Erlent

Malasía og Indónesía ætla að hjálpa flóttafólki

Samúel Karl Ólason skrifar
Flóttamenn hafa sumir þurft að vera á sjó í langan tíma á þétt setnum skipum og bátum.
Flóttamenn hafa sumir þurft að vera á sjó í langan tíma á þétt setnum skipum og bátum. Vísir/AFP
Malasía og Indónesía munu veita þeim flóttamönnum sem koma að landi þar tímabundið skjól og neyðarhjálp. Fulltrúar landanna tveggja funduðu um málið í gær og eftir fundinn sagði utanríkisráðherra Malasíu að sjóherir ríkjanna muni hætta að draga skip flóttamanna aftur út í alþjóðleg hafsvæði.

Anifah Aman sagði að það þyrfti að aðstoða þetta fólk og að vegna aðstæðna þeirra væru þeir tilbúnir til að taka á móti þeim.

Samkvæmt BBC munu sjóherir landanna þó ekki leita að flóttafólki á hafi heldur eingöngu aðstoða þá sem ná til lands. Þar að auki væri hjálp þeirra háð því skilyrði að alþjóðasamfélagið myndi hjálpa til við að útvega þeim heimili á innan við ári.

Taíland kom ekki að tilkynningu ríkjanna tveggja og ekki liggur fyrir hvað þeir ætla sér.

Þúsundir flóttamanna hafa nú flúið frá Búrma og Bangladess og aðstæður þeirra á sjó þeykja einstaklega slæmar. 

Vísir/GraphicNews
Mannréttindasamtök segja þó að fólkinu sé ekki komið til hjálpar nægilega fljótt. Rohynga múslímar flýja ofsóknir í Búrma og fátækt fólk frá Bangladess er byrjað að nota sömu leiðir og þau. Í samtali við AP fréttaveituna segir Joe Lowry frá Alþjóðlegu samtökunum um búferlaflutninga að finna þurfi flóttafólkið á hafi úti og koma því til hjálpar.

Hann segir að mikill fjöldi þeirra þjáist af næringarskorti, ofþornun og öðrum sjúkdómum. Lowry segir þetta fólk þurf að komast undir læknishendur hið fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×