Eiga lag í dramatískri senu í Taken 3 Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. janúar 2015 08:00 Ólafur Arnalds og Arnór Dan Arnarson eiga lag í magnaðri senu í Taken 3. „Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá tölvupóstinn þar sem stóð að lagið okkar yrði notað í myndinni,“ segir tónlistarmaðurinn Arnór Dan Arnarson. Hann og Ólafur Arnalds eiga lag í kvikmyndinni Taken 3 sem verður frumsýnd hér á landi annað kvöld. Lagið sem ber titilinn A Stutter er nánast leikið í heild sinni í dramatískri senu í myndinni. Lagið er tekið af plötunni For Now I Am Winter sem Ólafur Arnalds sendi frá sér árið 2013. „Það eru einhverjar þrjár mínútur af laginu spilaðar í senunni. Það er spilað þegar Liam Neeson er að taka mjög alvarlegt símtal eins og hann er þekktur fyrir í myndunum,“ segir Arnór Dan. Hann er mikill aðdáandi Liams Neeson, sem leikur aðalhlutverkið í myndinni. „Mér finnst hann frábær og mér fannst Taken 1 vera mjög góð mynd. Ætli Taken 3 verði samt ekki bara best út af allri góðu tónlistinni í henni,“ segir Arnór Dan og hlær.Arnór Dan Arnarson og Ólafur Arnalds eru góðir vinir og vinna vel saman. Hér eru þeir að snæða ís saman í Bandaríkjunum þegar þeir voru á tónleikaferðalagi árið 2013.mynd/Arnór Dan ArnarsonÞetta er í fyrsta sinn sem hann á hlut í lagi sem notað er í kvikmynd og segir það mikinn heiður. „Þetta er mikið mál fyrir mig, mér finnst þetta frábært og mikill heiður. Þetta er líka rosalega mikil kynning á okkur og okkar músík. Líka vitandi það að þetta geti hjálpað við að kynna aðra tónlist sem maður er að gera og hefur gert,“ útskýrir Arnór Dan. Hann segir það margra ára vinnu að þakka að lagið skuli vera notað í svona stórmynd. „Þetta er margra ára vinna, Ólafur er kominn með gott fyrirtæki á bak við sig og ég er í rauninni heppinn að vera með honum. Publishing-fyrirtækið hans sér alfarið um þetta en ég dett svo inn í þann pakka,“ útskýrir Arnór Dan.Lagið er spilað þegar Liam Neeson er að taka mjög alvarlegt símtal eins og hann er þekktur fyrir í myndunum.Nordicphotos/gettyÓlafur Arnalds hefur einmitt átt tónlist í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og er að gera það gott á því sviði. Hann samdi til að mynda tónlistina í bresku BAFTA-verðlaunaþáttaröðina Broadchurch. Saman sömdu þeir hins vegar þemalagið fyrir báðar seríur þáttanna. „Í vikunni var fyrsti þátturinn af annarri seríu frumsýndur og hann hefur verið að fá frábær viðbrögð.“ Spurður út í peningana sem fylgja svona samningi segir Arnór Dan þetta vera góðan bónus. „Þetta er meganæs bónus, ég er kannski ekki að fara að kaupa mér bíl en það verður gaman að sjá hvernig stefgjöldin þróast í kjölfarið,“ bætir Arnór Dan við. Báðir eru þeir á fullu í sínum verkefnum þessa dagana, Ólafur með Kiasmos og Arnór Dan með Agent Fresco. „Ég veit að við eigum eftir að reyna að vinna saman aftur, ég veit ekki undir hvaða nafni og í hvaða samhengi. Við náum vel saman, erum góðir vinir og erum stoltir af því sem við höfum gefið út.“ Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
„Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá tölvupóstinn þar sem stóð að lagið okkar yrði notað í myndinni,“ segir tónlistarmaðurinn Arnór Dan Arnarson. Hann og Ólafur Arnalds eiga lag í kvikmyndinni Taken 3 sem verður frumsýnd hér á landi annað kvöld. Lagið sem ber titilinn A Stutter er nánast leikið í heild sinni í dramatískri senu í myndinni. Lagið er tekið af plötunni For Now I Am Winter sem Ólafur Arnalds sendi frá sér árið 2013. „Það eru einhverjar þrjár mínútur af laginu spilaðar í senunni. Það er spilað þegar Liam Neeson er að taka mjög alvarlegt símtal eins og hann er þekktur fyrir í myndunum,“ segir Arnór Dan. Hann er mikill aðdáandi Liams Neeson, sem leikur aðalhlutverkið í myndinni. „Mér finnst hann frábær og mér fannst Taken 1 vera mjög góð mynd. Ætli Taken 3 verði samt ekki bara best út af allri góðu tónlistinni í henni,“ segir Arnór Dan og hlær.Arnór Dan Arnarson og Ólafur Arnalds eru góðir vinir og vinna vel saman. Hér eru þeir að snæða ís saman í Bandaríkjunum þegar þeir voru á tónleikaferðalagi árið 2013.mynd/Arnór Dan ArnarsonÞetta er í fyrsta sinn sem hann á hlut í lagi sem notað er í kvikmynd og segir það mikinn heiður. „Þetta er mikið mál fyrir mig, mér finnst þetta frábært og mikill heiður. Þetta er líka rosalega mikil kynning á okkur og okkar músík. Líka vitandi það að þetta geti hjálpað við að kynna aðra tónlist sem maður er að gera og hefur gert,“ útskýrir Arnór Dan. Hann segir það margra ára vinnu að þakka að lagið skuli vera notað í svona stórmynd. „Þetta er margra ára vinna, Ólafur er kominn með gott fyrirtæki á bak við sig og ég er í rauninni heppinn að vera með honum. Publishing-fyrirtækið hans sér alfarið um þetta en ég dett svo inn í þann pakka,“ útskýrir Arnór Dan.Lagið er spilað þegar Liam Neeson er að taka mjög alvarlegt símtal eins og hann er þekktur fyrir í myndunum.Nordicphotos/gettyÓlafur Arnalds hefur einmitt átt tónlist í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og er að gera það gott á því sviði. Hann samdi til að mynda tónlistina í bresku BAFTA-verðlaunaþáttaröðina Broadchurch. Saman sömdu þeir hins vegar þemalagið fyrir báðar seríur þáttanna. „Í vikunni var fyrsti þátturinn af annarri seríu frumsýndur og hann hefur verið að fá frábær viðbrögð.“ Spurður út í peningana sem fylgja svona samningi segir Arnór Dan þetta vera góðan bónus. „Þetta er meganæs bónus, ég er kannski ekki að fara að kaupa mér bíl en það verður gaman að sjá hvernig stefgjöldin þróast í kjölfarið,“ bætir Arnór Dan við. Báðir eru þeir á fullu í sínum verkefnum þessa dagana, Ólafur með Kiasmos og Arnór Dan með Agent Fresco. „Ég veit að við eigum eftir að reyna að vinna saman aftur, ég veit ekki undir hvaða nafni og í hvaða samhengi. Við náum vel saman, erum góðir vinir og erum stoltir af því sem við höfum gefið út.“
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira