Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Haraldur Guðmundsson skrifar 5. janúar 2015 07:00 Búið er að grafa um 48 prósent af heildarlengd Vaðlaheiðarganga. Mynd/Valgeir Norðfjarðargöng við Eskifjörð lengdust um 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um tvöfalt meira en Vaðlaheiðargöng í Eyjafirði. Verktakar í Vaðlaheiðargöngum neyddust til að flýja heitt vatn í göngunum en veikburða setlög töfðu gangagerðina á Austurlandi.„Það má segja að það hafi gengið þokkalega en þetta hefur þó verið sveiflukennt eins og gengur og gerist,“ segir Guðmundur Þór Björnsson, starfsmaður verkfræðistofunnar Hnits sem fer með umsjón og eftirlit með framkvæmdum vegna Norðfjarðarganga. Búið er að grafa um 64 prósent af heildarlengd Norðfjarðarganga, alls 4,8 kílómetra, og er unnið bæði frá Eskifirði og Fannardal Norðfjarðarmegin. Verkið er á áætlun og að sögn Guðmundar er ekkert sem bendir til þess að göngin verði ekki opnuð haustið 2017. „Það má þó segja að verktakinn hafði væntingar um að vera búinn að grafa meira en komið er. Við höfum lent í erfiðum setlögum, sérstaklega Eskifjarðarmegin, sem kölluðu á hæga yfirferð og miklar styrkingar. En við höfum ekki lent í neinum vandamálum með vatn eða neitt annað óvenjulegt,“ segir Guðmundur.Valgeir BergmannÍ febrúar í fyrra opnaðist stór heitavatnssprunga í Vaðlaheiðargöngum og síðan þá hafa minni sprungur opnast Eyjafjarðarmegin. Verktakar þar áttu í kjölfarið erfitt með að vinna fullan vinnudag sökum hita og raka. Því var ákveðið að færa tæki og tól yfir í Fnjóskadal þar sem gangagerð hófst í byrjun september. „Ég segi ekki að þetta sé einstakt í sögu gangagerðar hér á landi en það er mjög óvenjulegt að lenda í svona miklu magni af heitu vatni. Þetta hefur tafið framkvæmdina talsvert og nú er líklegt að verklok verði vorið 2017 en ekki hálfu ári áður eins og upphaflega var áætlað,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. „Vatnið og hitinn sem af því kemur leiddi til þess að við þurfum að fara í mun meiri bergþéttingar Eyjafjarðarmegin en áætlað var,“ bætir Valgeir við. Vaðlaheiðargöng lengdust um rúma tvo kílómetra á síðasta ári en þau eru nú 3,4 kílómetra löng. Valgeir vonar að framkvæmdir í Eyjafirði geti hafist aftur á næstu tveimur til þremur mánuðum. Ekki hefur tekist að loka stóru sprungunni, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, en tekist hefur að minnka vatnsstrauminn úr sprungunni um 80 prósent, og nú er unnið að því að leiða vatnið út úr göngunum í rörum. „Við bindum miklar vonir við að rakastigið og hitinn lækki með bergþéttingunni og rörunum. Síðan er í skoðun að stækka loftræstikerfið. Við munum því sigra þetta fjall en það mun líklega taka aðeins lengri tíma,“ segir Valgeir. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Norðfjarðargöng við Eskifjörð lengdust um 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um tvöfalt meira en Vaðlaheiðargöng í Eyjafirði. Verktakar í Vaðlaheiðargöngum neyddust til að flýja heitt vatn í göngunum en veikburða setlög töfðu gangagerðina á Austurlandi.„Það má segja að það hafi gengið þokkalega en þetta hefur þó verið sveiflukennt eins og gengur og gerist,“ segir Guðmundur Þór Björnsson, starfsmaður verkfræðistofunnar Hnits sem fer með umsjón og eftirlit með framkvæmdum vegna Norðfjarðarganga. Búið er að grafa um 64 prósent af heildarlengd Norðfjarðarganga, alls 4,8 kílómetra, og er unnið bæði frá Eskifirði og Fannardal Norðfjarðarmegin. Verkið er á áætlun og að sögn Guðmundar er ekkert sem bendir til þess að göngin verði ekki opnuð haustið 2017. „Það má þó segja að verktakinn hafði væntingar um að vera búinn að grafa meira en komið er. Við höfum lent í erfiðum setlögum, sérstaklega Eskifjarðarmegin, sem kölluðu á hæga yfirferð og miklar styrkingar. En við höfum ekki lent í neinum vandamálum með vatn eða neitt annað óvenjulegt,“ segir Guðmundur.Valgeir BergmannÍ febrúar í fyrra opnaðist stór heitavatnssprunga í Vaðlaheiðargöngum og síðan þá hafa minni sprungur opnast Eyjafjarðarmegin. Verktakar þar áttu í kjölfarið erfitt með að vinna fullan vinnudag sökum hita og raka. Því var ákveðið að færa tæki og tól yfir í Fnjóskadal þar sem gangagerð hófst í byrjun september. „Ég segi ekki að þetta sé einstakt í sögu gangagerðar hér á landi en það er mjög óvenjulegt að lenda í svona miklu magni af heitu vatni. Þetta hefur tafið framkvæmdina talsvert og nú er líklegt að verklok verði vorið 2017 en ekki hálfu ári áður eins og upphaflega var áætlað,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. „Vatnið og hitinn sem af því kemur leiddi til þess að við þurfum að fara í mun meiri bergþéttingar Eyjafjarðarmegin en áætlað var,“ bætir Valgeir við. Vaðlaheiðargöng lengdust um rúma tvo kílómetra á síðasta ári en þau eru nú 3,4 kílómetra löng. Valgeir vonar að framkvæmdir í Eyjafirði geti hafist aftur á næstu tveimur til þremur mánuðum. Ekki hefur tekist að loka stóru sprungunni, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, en tekist hefur að minnka vatnsstrauminn úr sprungunni um 80 prósent, og nú er unnið að því að leiða vatnið út úr göngunum í rörum. „Við bindum miklar vonir við að rakastigið og hitinn lækki með bergþéttingunni og rörunum. Síðan er í skoðun að stækka loftræstikerfið. Við munum því sigra þetta fjall en það mun líklega taka aðeins lengri tíma,“ segir Valgeir.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira