Tónlist

„Kom okkur á óvart“

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin Skálmöld bætir við tónleikum.
Hljómsveitin Skálmöld bætir við tónleikum. mynd/lalli sig
„Þetta kom okkur á óvart, við bjuggumst alls ekki við þessu. Við héldum að þetta væri þungarokk,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar, léttur í lundu.

Selst hefur upp á útgáfutónleika sveitarinnar í Háskólabíói þann 24. janúar og í Hofi og hefur aukatónleikum verið bætt við á báðum stöðum. Aukatónleikarnir fara fram sömu daga, síðar um kvöldið.

„Við teljum að tilnefningarnar til tónlistarverðlaunanna hafi hjálpað,“ segir Snæbjörn en sveitin er alls tilnefnd til níu verðlauna á íslensku tónlistarverðlaununum.

Nýjasta plata sveitarinnar, Með vættum, verður einnig fáanleg á vínyl á tónleikunum. „Platan verður í forsölu á vínyl sem er mjög ánægjulegt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×