Íslensku strákarnir borga 120.000 fyrir uppihald hinna liðanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2015 07:45 Íslenska U-21 liðið varð í öðru sæti á HM í Túnis árið 2009. Hér er hluti þess hóps sem náði þeim magnaða árangri. mynd/ihf Eftir rúma viku hefur íslenska A-landsliðið í handbolta þátttöku á HM í Katar en strákarnir okkar, eins og þeir eru iðulega kallaðir, hafa getað yljað íslensku þjóðinni á köldum janúardögum undanfarin ár með þátttöku sinni á hverju stórmótinu á fætur öðru. Að baki velgengni A-landsliðsins býr þrotlaust starf á bak við tjöldin sem hefst með yngri landsliðum Íslands. Yngri landslið Íslands hafa unnið til verðlauna á stórmótum. U-21 liðið vann brons á HM í Egyptalandi 1993 þar sem Dagur Sigurðsson var fyrirliði og Ólafur Stefánsson og Patrekur Jóhannesson í stórum hlutverkum. U-18 liðið árið 2003 varð Evrópumeistari í Slóvakíu þar sem Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson voru í eldlínunni. U-19 lið Íslands vann svo eftirminnilegt silfur á HM í Túnis árið 2009. Þar var Aron Pálmarsson í aðalhlutverki. Leikmenn allra þessara liða eiga það sameiginlegt að hafa tekið sjálfir þátt í fjármögnun fyrir ferðakostnaði liðsins á viðkomandi mót. Þá með ýmiss konar fjármögnun eða með því að taka sjálfir þátt í kostnaðinum, þá helst með aðstoð foreldra eða annarra aðstandenda. Á morgun hefst undankeppni fyrir HM U-21 liða en riðill Íslands verður leikinn hér á landi um helgina. Þrátt fyrir að enginn ferðakostnaður fylgi þátttökunni í þetta skiptið þarf gestgjafinn að sjá um uppihald hinna liðanna meðan á keppninni stendur – hótelgistingu, máltíðum og akstri.standa í ströngu Gunnar Magnússon, þjálfari U-21 liðsins, með Einari Þorvarðarsyni framkvæmdastjóra.Vildum spila á heimavelli „Við þurftum ekki að taka það að okkur að vera með þennan riðil á Íslandi og hefðum getað gefið það frá okkur,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, í samtali við Fréttablaðið og bætir við að kostnaður sambandsins við að halda keppnina sé um fimm milljónir króna. „Við spurðum því strákana í liðinu í haust hvort þeir væru til í að fara í þetta verkefni með okkur og þeir hafa lagt á sig mikla vinnu í sinni fjármögnuninni, bæði með því að selja miða á leikina og auglýsingar,“ segir Einar en HSÍ kemur á móti með sínar fjáröflunarleiðir til að ná upp í kostnað við mótið. „Við viljum sýna þessum strákum að þeir þurfa ekki alltaf að fara til útlanda til að spila í alþjóðlegum mótum. Með því að spila á heimavelli aukum við einnig um leið möguleika okkar á að komast áfram í lokakeppnina sem er auðvitað stóra markmiðið hjá öllum okkar landsliðum.“Dýrar ferðir fram undan Þá er hins vegar komið að næstu kostnaðarhindrun því allur kostnaður við að senda landslið á stórmót í handbolta fellur á viðkomandi handboltasamband. Lokakeppni HM U-21 liða fer fram í Brasilíu næsta sumar og Einar býst við að kostnaður HSÍ við að senda lið þangað gæti orðið um 12-15 milljónir króna. „U-19 liðið okkar er þegar búið að tryggja sig inn á lokamót sem fer fram í Rússlandi næsta sumar og ef okkur tekst líka að komast til Brasilíu stöndum við frammi fyrir ákveðnum vanda og þurfum að spyrja stórra spurninga,“ segir Einar sem segir blasa við að leikmenn og aðstandendur þeirra þurfi að fara í fjársafnanir líkt og hingað til. „Þetta snýst um hvernig landslið við ætlum að eiga í framtíðinni og hvernig við ætlum að byggja það upp. Það er gjörsamlega óbreytt ástand í íslenskum afreksíþróttum og engin þróun hefur átt sér stað. Það er einfaldlega bara stopp á öllu saman,“ segir Einar en HSÍ mun að sjálfsögðu sækja um styrk úr Afreksmannasjóði ÍSÍ fyrir þátttökunni. „En framlagið úr honum mun aðeins hjálpa til við þann kostnað að mjög litlu leyti. Þannig er bara umhverfið á Íslandi og við þetta hefur HSÍ þurft að búa. Það þýðir ekki bara að horfa til þess sem A-landsliðin okkar eru að gera hverju sinni því við þurfum að byggja upp kynslóðirnar sem eiga að taka við keflinu í framtíðinni.“Þurfa að safna 120.000 krónum sjálfir Leikmenn U-21 landsliðs Íslands þurfa að taka þátt í fjáröflun fyrir undankeppni HM þrátt fyrir að riðill Íslands fari fram hér á landi og enginn ferðakostnaður fylgi þátttökunni. HSÍ þarf að greiða fyrir uppihald hinna liðanna meðan á dvölinni stendur og sömdu forsvarsmenn sambandsins við strákana um að þeir tækju þátt í fjáröfluninni. Viðmiðið er að hver leikmaður safni 120 þúsundum króna í tekjur fyrir sambandið og segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, að ákveðið hafi verið að fara óhefðbundna leið í fjáröfluninni að þessu sinni. „Við erum nú að selja inn á leiki yngri landsliða í fyrsta sinn og hafa strákarnir verið að selja helgarpassa sem gildir á alla leikina. Þá taka þeir einnig þátt í því að selja auglýsingapláss í leikskrá og annað slíkt,“ segir Einar en kostnaður HSÍ við að halda mótið er um fimm milljónir króna. „Í fyrra var haldið sams konar mót í kvennaflokki hér á landi og þá komu foreldrar að fjáröflun og lögðu á sig mikla vinnu til að koma öllu heim og saman, sem tókst að lokum. Ég hef fulla trú á því að fjáröflunin fyrir þetta mót gangi einnig eftir.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Eftir rúma viku hefur íslenska A-landsliðið í handbolta þátttöku á HM í Katar en strákarnir okkar, eins og þeir eru iðulega kallaðir, hafa getað yljað íslensku þjóðinni á köldum janúardögum undanfarin ár með þátttöku sinni á hverju stórmótinu á fætur öðru. Að baki velgengni A-landsliðsins býr þrotlaust starf á bak við tjöldin sem hefst með yngri landsliðum Íslands. Yngri landslið Íslands hafa unnið til verðlauna á stórmótum. U-21 liðið vann brons á HM í Egyptalandi 1993 þar sem Dagur Sigurðsson var fyrirliði og Ólafur Stefánsson og Patrekur Jóhannesson í stórum hlutverkum. U-18 liðið árið 2003 varð Evrópumeistari í Slóvakíu þar sem Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson voru í eldlínunni. U-19 lið Íslands vann svo eftirminnilegt silfur á HM í Túnis árið 2009. Þar var Aron Pálmarsson í aðalhlutverki. Leikmenn allra þessara liða eiga það sameiginlegt að hafa tekið sjálfir þátt í fjármögnun fyrir ferðakostnaði liðsins á viðkomandi mót. Þá með ýmiss konar fjármögnun eða með því að taka sjálfir þátt í kostnaðinum, þá helst með aðstoð foreldra eða annarra aðstandenda. Á morgun hefst undankeppni fyrir HM U-21 liða en riðill Íslands verður leikinn hér á landi um helgina. Þrátt fyrir að enginn ferðakostnaður fylgi þátttökunni í þetta skiptið þarf gestgjafinn að sjá um uppihald hinna liðanna meðan á keppninni stendur – hótelgistingu, máltíðum og akstri.standa í ströngu Gunnar Magnússon, þjálfari U-21 liðsins, með Einari Þorvarðarsyni framkvæmdastjóra.Vildum spila á heimavelli „Við þurftum ekki að taka það að okkur að vera með þennan riðil á Íslandi og hefðum getað gefið það frá okkur,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, í samtali við Fréttablaðið og bætir við að kostnaður sambandsins við að halda keppnina sé um fimm milljónir króna. „Við spurðum því strákana í liðinu í haust hvort þeir væru til í að fara í þetta verkefni með okkur og þeir hafa lagt á sig mikla vinnu í sinni fjármögnuninni, bæði með því að selja miða á leikina og auglýsingar,“ segir Einar en HSÍ kemur á móti með sínar fjáröflunarleiðir til að ná upp í kostnað við mótið. „Við viljum sýna þessum strákum að þeir þurfa ekki alltaf að fara til útlanda til að spila í alþjóðlegum mótum. Með því að spila á heimavelli aukum við einnig um leið möguleika okkar á að komast áfram í lokakeppnina sem er auðvitað stóra markmiðið hjá öllum okkar landsliðum.“Dýrar ferðir fram undan Þá er hins vegar komið að næstu kostnaðarhindrun því allur kostnaður við að senda landslið á stórmót í handbolta fellur á viðkomandi handboltasamband. Lokakeppni HM U-21 liða fer fram í Brasilíu næsta sumar og Einar býst við að kostnaður HSÍ við að senda lið þangað gæti orðið um 12-15 milljónir króna. „U-19 liðið okkar er þegar búið að tryggja sig inn á lokamót sem fer fram í Rússlandi næsta sumar og ef okkur tekst líka að komast til Brasilíu stöndum við frammi fyrir ákveðnum vanda og þurfum að spyrja stórra spurninga,“ segir Einar sem segir blasa við að leikmenn og aðstandendur þeirra þurfi að fara í fjársafnanir líkt og hingað til. „Þetta snýst um hvernig landslið við ætlum að eiga í framtíðinni og hvernig við ætlum að byggja það upp. Það er gjörsamlega óbreytt ástand í íslenskum afreksíþróttum og engin þróun hefur átt sér stað. Það er einfaldlega bara stopp á öllu saman,“ segir Einar en HSÍ mun að sjálfsögðu sækja um styrk úr Afreksmannasjóði ÍSÍ fyrir þátttökunni. „En framlagið úr honum mun aðeins hjálpa til við þann kostnað að mjög litlu leyti. Þannig er bara umhverfið á Íslandi og við þetta hefur HSÍ þurft að búa. Það þýðir ekki bara að horfa til þess sem A-landsliðin okkar eru að gera hverju sinni því við þurfum að byggja upp kynslóðirnar sem eiga að taka við keflinu í framtíðinni.“Þurfa að safna 120.000 krónum sjálfir Leikmenn U-21 landsliðs Íslands þurfa að taka þátt í fjáröflun fyrir undankeppni HM þrátt fyrir að riðill Íslands fari fram hér á landi og enginn ferðakostnaður fylgi þátttökunni. HSÍ þarf að greiða fyrir uppihald hinna liðanna meðan á dvölinni stendur og sömdu forsvarsmenn sambandsins við strákana um að þeir tækju þátt í fjáröfluninni. Viðmiðið er að hver leikmaður safni 120 þúsundum króna í tekjur fyrir sambandið og segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, að ákveðið hafi verið að fara óhefðbundna leið í fjáröfluninni að þessu sinni. „Við erum nú að selja inn á leiki yngri landsliða í fyrsta sinn og hafa strákarnir verið að selja helgarpassa sem gildir á alla leikina. Þá taka þeir einnig þátt í því að selja auglýsingapláss í leikskrá og annað slíkt,“ segir Einar en kostnaður HSÍ við að halda mótið er um fimm milljónir króna. „Í fyrra var haldið sams konar mót í kvennaflokki hér á landi og þá komu foreldrar að fjáröflun og lögðu á sig mikla vinnu til að koma öllu heim og saman, sem tókst að lokum. Ég hef fulla trú á því að fjáröflunin fyrir þetta mót gangi einnig eftir.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira