Lífið

Teiknar gæludýr af mikilli ástríðu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Sesselja Anna er hér að teikna kisuna, Bollu sem var eitt sinn í eigu þekkts íslensks tónlistarmanns.
Sesselja Anna er hér að teikna kisuna, Bollu sem var eitt sinn í eigu þekkts íslensks tónlistarmanns. vísir/pjetur
„Mér finnst bara ekki jafn skemmtilegt að teikna mannfólk og dýr,“ segir hin tvítuga Sesselja Anna Óskarsdóttir.  Hún sérhæfir sig í að teikna dýr enda mikill dýravinur sjálf. „Ég á mjög mörg dýr og hef alltaf átt, við eigum til dæmis nokkra hesta og nokkra hunda núna. Við höfum einnig átt ketti og fleiri dýr,“ bætir Sesselja við. Hún býr þó ekki á einhverjum bóndabæ úti á landi heldur á Kjalarnesinu.

Sesselja Anna hefur alltaf haft mikinn áhuga á teikningum og byrjaði að teikna strax á grunnskólaaldri. „Ég byrjaði strax í fyrsta bekk að teikna og hef haldið utan um teikningarnar mínar síðan þá.“

Hún teiknar ekki eingöngu eigin dýr, því hún tekur að sér að teikna dýr annarra. „Ég hef teiknað dýr sem ég hef átt og svo er ég að teikna dýr fyrir fólk sem hefur samband við mig. Ef fólk er ekki að panta þá er ég bara að teikna hin ýmsu dýr.“

Hún notar helst kolblýanta og svartan trélit í sín verk og getur gleymt sér við teikningarnar. „Ef ég nenni að sitja allan daginn að teikna þá næ ég að klára eina mynd á dag en maður þarf líka að taka sér pásur inn á milli,“ bætir Sesselja Anna við, sem sýnir myndirnar sínar á Facebook






Fleiri fréttir

Sjá meira


×