Snjalltækjanotkun getur valdið verkjum og ótímabæru sliti Vera Einarsdóttir skrifar 10. janúar 2015 12:00 Guðný og Harpa hafa áhyggjur af óæskilegum áhrifum snjalltækja á hálshrygginn, ekki síst í ljósi þess að notendahópurinn yngist með hverju ári. MYND/PJETUR Æ fleiri nota snjallsíma til að lesa og skrifa. Þegar horft er á síma við þá iðju er algengast að höfuðið sé beygt fram og niður í um 60 gráðu halla. Höfuðið vegur um 6 kíló í uppréttri stöðu. Ný bandarísk rannsókn sýnir að þegar höfðinu er hallað fram um 15 gráður eykst álagið á hálshrygginn um helming. Við 60 gráðu halla jafngildir álagið því að höfuðið sé um 27 kíló að þynd. Snjallsímanotendur hafa margir hverjir tileinkað sér líkamsstöðu sem nefnd hefur verið textaháls eða „text neck“, en þá er höfuðið beygt fram og niður um 60 gráður. „Þessi staða veldur auknu þrýstiálagi á hryggþófa og liðboli framanvert á efri hluta hryggjar en togálagi aftanvert þar sem strekkist á vöðvum, liðböndum og liðpokum,“ útskýrir sjúkraþjálfarinn dr. Harpa Helgadóttir. „Ef við horfum í kringum okkur sjáum við að fólk eyðir jafnvel mörgum klukkutímum á dag með höfuðið í þessari stöðu. Ef stöðunni er haldið í um tvær til fjórar klukkustundir á dag að meðaltali, verður hálshryggurinn fyrir þessu óæskilega álagi á milli 700 til 1.400 klukkustundir á ári. Ef hálsinn er oft eða lengi í þessari stöðu í senn geta átt sér stað varanlegar breytingar á vefjum og hæfni þeirra til að styðja við eðlilega stöðu liðanna minnkar. Ótímabærar slitbreytingar í liðum og tognun vefja eiga sér þá stað og geta leitt til verkja og í sumum tilfellum þarf að grípa til skurðaðgerða,“ útskýrir Harpa. Harpa og kollegi hennar, dr. Guðný Lilja Oddsdóttir, hafa áhyggjur af þessum fylgifiskum snjallsímanotkunarinnar ekki síst í ljósi þess að notendahópurinn yngist með hverju árinu sem líður. Þær eru báðar sérfræðingar í stoðkerfinu og hafa unnið við rannsóknir á hálshrygg. Þær verða í auknum mæli varar við vandamál tengd snjallsíma-, fartölvu- og spjaldtölvunotkun.Margir skrifa heilu ritgerðirnar í þessari óæskilegu stöðu.„Notkun fartölva, spjaldtölva og leikjatölva getur haft sams konar áhrif á háls og hrygg og notkun snjallsíma, þótt hún sé líklega útbreiddust. „Þegar við sitjum lotin og horfum niður á skjá eiga áhrifin sér stað niður eftir öllum hryggnum. Ef við þurfum að vera kyrr í einhvern tíma eins og þegar við lesum eða skrifum texta er mikilvægt að hryggurinn sé í miðstöðu,“ segir Guðný Lilja. Harpa segir að fartölvunotendur þurfi að hafa þetta í huga, ekki síst ungmenni og námsmenn sem sitja við, tímunum saman. „Það er allt of algengt að fólk bogri yfir fartölvunni löngum stundum en þetta má auðveldlega laga með einföldum bóka- og fartölvustandi.“Með einföldum fartölvustandi, auka lyklaborði og mús breytist líkamsstaðan í æskilega miðstöðu.En hvernig er best að lesa af snjallsíma eða spjaldtölvu? „Þegar haldið er á þessum tækjum má til dæmis beygja olnbogana meira til að hækka skjáinn. Eins má beina augunum niður í stað þess að beygja höfuðið fram. Ef hægt er að styðja olnbogunum til dæmis á borð hækkar skjárinn enn meira auk þess sem það dregur úr álagi á axlir og herðar,“ segir Guðný Lilja. „Búnaður eins og fartölvustandur, aukaskjár og mús gerir okkur sömuleiðis kleift að hafa efri hluta hryggjar í miðstöðu þegar við notum fartölvu og armstuðningur í réttri hæð dregur enn frekar úr óæskilegu álagi,“ segir Harpa. Heilsa Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Æ fleiri nota snjallsíma til að lesa og skrifa. Þegar horft er á síma við þá iðju er algengast að höfuðið sé beygt fram og niður í um 60 gráðu halla. Höfuðið vegur um 6 kíló í uppréttri stöðu. Ný bandarísk rannsókn sýnir að þegar höfðinu er hallað fram um 15 gráður eykst álagið á hálshrygginn um helming. Við 60 gráðu halla jafngildir álagið því að höfuðið sé um 27 kíló að þynd. Snjallsímanotendur hafa margir hverjir tileinkað sér líkamsstöðu sem nefnd hefur verið textaháls eða „text neck“, en þá er höfuðið beygt fram og niður um 60 gráður. „Þessi staða veldur auknu þrýstiálagi á hryggþófa og liðboli framanvert á efri hluta hryggjar en togálagi aftanvert þar sem strekkist á vöðvum, liðböndum og liðpokum,“ útskýrir sjúkraþjálfarinn dr. Harpa Helgadóttir. „Ef við horfum í kringum okkur sjáum við að fólk eyðir jafnvel mörgum klukkutímum á dag með höfuðið í þessari stöðu. Ef stöðunni er haldið í um tvær til fjórar klukkustundir á dag að meðaltali, verður hálshryggurinn fyrir þessu óæskilega álagi á milli 700 til 1.400 klukkustundir á ári. Ef hálsinn er oft eða lengi í þessari stöðu í senn geta átt sér stað varanlegar breytingar á vefjum og hæfni þeirra til að styðja við eðlilega stöðu liðanna minnkar. Ótímabærar slitbreytingar í liðum og tognun vefja eiga sér þá stað og geta leitt til verkja og í sumum tilfellum þarf að grípa til skurðaðgerða,“ útskýrir Harpa. Harpa og kollegi hennar, dr. Guðný Lilja Oddsdóttir, hafa áhyggjur af þessum fylgifiskum snjallsímanotkunarinnar ekki síst í ljósi þess að notendahópurinn yngist með hverju árinu sem líður. Þær eru báðar sérfræðingar í stoðkerfinu og hafa unnið við rannsóknir á hálshrygg. Þær verða í auknum mæli varar við vandamál tengd snjallsíma-, fartölvu- og spjaldtölvunotkun.Margir skrifa heilu ritgerðirnar í þessari óæskilegu stöðu.„Notkun fartölva, spjaldtölva og leikjatölva getur haft sams konar áhrif á háls og hrygg og notkun snjallsíma, þótt hún sé líklega útbreiddust. „Þegar við sitjum lotin og horfum niður á skjá eiga áhrifin sér stað niður eftir öllum hryggnum. Ef við þurfum að vera kyrr í einhvern tíma eins og þegar við lesum eða skrifum texta er mikilvægt að hryggurinn sé í miðstöðu,“ segir Guðný Lilja. Harpa segir að fartölvunotendur þurfi að hafa þetta í huga, ekki síst ungmenni og námsmenn sem sitja við, tímunum saman. „Það er allt of algengt að fólk bogri yfir fartölvunni löngum stundum en þetta má auðveldlega laga með einföldum bóka- og fartölvustandi.“Með einföldum fartölvustandi, auka lyklaborði og mús breytist líkamsstaðan í æskilega miðstöðu.En hvernig er best að lesa af snjallsíma eða spjaldtölvu? „Þegar haldið er á þessum tækjum má til dæmis beygja olnbogana meira til að hækka skjáinn. Eins má beina augunum niður í stað þess að beygja höfuðið fram. Ef hægt er að styðja olnbogunum til dæmis á borð hækkar skjárinn enn meira auk þess sem það dregur úr álagi á axlir og herðar,“ segir Guðný Lilja. „Búnaður eins og fartölvustandur, aukaskjár og mús gerir okkur sömuleiðis kleift að hafa efri hluta hryggjar í miðstöðu þegar við notum fartölvu og armstuðningur í réttri hæð dregur enn frekar úr óæskilegu álagi,“ segir Harpa.
Heilsa Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira