Berrassaður herforingi og hlekkjaður Illugi Jökulsson skrifar 11. janúar 2015 09:00 Hér kemur furðu lítt þekkt saga úr stríði Bandaríkjamanna í Afganistan. Bandarísk herdeild hafði lengi setið um bæinn Faríb í fjöllunum í Baghlan-héraði en þar hélt velli fremur fámennur en samhentur ættbálkur sem ekki vildi þýðast þá ríkisstjórn sem Bandaríkjamenn studdu. Yfirmaður bandaríska herliðsins var John H. Mancini ofursti og hafði hann gert nokkrar árangurslausar tilraunir til að ryðja sér leið inn í bæinn, en dátar hans voru jafnharðan hraktir til baka. Kom þar tvennt til. Annars vegar voru aðstæður einfaldlega hagstæðar varnarliðinu, Faríb er á hrjóstrugri hásléttu milli tveggja hrikalegra fjalla þar sem innfæddir þekkja hvern krók og kima en Bandaríkjamenn voru sem villuráfandi sauðir, hvað sem leið yfirburðum þeirra í tækni og vopnabúnaði. Hins vegar kom á daginn að Mancini var líklega ekki nógu öflugur herforingi þegar á reyndi. Það kom best í ljós þegar hann ákvað um síðir að láta slag standa og hertaka bæinn. Á örlagastundu hikaði hann svo stríðsmennirnir í Faríb fengu tækifæri til að snúa vörn í sókn. Þeir gerðu eldsnögga útrás úr bænum, Mancini sjálfur lagði á flótta frá aðalstöðvum sínum en fjöldi bandarískra hermanna var króaður inni. Faríb-menn virtust hafa öll ráð þeirra í hendi sér en einn af undirforingjum Mancinis, T.S. Gracchi höfuðsmaður, gekkst þá fyrir vopnahlésviðræðum og var loks handsalað samkomulag Bandaríkjamanna við Faríb-búa. Samkvæmt því skyldu Bandaríkjamenn yfirgefa hásléttuna með sitt hafurtask og láta íbúa bæjarins í friði eftirleiðis. Eftir samkomulagið var bandarísku dátunum sleppt úr herkví Faríb-manna og virtist nú allt fallið í ljúfa löð.GracchusMancini afklæddur En því fór reyndar fjarri. Bandaríska þinginu var ætlað að staðfesta samkomulagið við íbúa Faríb þar sem Gracchi hafði gefið heit sín í nafni bandarísku þjóðarinnar. Á þinginu þótti mönnum þetta hins vegar niðurlæging hin mesta fyrir Bandaríkin og neituðu að staðfesta samninginn við Faríb-menn. Obama forseti tók síðan þá ákvörðun að rifta honum formlega eftir að hafa farið um hann hörðum orðum. Gracchi höfuðsmaður slapp að vísu óskaddaður frá málinu, þar sem yfirmenn hersins og Obama tóku þann pól í hæðina að hann hefði verið nauðbeygður til að gera samninginn til að bjarga lífi bandarísku hermannanna. Hins vegar var frammistaða Mancinis ofursta harðlega átalin. Því var ofurstinn hafður með í för þegar lið var gert út til að tilkynna Faríb-mönnum að ekki yrði staðið við griðasáttmálann við þá. Á bæjarmörkunum var Mancini afklæddur hverri spjör og síðan hlekkjaður og því næst leiddur allsnakinn yfir til Faríb til merkis um að Bandaríkjamenn teldu hann bera siðferðislega ábyrgð á þeim samningi sem þeir gætu nú ekki staðið við. Og lá milli línanna að Faríb-menn gætu refsað John H. Mancini meira og minna eins og þeim sýndist.Saga Rómaveldis full af furðum Þegar hér er komið sögu er öllum væntanlega orðið ljóst að maðkur er í mysunni. Bandaríkjamenn eiga vissulega ýmislegt skrýtið til en það getur þó varla staðist að þeir leiði herforingja sína allsbera og hlekkjaða yfir til óvinanna, þótt viðkomandi herforingjar hafi fallið í ónáð. Enda viðurkenni ég hér með að þessi saga er uppspuni. En það eru þó bara smáatriðin sem eru minn tilbúningur. Þetta gerðist ekki í Afganistan, bærinn hét ekki Faríb, það voru ekki Bandaríkjamenn sem sóttu að bæjarbúum og herforinginn misvitri hét ekki Mancini. Hann var samt til í alvörunni og var raunverulega leiddur allsber yfir til óvinanna. Hann hét Gaius Hostilíus Mancinus og var herforingi í Rómaveldi og það eru 2.152 ár síðan þetta gerðist. Saga Rómaveldis er full af furðum og kemur sífellt á óvart. Um daginn var ég að undirbúa námskeið hjá Endurmenntunarstofnun HÍ um borgarastyrjaldirnar miklu á fyrstu öld fyrir Krist (skráning stendur yfir í síma 5254444!) en rekja má upphaf þeirra allt aftur til morðsins á alþýðuforingjanum Tíberíusi Sempróníusi Gracchusi árið 133 f.Kr. Og þá veitti ég loksins tilskilda athygli þessu undarlega atviki sem gerðist þegar Gracchus var aðstoðarforingi (kvestor) Mancinusar ræðismanns í stríði Rómverja gegn Númansíumönnum á Spáni. Og fór þá að hugsa um hvað hefði vakað fyrir Rómverjum með hátterni sínu gagnvart Mancinusi og hvort það væri kannski í raun alveg eðlilegur hlutur, og jafnvel til eftirbreytni fyrir herveldi nútímans!Táknræn nekt Rómverjar höfðu farið að seilast til landa á Spáni er þeir hófu togstreitu sína við Karþagó-menn í Túnis um hvorir skyldu vera mesta stórveldið við vestanvert Miðjarðarhaf. Þeir lögðu Karþagó eftir löng stríð og vildu þá Spán líka, þar á meðal Númansíu sem var allstór borg við Dúero-fljót þar sem bjuggu öflugir Keltíberar sem svo eru kallaðir, hluti þeirra keltnesku íbúa sem þá bjuggu um allan Spán og víðar um Vestur-Evrópu. Þá gerðist þetta sem ég bjó í nútímaleg leiktjöld hér áðan, ræðismaðurinn Mancinus sýndi heigulskap og ráðleysi á úrslitastundu og Númansíumenn fengu færi á að gereyða her hans. Þeir kusu hins vegar að semja við heimsveldið og Gracchus fulltrúa þess, slepptu innikróuðum her Mancinusar lifandi og héldu að þeir fengju að vera í friði upp frá því. En þá kom sem sé sendiflokkur frá Róm og allsber hlekkjaður ræðismaðurinn var leiddur upp á borgarmúra Númansíumanna til marks um að svo óhæfur væri þessi samningur í augum Rómverja að þeir hefðu svipt ræðismann sinn öllu og afhentu hann nú óvinunum. Scipio sýnir enga miskunn En hvað gerðist svo? Létu Rómverjar kyrrt liggja eftir þetta? Viðurkenndu þeir samninginn á borði, þótt þeir hefðu rift honum í orði? Svo virtist um tíma, enda hlaut það að teljast sanngjarnt. En sanngjarnt var lítið notað orð í Róm. Þar sveið mönnum niðurlægingin í Númansíu sárt. Það var þó ekki fyrr en tveimur árum eftir hrakfarir Mancinusar að aftur birtist rómverskur her við borgarmúra Númansíu. Og nú var mikið við haft. Foringi liðsins var sjálfur Scipio Aemilíanus sem hafði árið 146 brotið múra sjálfrar Karþagó-borgar, mestu borgar í heimi, hvernig gætu fátækir Númansíumenn staðist slíkan höfðingja? Ja, þeir reyndu svo sannarlega, og þvertóku fyrir að gefast upp. Scipio ákvað þá að svelta bæjarbúa til uppgjafar og reisti mikla múra umhverfis borgina, á þeim voru fimm háir turnar þaðan sem bogaskyttur hans gátu hæft Númansíumenn innan sinna eigin múra. Hann reisti svo aðra múra sem sneru út og áttu að koma í veg fyrir að nágrannar Númansíumanna freistuðust til að koma þeim til hjálpar með því að ráðast aftan að rómverska umsátursliðinu. Jafnframt reisti Scipio virki beggja vegna við Dúero, bæði þar sem áin féll inn í borgina og út úr henni, og úr þeim virkjum lágu öflugar keðjur alsettar hárbeittum hnífsblöðum rétt yfir vatnsyfirborðinu til að hindra bæði báta og sundmenn í að komast inn og út úr borginni. Litlum flokki hraustra Númansíumanna tókst þó að sleppa burt og fóru í liðsbón til nágranna sinna. Arevakar, sem þó áttu einlægt í skærum við Rómverja, vildu ekkert lið veita, en í borginni Lútíu fengu Númansíumenn betri viðtökur. Ungir menn í Lútíu bjuggust til að leggja upp til Númansíu til að reyna að létta umsátrinu, en gamlir karlar í bænum vildu ekki hætta á að vekja reiði Rómverja svo þeir gerðu Scipio orð og sögðu frá stríðsundirbúningi ungu mannanna. Scipio þusti á staðinn, lét smala saman 400 efnilegustu ungu stríðsmönnunum í Lútíu og síðan höggva af þeim öllum hægri höndina.ScipioMannát og sjálfsvíg Til Númansíu fréttist að engin von væri um aðstoð utan frá. Forráðamenn borgarinnar gerðu út menn til Scipios og buðust til að opna borgarmúra sína gegn því að þeir fengju að halda lífi og frelsi. Scipio neitaði. Úr því sem komið var heimtaði heimsveldið algjöran sigur, algjöra undirgefni óvinanna. Sendimennirnir sem sneru til baka voru drepnir af Númansíumönnum, grunaðir um að hafa gert leynisamkomulag við Scipio. Númansíumenn sóru nú enn og aftur að gefa aldrei upp frelsi sitt. En borgin var alveg einangruð, hungrið fór að sverfa að. Mannáts varð vart. Heilu fjölskyldurnar sviptu sig lífi fremur en að gefast upp fyrir Róm. Sóttir brutust út, allt lagðist á eitt. Eftir átta mánuði voru fáir eftir lifandi í borginni, fáein hundruð en höfðu upphaflega verið allt að 8.000. Þeir létu verða sitt síðasta verk að kveikja í hverju húsi áður en þeir gáfust upp og opnuðu borgarmúrana. Scipio lét jafna borgina við jörðu. Þeir sem gáfust upp voru hnepptir í þrældóm eða drepnir. Það var háttur heimsveldisins. „Að rupla, slátra og stela, það kalla þeir heimsveldi. Og þeir leggja allt í rúst og kalla það frið.“ Þetta hafði sagnaritarinn Tacitus nokkru seinna eftir foringja Skota sem fengu hálfri annarri öld síðar að reyna sömu meðferð og Númansíumenn.Hvað varð um Mancinus? En þó voru Rómverjar um leið að burðast við að vera heiðursmenn, oft með mjög dularfullum aðgerðum, eins og þegar samningnum við Númansíu var rift en talið sanngjarnt að óvinirnir fengju þá í hendur þann mann sem svo illilega hafði samið af sér í augum heimsveldisins. Mancinus, já, hvað varð um hann? Það er nefnilega það. Númansíumenn höfðu engan áhuga á honum, þar sem hann stóð berrassaður og varnarlaus við borgarmúra þeirra. Þeir sáu ekki akk í að drepa þennan vesalings mann. Hann snerist loks á hæli og staulaðist hlekkjaður til baka í átt að sendiflokki Rómar. Einmitt þá gufar hann upp úr sögunni og ekkert hefur spurst til hans síðan. Flækjusaga Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Hér kemur furðu lítt þekkt saga úr stríði Bandaríkjamanna í Afganistan. Bandarísk herdeild hafði lengi setið um bæinn Faríb í fjöllunum í Baghlan-héraði en þar hélt velli fremur fámennur en samhentur ættbálkur sem ekki vildi þýðast þá ríkisstjórn sem Bandaríkjamenn studdu. Yfirmaður bandaríska herliðsins var John H. Mancini ofursti og hafði hann gert nokkrar árangurslausar tilraunir til að ryðja sér leið inn í bæinn, en dátar hans voru jafnharðan hraktir til baka. Kom þar tvennt til. Annars vegar voru aðstæður einfaldlega hagstæðar varnarliðinu, Faríb er á hrjóstrugri hásléttu milli tveggja hrikalegra fjalla þar sem innfæddir þekkja hvern krók og kima en Bandaríkjamenn voru sem villuráfandi sauðir, hvað sem leið yfirburðum þeirra í tækni og vopnabúnaði. Hins vegar kom á daginn að Mancini var líklega ekki nógu öflugur herforingi þegar á reyndi. Það kom best í ljós þegar hann ákvað um síðir að láta slag standa og hertaka bæinn. Á örlagastundu hikaði hann svo stríðsmennirnir í Faríb fengu tækifæri til að snúa vörn í sókn. Þeir gerðu eldsnögga útrás úr bænum, Mancini sjálfur lagði á flótta frá aðalstöðvum sínum en fjöldi bandarískra hermanna var króaður inni. Faríb-menn virtust hafa öll ráð þeirra í hendi sér en einn af undirforingjum Mancinis, T.S. Gracchi höfuðsmaður, gekkst þá fyrir vopnahlésviðræðum og var loks handsalað samkomulag Bandaríkjamanna við Faríb-búa. Samkvæmt því skyldu Bandaríkjamenn yfirgefa hásléttuna með sitt hafurtask og láta íbúa bæjarins í friði eftirleiðis. Eftir samkomulagið var bandarísku dátunum sleppt úr herkví Faríb-manna og virtist nú allt fallið í ljúfa löð.GracchusMancini afklæddur En því fór reyndar fjarri. Bandaríska þinginu var ætlað að staðfesta samkomulagið við íbúa Faríb þar sem Gracchi hafði gefið heit sín í nafni bandarísku þjóðarinnar. Á þinginu þótti mönnum þetta hins vegar niðurlæging hin mesta fyrir Bandaríkin og neituðu að staðfesta samninginn við Faríb-menn. Obama forseti tók síðan þá ákvörðun að rifta honum formlega eftir að hafa farið um hann hörðum orðum. Gracchi höfuðsmaður slapp að vísu óskaddaður frá málinu, þar sem yfirmenn hersins og Obama tóku þann pól í hæðina að hann hefði verið nauðbeygður til að gera samninginn til að bjarga lífi bandarísku hermannanna. Hins vegar var frammistaða Mancinis ofursta harðlega átalin. Því var ofurstinn hafður með í för þegar lið var gert út til að tilkynna Faríb-mönnum að ekki yrði staðið við griðasáttmálann við þá. Á bæjarmörkunum var Mancini afklæddur hverri spjör og síðan hlekkjaður og því næst leiddur allsnakinn yfir til Faríb til merkis um að Bandaríkjamenn teldu hann bera siðferðislega ábyrgð á þeim samningi sem þeir gætu nú ekki staðið við. Og lá milli línanna að Faríb-menn gætu refsað John H. Mancini meira og minna eins og þeim sýndist.Saga Rómaveldis full af furðum Þegar hér er komið sögu er öllum væntanlega orðið ljóst að maðkur er í mysunni. Bandaríkjamenn eiga vissulega ýmislegt skrýtið til en það getur þó varla staðist að þeir leiði herforingja sína allsbera og hlekkjaða yfir til óvinanna, þótt viðkomandi herforingjar hafi fallið í ónáð. Enda viðurkenni ég hér með að þessi saga er uppspuni. En það eru þó bara smáatriðin sem eru minn tilbúningur. Þetta gerðist ekki í Afganistan, bærinn hét ekki Faríb, það voru ekki Bandaríkjamenn sem sóttu að bæjarbúum og herforinginn misvitri hét ekki Mancini. Hann var samt til í alvörunni og var raunverulega leiddur allsber yfir til óvinanna. Hann hét Gaius Hostilíus Mancinus og var herforingi í Rómaveldi og það eru 2.152 ár síðan þetta gerðist. Saga Rómaveldis er full af furðum og kemur sífellt á óvart. Um daginn var ég að undirbúa námskeið hjá Endurmenntunarstofnun HÍ um borgarastyrjaldirnar miklu á fyrstu öld fyrir Krist (skráning stendur yfir í síma 5254444!) en rekja má upphaf þeirra allt aftur til morðsins á alþýðuforingjanum Tíberíusi Sempróníusi Gracchusi árið 133 f.Kr. Og þá veitti ég loksins tilskilda athygli þessu undarlega atviki sem gerðist þegar Gracchus var aðstoðarforingi (kvestor) Mancinusar ræðismanns í stríði Rómverja gegn Númansíumönnum á Spáni. Og fór þá að hugsa um hvað hefði vakað fyrir Rómverjum með hátterni sínu gagnvart Mancinusi og hvort það væri kannski í raun alveg eðlilegur hlutur, og jafnvel til eftirbreytni fyrir herveldi nútímans!Táknræn nekt Rómverjar höfðu farið að seilast til landa á Spáni er þeir hófu togstreitu sína við Karþagó-menn í Túnis um hvorir skyldu vera mesta stórveldið við vestanvert Miðjarðarhaf. Þeir lögðu Karþagó eftir löng stríð og vildu þá Spán líka, þar á meðal Númansíu sem var allstór borg við Dúero-fljót þar sem bjuggu öflugir Keltíberar sem svo eru kallaðir, hluti þeirra keltnesku íbúa sem þá bjuggu um allan Spán og víðar um Vestur-Evrópu. Þá gerðist þetta sem ég bjó í nútímaleg leiktjöld hér áðan, ræðismaðurinn Mancinus sýndi heigulskap og ráðleysi á úrslitastundu og Númansíumenn fengu færi á að gereyða her hans. Þeir kusu hins vegar að semja við heimsveldið og Gracchus fulltrúa þess, slepptu innikróuðum her Mancinusar lifandi og héldu að þeir fengju að vera í friði upp frá því. En þá kom sem sé sendiflokkur frá Róm og allsber hlekkjaður ræðismaðurinn var leiddur upp á borgarmúra Númansíumanna til marks um að svo óhæfur væri þessi samningur í augum Rómverja að þeir hefðu svipt ræðismann sinn öllu og afhentu hann nú óvinunum. Scipio sýnir enga miskunn En hvað gerðist svo? Létu Rómverjar kyrrt liggja eftir þetta? Viðurkenndu þeir samninginn á borði, þótt þeir hefðu rift honum í orði? Svo virtist um tíma, enda hlaut það að teljast sanngjarnt. En sanngjarnt var lítið notað orð í Róm. Þar sveið mönnum niðurlægingin í Númansíu sárt. Það var þó ekki fyrr en tveimur árum eftir hrakfarir Mancinusar að aftur birtist rómverskur her við borgarmúra Númansíu. Og nú var mikið við haft. Foringi liðsins var sjálfur Scipio Aemilíanus sem hafði árið 146 brotið múra sjálfrar Karþagó-borgar, mestu borgar í heimi, hvernig gætu fátækir Númansíumenn staðist slíkan höfðingja? Ja, þeir reyndu svo sannarlega, og þvertóku fyrir að gefast upp. Scipio ákvað þá að svelta bæjarbúa til uppgjafar og reisti mikla múra umhverfis borgina, á þeim voru fimm háir turnar þaðan sem bogaskyttur hans gátu hæft Númansíumenn innan sinna eigin múra. Hann reisti svo aðra múra sem sneru út og áttu að koma í veg fyrir að nágrannar Númansíumanna freistuðust til að koma þeim til hjálpar með því að ráðast aftan að rómverska umsátursliðinu. Jafnframt reisti Scipio virki beggja vegna við Dúero, bæði þar sem áin féll inn í borgina og út úr henni, og úr þeim virkjum lágu öflugar keðjur alsettar hárbeittum hnífsblöðum rétt yfir vatnsyfirborðinu til að hindra bæði báta og sundmenn í að komast inn og út úr borginni. Litlum flokki hraustra Númansíumanna tókst þó að sleppa burt og fóru í liðsbón til nágranna sinna. Arevakar, sem þó áttu einlægt í skærum við Rómverja, vildu ekkert lið veita, en í borginni Lútíu fengu Númansíumenn betri viðtökur. Ungir menn í Lútíu bjuggust til að leggja upp til Númansíu til að reyna að létta umsátrinu, en gamlir karlar í bænum vildu ekki hætta á að vekja reiði Rómverja svo þeir gerðu Scipio orð og sögðu frá stríðsundirbúningi ungu mannanna. Scipio þusti á staðinn, lét smala saman 400 efnilegustu ungu stríðsmönnunum í Lútíu og síðan höggva af þeim öllum hægri höndina.ScipioMannát og sjálfsvíg Til Númansíu fréttist að engin von væri um aðstoð utan frá. Forráðamenn borgarinnar gerðu út menn til Scipios og buðust til að opna borgarmúra sína gegn því að þeir fengju að halda lífi og frelsi. Scipio neitaði. Úr því sem komið var heimtaði heimsveldið algjöran sigur, algjöra undirgefni óvinanna. Sendimennirnir sem sneru til baka voru drepnir af Númansíumönnum, grunaðir um að hafa gert leynisamkomulag við Scipio. Númansíumenn sóru nú enn og aftur að gefa aldrei upp frelsi sitt. En borgin var alveg einangruð, hungrið fór að sverfa að. Mannáts varð vart. Heilu fjölskyldurnar sviptu sig lífi fremur en að gefast upp fyrir Róm. Sóttir brutust út, allt lagðist á eitt. Eftir átta mánuði voru fáir eftir lifandi í borginni, fáein hundruð en höfðu upphaflega verið allt að 8.000. Þeir létu verða sitt síðasta verk að kveikja í hverju húsi áður en þeir gáfust upp og opnuðu borgarmúrana. Scipio lét jafna borgina við jörðu. Þeir sem gáfust upp voru hnepptir í þrældóm eða drepnir. Það var háttur heimsveldisins. „Að rupla, slátra og stela, það kalla þeir heimsveldi. Og þeir leggja allt í rúst og kalla það frið.“ Þetta hafði sagnaritarinn Tacitus nokkru seinna eftir foringja Skota sem fengu hálfri annarri öld síðar að reyna sömu meðferð og Númansíumenn.Hvað varð um Mancinus? En þó voru Rómverjar um leið að burðast við að vera heiðursmenn, oft með mjög dularfullum aðgerðum, eins og þegar samningnum við Númansíu var rift en talið sanngjarnt að óvinirnir fengju þá í hendur þann mann sem svo illilega hafði samið af sér í augum heimsveldisins. Mancinus, já, hvað varð um hann? Það er nefnilega það. Númansíumenn höfðu engan áhuga á honum, þar sem hann stóð berrassaður og varnarlaus við borgarmúra þeirra. Þeir sáu ekki akk í að drepa þennan vesalings mann. Hann snerist loks á hæli og staulaðist hlekkjaður til baka í átt að sendiflokki Rómar. Einmitt þá gufar hann upp úr sögunni og ekkert hefur spurst til hans síðan.
Flækjusaga Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira