú er ég ekki að mæla þessum biðtíma í Noregi bót, heldur benda á að þrátt fyrir 6 vikna verkfall er biðtími í Noregi ennþá margfaldur á við hér. Varð ég þó aldrei vör við það að norskir heilbrigðisstarfsmenn væru sakaðir um að meiða fólk eða drepa, hvorki viljandi né óviljandi. Biðtíma í Noregi er hægt að kynna sér á netsíðunni frittsykehusvalg.no. Bið og svartíma er svipað til háttað í Svíþjóð. Væri nú ekki heppilegra að í stað þess að magna upp hræðslu meðal skjólstæðinga sinna með gífuryrðum í æsifréttastíl, að yfirmenn deilda, stofnana og heilbrigðismála höguðu málflutningi sínum á þá leið að verkfallsterroristarnir væru að gera sitt besta, væru að sinna þeim sjúkustu og að þau minna veiku þurfi ekki að vera hrædd við örlitla bið þótt hún sé óþægileg. Við erum öll mannleg og við reynum öll að hlýða samvisku okkar eftir bestu getu en við höfum líka öll okkar mörk varðandi það hvað er hægt að lifa lengi á góðmennskunni einni, því hún dugir skammt fyrir salti í grautinn. Mínum mörkum er náð, ég get ekki lifað á 240.000 krónum, svo einfalt er það. Frammi fyrir mér voru því 2 kostir í stöðunni, annars vegar að hætta störfum á LSH og róa á önnur mið eða hins vegar að veita atvinnuveitanda mínum tækifæri til að koma til móts við launakröfur mínar með því að fara í verkfall. Ábyrgðin liggur því hjá ríkinu. Það er ríkisins að ákveða hvort það sé tilbúið að vera áframhaldandi kaupandi starfskrafta minna en ekki öfugt. Lífið er nefnilega fullt af tækifærum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Verkfall 2016 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Ég er Lífeindafræðingur og hef verið í hálfs dags verkfalli í rúmar 6 vikur. Á þessum 6 vikum hefur ýmislegt gengið á í fjölmiðlum landsmanna, en aðallega þó gagnrýni og árásir á þá heilbrigðisstarfsmenn sem hafa kosið að sækja sér langþráðar kjarabætur með lögboðnum verkfallsrétt sínum. Upphrópanirnar hafa verið af ýmsum toga og orð á borð við siðleysi, siðrof og græðgi dúkkað upp nánast daglega. Ætli hápunktinum hafi ekki verið náð þegar stjórnandi Hrafnaþings öskraði orðið „Hryðjuverkamenn“ í myndavélina í tryllingslegri bræði. Til að bæta gráu ofan á svart í þessari mjög svo hlutlausu fjölmiðlaumfjöllun, keppast svo einstaka læknar, nýupprisnir úr eigin verkfalli, við að mæta í viðtöl til að lýsa yfir vanþóknun á samstarfsfólki sínu. Þó vil ég taka það fram að langflestir læknar hafa sýnt þessu verkfalli bæði skilning og stuðning. Fjaðrafokið gekk að lokum svo langt að bæði Landlæknir og forstjóri LSH voru orðnir helstu boðberar skammaryrðanna eins og skólastjórar yfir óþekkum sex ára bekkingum. Skammirnar hefðu svo sem átt rétt á sér hefði verið stoð fyrir þeim í raunveruleikanum, en þær voru byggðar á röngum eða rangtúlkuðum upplýsingum. Engum þótti þó tilefni til að biðja Geislafræðinga afsökunar eftir að hafa að ósekju sakað þá um að bregðast siðferðislegum skyldum sínum og nánast látið að því liggja að þeir væru að valda ótímabærum dauða skjólstæðinga sinna. Sumum þykir kannski alveg í góðu lagi að helstu yfirmenn heilbrigðismála vegi á slíkan máta að starfsheiðri heillar stéttar en nú er svo komið að mér finnst ég knúin til að reyna að tala máli heilbrigðisterrorista. Heilbrigðisstarfsmenn hafa það allir sameiginlegt að hafa kosið sér að leggja stund á nám sem fyrst og fremst felur í sér að hafa aðkomu að lækningu fólks. Heilbrigðisstarfsmenn eru þ.a.l þannig gert fólk að því er umhugað um líf og heilsu skjólstæðinga sinna. Það á líka við í verkföllum. Í dag starfa ég á Meinafræðideild LSH. Þar fæst ég við ýmiskonar verkefni. Ég sé um úrskurð á hinum ýmsu líffærum og vefjasýnum, svo sem gallblöðrum, botnlöngum, leghálsum, húðsýnum og fósturleifum. Ég stend líka á hliðarlínunni í hvert sinn sem kona með brjóstakrabbamein fer í aðgerð og tek þátt í að athuga hvort meinið hafi dreift sér í holhandareitla á meðan konan er enn í svæfingu. Það sama á við um margar aðrar aðgerðir s.s á lungum og heilaæxlum. Ég sé líka um að koma sneiðum úr öllum krabbameinssýnum sem og öðrum vefjasýnum á smásjárgler og lita þau til þess að hægt sé að sjúkdómsgreina sjúklinginn og í kjölfarið veita honum rétta meðferð. Ég sat í háskóla í 4 ár til að læra það sem ég geri auk þess sem ég lærði sýklafræði, ónæmisfræði, erfðafræði, blóðmeinafræði og klíníska lífefnafræði. Starf mitt og þekkingu metur ríkið til 332.000 króna í dagvinnu, það gerir útborgaðar 240.000 krónur. Stundum er víst betur heima setið en af stað farið og sennilega er það svo í þessu tilviki. Varla væri ég mikið verr sett hefði ég sleppt þessari háskólagöngu minni. Ég væri þó í það minnsta laus við nokkrar stökkbreyttar milljónir í námslán. Mér finnst og hefur fundist lengi, starf mitt einskis metið, en ég er sjálfsagt svo einföld að finnast laun mín eiga að vera samanburðarhæf við Viðskipta- og Hagfræðinga, en það þykir víst einhverjum snillingnum í samninganefnd ríkisins alger fásinna.En aftur að afleiðingum verkfallsins Ég bjó og starfaði í Noregi í um 3 ár og einn af þeim lærdómum sem ég hafði með mér þaðan er sá að Íslendingar eru afskaplega óþolinmóðir ólíkt norskum frændum okkar. Í Noregi lærði ég að bíða. Við erum afskaplega dugleg við það hérna heima á Íslandi að tala niður eigin hluti og upphefja annarra í hæstu skýjaborgir að okkur láist að taka eftir því sem hérna er gott og jafnvel mun betra en á hinum Norðurlöndunum. Þannig er málum háttað með heilbrigðiskerfið. Í dag eftir rúmlega 6 vikna verkfall hefur svartími á Meinafræðideild lengst úr 2-5 dögum upp í tæpar 3 vikur. Sjúklingar bíða í 1-2 vikur eftir myndgreiningu og blóðsýni sem talin eru mega bíða eru fryst. Við hljótum með þessum aðgerðum okkar að vera að skaða fólk. Eða hvað?Skoðum aðeins betur hina heilögu Skandinavíu Á meðan dvöl minni stóð í Noregi starfaði ég með tæplega þrítugum strák sem greindist með æxli i eista sem var fjarlægt. Í kjölfar skurðaðgerðar tók við hjá þessum dreng 6 vikna bið eftir svari við því hvort æxlið væri góðkynja eða illkynja. Seinna hóf ég svo störf á Meinafræðideildinni í Bergen og komst að því að að svona væri þetta bara. Meðalsvartími krabbameinssýna er alltaf 6 vikur. Biðtíminn í röntgen er 7 vikur, í sneiðmyndatöku 10 vikur og í segulómun 16 vikur. Nú er ég ekki að mæla þessum biðtíma í Noregi bót, heldur benda á að þrátt fyrir 6 vikna verkfall er biðtími í Noregi ennþá margfaldur á við hér. Varð ég þó aldrei vör við það að norskir heilbrigðisstarfsmenn væru sakaðir um að meiða fólk eða drepa, hvorki viljandi né óviljandi. Biðtíma í Noregi er hægt að kynna sér á netsíðunni frittsykehusvalg.no. Bið og svartíma er svipað til háttað í Svíþjóð. Væri nú ekki heppilegra að í stað þess að magna upp hræðslu meðal skjólstæðinga sinna með gífuryrðum í æsifréttastíl, að yfirmenn deilda, stofnana og heilbrigðismála höguðu málflutningi sínum á þá leið að verkfallsterroristarnir væru að gera sitt besta, væru að sinna þeim sjúkustu og að þau minna veiku þurfi ekki að vera hrædd við örlitla bið þótt hún sé óþægileg. Við erum öll mannleg og við reynum öll að hlýða samvisku okkar eftir bestu getu en við höfum líka öll okkar mörk varðandi það hvað er hægt að lifa lengi á góðmennskunni einni, því hún dugir skammt fyrir salti í grautinn. Mínum mörkum er náð, ég get ekki lifað á 240.000 krónum, svo einfalt er það. Frammi fyrir mér voru því 2 kostir í stöðunni, annars vegar að hætta störfum á LSH og róa á önnur mið eða hins vegar að veita atvinnuveitanda mínum tækifæri til að koma til móts við launakröfur mínar með því að fara í verkfall. Ábyrgðin liggur því hjá ríkinu. Það er ríkisins að ákveða hvort það sé tilbúið að vera áframhaldandi kaupandi starfskrafta minna en ekki öfugt. Lífið er nefnilega fullt af tækifærum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun