Lífið

Odee með veggspjald

Freyr Bjarnason skrifar
Veggspjaldið sem Odee hannaði fyrir Íslenska dansflokkinn.
Veggspjaldið sem Odee hannaði fyrir Íslenska dansflokkinn.
Þann 6. febrúar næstkomandi sýnir Íslenski dansflokkurinn TAUGAR á Nýja sviði Borgarleikhússins.

Að þessu sinni hefur flokkurinn fengið listamanninn Odee til liðs við sig við gerð veggspjalds sýningarinnar. Með samstarfinu vill dansflokkurinn halda áfram að tvinna saman myndlist og danslist á nýjan hátt og þar með efla tengsl þessara tveggja listgreina enn meira.

Oddur Eysteinn starfar með Íslenska dansflokknum.
Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, gerir verk í klippimyndastíl og vinnur verkin sín í ál. Verkið hans sem prýðir veggspjald TAUGA ber heitið Skugga-Baldur og hægt verður að njóta þess víða um borgina á komandi vikum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×