Innlent

Segir Sigmund beita smjörklípuaðferð

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Össur Skarphéðinsson segir viðfangsefni ríkisstjórnarinnar erfið.
Össur Skarphéðinsson segir viðfangsefni ríkisstjórnarinnar erfið. fréttablaðið/vilhelm
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ný tillaga um að slíta viðræðum við ESB myndi koma sér illa, bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og fólkið í landinu. Hann muni ekki styðja slíkt i utanríkismálanefnd.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag að von væri á nýrri tillögu um að slíta viðræðum við Evrópusambandið. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir þetta vera smjörklípu hjá Sigmundi.

„Hann er með flokk sem er búinn að tapa meira en helmingi af fylginu, hann er með læknaverkfall og hann er með mikla ólgu á vinnumarkaði,“ segir Össur. „Það getur vel verið að nú þurfi að fá einhverja sprengju til að ná upp fylgi,“ segir Vilhjálmur Bjarnason.

Össur segir að ummælin virki eins og rauð dula framan í evrópusinnaða sjálfstæðismenn. „Ég held að Sigmundur hafi komið fram með þessa hugmynd í fljótræði. Hann hafi ekki rætt þetta við Sjálfstæðisflokkinn.

Við sjáum það að í fyrra nánast klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn. Ég held að ef hann keyri þetta fram þá verði þetta til þess að Viðreisn, sem er fyrst og fremst búin til af evrópusinnuðum sjálfstæðismönnum, muni fá súrefni til þess að mynda flokk fyrir næstu kosningar og það mun gulltryggja það að þessi ríkisstjórn fellur,“ segir Össur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×