Tíu spennandi plötur ársins 2015 Freyr Bjarnason skrifar 2. janúar 2015 12:00 Metallica 1. Kanye West Reiknað er með að sjöunda hljóðversplata bandaríska rapparans komi út í síðasta lagi næsta sumar. Upptökustjórar eru Rick Rubin og Q-Tip, fyrrverandi meðlimur A Tribe Called Quest, sem hefur áður starfað með West. Síðasta plata rapparans, hin margslungna Yeezus, kom út 2013. 2. Radiohead Enska hljómsveitin hóf vinnu við sína níundu hljóðversplötu seint á þessu ári og búist er við útgáfu einhvern tímann árið 2015. Upptökustjóri er sem fyrr Nigel Godrich, en Radiohead sendi síðast frá sér hina taktvissu King of Limbs árið 2011. 3. Metallica Bandarísku þungarokkararnir hafa verið önnum kafnir í hljóðveri að undanförnu við gerð sinnar tíundu hljóðversplötu. Gítarleikarinn Kirk Hammett sagði við MTV að hljómsveitin væri að safna í gítarriff-bankann sinn og það hefði gengið vel. Síðasta plata Metallica, Death Magnetic, kom út 2008. Madonna4. Madonna Poppdrottningin hefur unnið hörðum höndum að sinni þrettándu hljóðversplötu, Rebel Heart. Þrettán ókláruðum lögum af plötunni var lekið á netið fyrr í þessum mánuði og í framhaldinu voru sex lög gefin út opinberlega. Útgáfa er fyrirhuguð í mars og á meðal laga eru Ghosttown og Living For Love, sem þykja vel heppnuð. 5. AdeleAllur heimurinn hefur beðið óþreyjufullur eftir nýju efni frá ensku söngkonunni Adele síðan platan 21 kom út árið 2011. Margir eru vongóðir um að ný plata líti dagsins ljós í ár. Adele hefur verið að vinna í plötunni undanfarið og samstarfsmaður hennar, Ryan Tedder, vill meina að hún verði „klikkuð“. Líklegur titill er 25. 6. The LibertinesBresku rokkararnir gerðu útgáfusamning við Virgin EMI og hyggja á útgáfu sinnar fyrstu plötu í áratug. Carl Barat og Pete Doherty hafa samið lög á plötuna bæði í Þýskalandi og Taílandi þar sem sá síðarnefndi hefur verið í meðferð. Muse7. MuseMuse hefur lofað því að næsta plata og sú sjöunda í röðinni verði ekki eins tilraunakennd og sú síðasta. Söngvarinn Matt Bellamy segir að platan verði hrárri og rokkaðari þar sem þriðja heimsstyrjöldin verði á meðal þess sem sungið verði um. Útgáfan er fyrirhuguð í sumar. 8. ColdplaySjöunda hljóðversplata ensku hljómsveitarinnar gæti orðið sú síðasta, ef eitthvað er að marka orð forsprakkans Chris Martin. Búast má við hressari plötu en Ghost Stories sem leit dagsins ljós í fyrra. Titillinn verður A Head Full of Dreams.Rihanna9. RihannaSöngkonan vinsæla hefur strítt aðdáendum sínum með stuttum hljóðbrotum á Instagram-síðu sinni að undanförnu en beðið hefur verið eftir nýju efni frá henni með óþreyju. Búast má við áttundu plötu Rihönnu árið 2015 en sú síðasta, Unapologetic, kom út 2012.10. Red Hot Chili PeppersSöngvarinn Anthony Kiedes tilkynnti að hljómsveitin væri á leiðinni í hljóðver í desember til að taka upp sína elleftu hljóðversplötu. Tók hann fram að Josh Klinghoffer myndi láta ljós sitt skína bæði sem gítarleikari og lagahöfundur. Síðasta plata fönkrokkaranna, I"m With You, kom út 2011. Tónlist Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
1. Kanye West Reiknað er með að sjöunda hljóðversplata bandaríska rapparans komi út í síðasta lagi næsta sumar. Upptökustjórar eru Rick Rubin og Q-Tip, fyrrverandi meðlimur A Tribe Called Quest, sem hefur áður starfað með West. Síðasta plata rapparans, hin margslungna Yeezus, kom út 2013. 2. Radiohead Enska hljómsveitin hóf vinnu við sína níundu hljóðversplötu seint á þessu ári og búist er við útgáfu einhvern tímann árið 2015. Upptökustjóri er sem fyrr Nigel Godrich, en Radiohead sendi síðast frá sér hina taktvissu King of Limbs árið 2011. 3. Metallica Bandarísku þungarokkararnir hafa verið önnum kafnir í hljóðveri að undanförnu við gerð sinnar tíundu hljóðversplötu. Gítarleikarinn Kirk Hammett sagði við MTV að hljómsveitin væri að safna í gítarriff-bankann sinn og það hefði gengið vel. Síðasta plata Metallica, Death Magnetic, kom út 2008. Madonna4. Madonna Poppdrottningin hefur unnið hörðum höndum að sinni þrettándu hljóðversplötu, Rebel Heart. Þrettán ókláruðum lögum af plötunni var lekið á netið fyrr í þessum mánuði og í framhaldinu voru sex lög gefin út opinberlega. Útgáfa er fyrirhuguð í mars og á meðal laga eru Ghosttown og Living For Love, sem þykja vel heppnuð. 5. AdeleAllur heimurinn hefur beðið óþreyjufullur eftir nýju efni frá ensku söngkonunni Adele síðan platan 21 kom út árið 2011. Margir eru vongóðir um að ný plata líti dagsins ljós í ár. Adele hefur verið að vinna í plötunni undanfarið og samstarfsmaður hennar, Ryan Tedder, vill meina að hún verði „klikkuð“. Líklegur titill er 25. 6. The LibertinesBresku rokkararnir gerðu útgáfusamning við Virgin EMI og hyggja á útgáfu sinnar fyrstu plötu í áratug. Carl Barat og Pete Doherty hafa samið lög á plötuna bæði í Þýskalandi og Taílandi þar sem sá síðarnefndi hefur verið í meðferð. Muse7. MuseMuse hefur lofað því að næsta plata og sú sjöunda í röðinni verði ekki eins tilraunakennd og sú síðasta. Söngvarinn Matt Bellamy segir að platan verði hrárri og rokkaðari þar sem þriðja heimsstyrjöldin verði á meðal þess sem sungið verði um. Útgáfan er fyrirhuguð í sumar. 8. ColdplaySjöunda hljóðversplata ensku hljómsveitarinnar gæti orðið sú síðasta, ef eitthvað er að marka orð forsprakkans Chris Martin. Búast má við hressari plötu en Ghost Stories sem leit dagsins ljós í fyrra. Titillinn verður A Head Full of Dreams.Rihanna9. RihannaSöngkonan vinsæla hefur strítt aðdáendum sínum með stuttum hljóðbrotum á Instagram-síðu sinni að undanförnu en beðið hefur verið eftir nýju efni frá henni með óþreyju. Búast má við áttundu plötu Rihönnu árið 2015 en sú síðasta, Unapologetic, kom út 2012.10. Red Hot Chili PeppersSöngvarinn Anthony Kiedes tilkynnti að hljómsveitin væri á leiðinni í hljóðver í desember til að taka upp sína elleftu hljóðversplötu. Tók hann fram að Josh Klinghoffer myndi láta ljós sitt skína bæði sem gítarleikari og lagahöfundur. Síðasta plata fönkrokkaranna, I"m With You, kom út 2011.
Tónlist Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira