Skattaskjólið Ísland Gunnar Þór Gíslason skrifar 6. janúar 2015 00:00 Forstjóri Haga hefur nú gengist við því að kjúklingaeldi heyri til landbúnaðar en ekki iðnaðarframleiðslu. Það er umtalsvert ánægjuefni. Sinnaskiptin voru gerð lýðnum heyrinkunn á sjálfum aðfangadegi jóla í grein hér í Fréttablaðinu. Tilefni skrifa forstjórans var samt að gera tortryggilegt eignarhald fyrirtækis sem stundar kjúklingaeldi á Íslandi, Matfugls ehf., sem er að öllu leyti í eigu eignarhaldsfélagsins Langasjávar ehf. Langisjór ehf. á nokkur önnur íslensk félög sem sinna starfsemi af ýmsu tagi, hafa hátt í 300 manns í vinnu og standa við skatta sína og skyldur á sama hátt og önnur félög í íslenskum atvinnurekstri. Hluthafar Langasjávar ehf. eru fjögur íslensk systkin og öll störfum við hjá dótturfélögum Langasjávar. Fimmti hluthafinn er Coldrock Investments Limited, félag skráð í Evrópusambandsríkinu Möltu. Forstjórinn kallar þennan eiganda Langasjávar „bændur í skattaskjólum“ og leggur síðan út af eigin fullyrðingu á kunnuglegan máta frá hans hendi í opinberri umræðu. Skilja má af orðum forstjórans að erlend fjárfesting sé á einhvern hátt óeðlileg eða óæskileg í íslensku atvinnulífi, sem kemur satt að segja á óvart. Aðallega gefur hann samt í skyn að það sé skattalegt athugunarefni að félag á Möltu eigi hlut í íslensku eignarhaldsfélagi, sem kemur á óvart líka! Svo vill til að greinarhöfundur, Finnur Árnason, er velmenntaður viðskiptafræðingur hérlendis og erlendis, einn af framámönnum íslensks viðskiptalífs til margra ára og einn hæstlaunaði forstjóri Íslands. Hann ætti að vita betur en flestir að skattanna vegna er tæplega hagstæðara að eiga og reka eignarhaldsfélög en einmitt hér heima. Ísland er „skattaskjól“ í þeim skilningi! Ég þekki ekki skattakerfi Möltu í þaula en vandséð er hvernig skattlagning félaga vegna tekna þeirra af eignarhlutum í öðrum félögum getur verið lægri en það sem íslensk eignarhaldsfélög greiða, 0% – núll! Þetta veit Finnur auðvitað en hann virðist samt ekki hafa staðist freistinguna til að nýta þetta tækifæri til að sverta íslenskan landbúnað og þá sem við hann starfa. Við systkinin erum endanlegir eigendur að Coldrock Investments Limted. Skýringin á tilvist félagsins í hluthafahópi Langasjávar ehf. er að eitt af dótturfélögum Langasjávar ehf. þurfti fjárhagslegan stuðning árið 2011 og við nýttum fjármuni sem við áttum erlendis til að auka eigið fé fyrirtækjanna á Íslandi. Við biðjumst ekki afsökunar á því að leggja fjármuni í íslenskt atvinnulíf, hvorki gagnvart Hagaforstjóranum né öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Forstjóri Haga hefur nú gengist við því að kjúklingaeldi heyri til landbúnaðar en ekki iðnaðarframleiðslu. Það er umtalsvert ánægjuefni. Sinnaskiptin voru gerð lýðnum heyrinkunn á sjálfum aðfangadegi jóla í grein hér í Fréttablaðinu. Tilefni skrifa forstjórans var samt að gera tortryggilegt eignarhald fyrirtækis sem stundar kjúklingaeldi á Íslandi, Matfugls ehf., sem er að öllu leyti í eigu eignarhaldsfélagsins Langasjávar ehf. Langisjór ehf. á nokkur önnur íslensk félög sem sinna starfsemi af ýmsu tagi, hafa hátt í 300 manns í vinnu og standa við skatta sína og skyldur á sama hátt og önnur félög í íslenskum atvinnurekstri. Hluthafar Langasjávar ehf. eru fjögur íslensk systkin og öll störfum við hjá dótturfélögum Langasjávar. Fimmti hluthafinn er Coldrock Investments Limited, félag skráð í Evrópusambandsríkinu Möltu. Forstjórinn kallar þennan eiganda Langasjávar „bændur í skattaskjólum“ og leggur síðan út af eigin fullyrðingu á kunnuglegan máta frá hans hendi í opinberri umræðu. Skilja má af orðum forstjórans að erlend fjárfesting sé á einhvern hátt óeðlileg eða óæskileg í íslensku atvinnulífi, sem kemur satt að segja á óvart. Aðallega gefur hann samt í skyn að það sé skattalegt athugunarefni að félag á Möltu eigi hlut í íslensku eignarhaldsfélagi, sem kemur á óvart líka! Svo vill til að greinarhöfundur, Finnur Árnason, er velmenntaður viðskiptafræðingur hérlendis og erlendis, einn af framámönnum íslensks viðskiptalífs til margra ára og einn hæstlaunaði forstjóri Íslands. Hann ætti að vita betur en flestir að skattanna vegna er tæplega hagstæðara að eiga og reka eignarhaldsfélög en einmitt hér heima. Ísland er „skattaskjól“ í þeim skilningi! Ég þekki ekki skattakerfi Möltu í þaula en vandséð er hvernig skattlagning félaga vegna tekna þeirra af eignarhlutum í öðrum félögum getur verið lægri en það sem íslensk eignarhaldsfélög greiða, 0% – núll! Þetta veit Finnur auðvitað en hann virðist samt ekki hafa staðist freistinguna til að nýta þetta tækifæri til að sverta íslenskan landbúnað og þá sem við hann starfa. Við systkinin erum endanlegir eigendur að Coldrock Investments Limted. Skýringin á tilvist félagsins í hluthafahópi Langasjávar ehf. er að eitt af dótturfélögum Langasjávar ehf. þurfti fjárhagslegan stuðning árið 2011 og við nýttum fjármuni sem við áttum erlendis til að auka eigið fé fyrirtækjanna á Íslandi. Við biðjumst ekki afsökunar á því að leggja fjármuni í íslenskt atvinnulíf, hvorki gagnvart Hagaforstjóranum né öðrum.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun