Tónlistarkonan Sóley hefur lokið upptökum á annarri sólóplötu sinni og fer lokafrágangur hennar fram núna í byrjun janúar.
Útgáfa er fyrirhuguð síðar á árinu á vegum þýska fyrirtækisins Morr Music. Árið 2014 var viðburðaríkt hjá Sóleyju því auk þess að ljúka upptökum á plötunni eignaðist hún sitt fyrsta barn.
Fram undan hjá tónlistarkonunni er tónleikaferð síðar á árinu til að fylgja nýju plötunni eftir. Fyrsta plata hennar, We Sink, kom út 2011 við mjög góðar undirtektir.
Sólóplata á leiðinni
