Fellur ríkisstjórnin á læknadeilunni? Ragnar Victor Gunnarsson skrifar 2. janúar 2015 07:00 Sá sem hér ritar er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í heimilislækningum og einn af fáum læknum á landinu sem ekki á aðild að núverandi kjarasamningaviðræðum ríkisins við lækna. Engu að síður fylgist ég grannt með gangi viðræðna eins og margir landsmenn og hef áhyggjur af stöðu mála. Vakið hefur undrun mína að viðsemjendur lækna skuli tjá sig um gang mála í fjölmiðlum með óábyrgum hætti og t.d. heyrðist nefnt að læknar færu fram á 50% launahækkun, sem mun vera fjarri lagi. Samninganefnd lækna hefur hins vegar sýnt yfirvegun og engar tölur nefnt við blaðamenn enda eiga viðræður heima við samningaborðið og hvergi annars staðar, ekki síst eftir að ríkissáttasemjari hefur málið á sínum snærum. Nú blasir við að ekki hefur náðst samkomulag og stefnir í frekari verkfallsaðgerðir, sem eru læknum á móti skapi en ósveigjanleiki viðsemjanda knýr þá til verka. Laun lækna hafa ekki fylgt launaþróun í landinu, þeir eru undirmannaðir, nýliðun er nánast engin og því verður ríkisstjórnin að taka á sig rögg og semja við lækna. Ekkert annað kemur til greina. Heyrst hefur að ríkisstjórnin sé að velta fyrir sér að setja lög á aðgerðir lækna. Fari svo hygg ég að þá fyrst verði fjandinn laus. Læknar eru seinþreyttir til vandræða en sú ákvörðun yrði einfaldlega til þess að stór hluti læknahópsins myndi segja starfi sínu lausu. Í Svíþjóð eru læknar eina viku að vinna sér inn fyrir mánaðardagvinnulaunum læknis hérlendis. Þetta er staðreynd. Þorri almennings styður lækna í téðri kjarabaráttu og lagasetning á aðgerðir lækna hefði vafalaust í för með sér að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar hrökklast frá völdum. Því segi ég við ráðamenn: fyrir alla muni semjið við lækna. Slökkva þarf elda. Deilan snýst ekki einvörðungu um að halda læknum á landi voru, heldur að gera kleift að ungir íslenskir sérfræðilæknar erlendis geti hugsað sér að flytja heim. Staðan á Landspítalanum er grafalvarleg og enn verra er ástandið á heilsugæslu í þétt- og dreifbýli. Breyta má þessu ástandi með því að semja sem fyrst við lækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sá sem hér ritar er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í heimilislækningum og einn af fáum læknum á landinu sem ekki á aðild að núverandi kjarasamningaviðræðum ríkisins við lækna. Engu að síður fylgist ég grannt með gangi viðræðna eins og margir landsmenn og hef áhyggjur af stöðu mála. Vakið hefur undrun mína að viðsemjendur lækna skuli tjá sig um gang mála í fjölmiðlum með óábyrgum hætti og t.d. heyrðist nefnt að læknar færu fram á 50% launahækkun, sem mun vera fjarri lagi. Samninganefnd lækna hefur hins vegar sýnt yfirvegun og engar tölur nefnt við blaðamenn enda eiga viðræður heima við samningaborðið og hvergi annars staðar, ekki síst eftir að ríkissáttasemjari hefur málið á sínum snærum. Nú blasir við að ekki hefur náðst samkomulag og stefnir í frekari verkfallsaðgerðir, sem eru læknum á móti skapi en ósveigjanleiki viðsemjanda knýr þá til verka. Laun lækna hafa ekki fylgt launaþróun í landinu, þeir eru undirmannaðir, nýliðun er nánast engin og því verður ríkisstjórnin að taka á sig rögg og semja við lækna. Ekkert annað kemur til greina. Heyrst hefur að ríkisstjórnin sé að velta fyrir sér að setja lög á aðgerðir lækna. Fari svo hygg ég að þá fyrst verði fjandinn laus. Læknar eru seinþreyttir til vandræða en sú ákvörðun yrði einfaldlega til þess að stór hluti læknahópsins myndi segja starfi sínu lausu. Í Svíþjóð eru læknar eina viku að vinna sér inn fyrir mánaðardagvinnulaunum læknis hérlendis. Þetta er staðreynd. Þorri almennings styður lækna í téðri kjarabaráttu og lagasetning á aðgerðir lækna hefði vafalaust í för með sér að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar hrökklast frá völdum. Því segi ég við ráðamenn: fyrir alla muni semjið við lækna. Slökkva þarf elda. Deilan snýst ekki einvörðungu um að halda læknum á landi voru, heldur að gera kleift að ungir íslenskir sérfræðilæknar erlendis geti hugsað sér að flytja heim. Staðan á Landspítalanum er grafalvarleg og enn verra er ástandið á heilsugæslu í þétt- og dreifbýli. Breyta má þessu ástandi með því að semja sem fyrst við lækna.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun