Óttast að yfir 2.000 hafi fallið í vikunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. janúar 2015 08:15 Fólk flúði til Maiduguri eftir að Bama féll í hendur Boko Haram. vísir/ap Voðaverk Boko Haram halda áfram en talið er að yfir 2.000 manns hafi fallið í árásum samtakanna í liðinni viku. Nýjasta útspil þeirra hefur vakið upp mikinn óhug. Á laugardag varð markaður í borginni Maiduguri fyrir sjálfsmorðssprengjuárás en árásarmaðurinn var tíu ára gömul stúlka. Vitni segja að allar líkur séu á því að stúlkan hafi ekki haft nokkra hugmynd um hvað það var sem hún bar með sér innan klæða. Yfir tuttugu létust og fjöldi særðra er álíka. Vitað er að samtökin hafi beitt konum sem þau hafa rænt í þessum tilgangi áður en kenningar eru uppi um að þær séu neyddar til verksins. Árásin var gerð strax í kjölfar þess að íbúar fiskiþorpsins Baga voru stráfelldir í miðri viku. Tölur um mannfall hafa ekki fengist staðfestar þar sem illa hefur gengið að komast að bænum en talið er að um 2.000 manns liggi í valnum. Einn eftirlifenda heimsótti þorpið, eða réttar sagt leifar þess, eftir árásina. Hann hafi gengið gegnum þorpið og nær alla leiðina hafi vart verið þverfótað fyrir líkum. Íbúar Baga voru um 10.000 en þeir sem lifðu árásina af hafa lagt á flótta. Óttast er að einhverjir þeirra hafi flúið í átt að Tsjad-vatni og drukknað þar í kjölfarið. Bæði Baga og Maiduguri eru í Borno, næststærsta héraði landsins, í norðausturhluta Nígeríu við Tsjad. Íbúar landsins eru um 175 milljónir en fimm milljónir búa í Borno. Núna er stór hluti héraðsins, álíka stór að flatarmáli og Belgía, undir yfirráðum Boko Haram. Að auki hafa samtökin borgina Gulani og nærliggjandi svæði í nágrannahéraðinu Yobe undir sínum fæti.Boko Haram eru súnní-íslömsk samtök sem, líkt og ISIS, hafa það að markmiði að koma á fót íslömsku ríki með sjaríalögum. Fjöldi liðsmanna er á reiki en talið er að minnst tíu þúsund manns berjist fyrir þau nú en talan gæti verið tvöfalt hærri. Liðsmenn eru flestir frá Nígeríu en hluti þeirra kemur frá nágrannaríkjunum Tsjad, Níger og Kamerún. Opinbert nafn samtakanna myndi útleggjast á íslensku sem „Fólk skuldbundið útbreiðslu kenninga spámannsins og heilögu stríði“ en styttra nafnið, Boko Haram, þýðir að vestræn áhrif séu bönnuð. Meðal þess sem felst í því er að lýðræðislegar kosningar eru úti í kuldanum sem og hvers kyns vestrænn klæðnaður og menntun sem ekki tengist íslam. Boko Haram voru stofnuð árið 2002 af Mohammed Yousuf. Í upphafi voru samtökin nokkuð friðsæl en róttæk. Það breyttist árið 2009 er stofnandi þeirra lést og Abubakar Shekau tók við. Árásir eru komnar yfir sjötíu og hafa um sjö þúsund manns fallið í þeim. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Voðaverk Boko Haram halda áfram en talið er að yfir 2.000 manns hafi fallið í árásum samtakanna í liðinni viku. Nýjasta útspil þeirra hefur vakið upp mikinn óhug. Á laugardag varð markaður í borginni Maiduguri fyrir sjálfsmorðssprengjuárás en árásarmaðurinn var tíu ára gömul stúlka. Vitni segja að allar líkur séu á því að stúlkan hafi ekki haft nokkra hugmynd um hvað það var sem hún bar með sér innan klæða. Yfir tuttugu létust og fjöldi særðra er álíka. Vitað er að samtökin hafi beitt konum sem þau hafa rænt í þessum tilgangi áður en kenningar eru uppi um að þær séu neyddar til verksins. Árásin var gerð strax í kjölfar þess að íbúar fiskiþorpsins Baga voru stráfelldir í miðri viku. Tölur um mannfall hafa ekki fengist staðfestar þar sem illa hefur gengið að komast að bænum en talið er að um 2.000 manns liggi í valnum. Einn eftirlifenda heimsótti þorpið, eða réttar sagt leifar þess, eftir árásina. Hann hafi gengið gegnum þorpið og nær alla leiðina hafi vart verið þverfótað fyrir líkum. Íbúar Baga voru um 10.000 en þeir sem lifðu árásina af hafa lagt á flótta. Óttast er að einhverjir þeirra hafi flúið í átt að Tsjad-vatni og drukknað þar í kjölfarið. Bæði Baga og Maiduguri eru í Borno, næststærsta héraði landsins, í norðausturhluta Nígeríu við Tsjad. Íbúar landsins eru um 175 milljónir en fimm milljónir búa í Borno. Núna er stór hluti héraðsins, álíka stór að flatarmáli og Belgía, undir yfirráðum Boko Haram. Að auki hafa samtökin borgina Gulani og nærliggjandi svæði í nágrannahéraðinu Yobe undir sínum fæti.Boko Haram eru súnní-íslömsk samtök sem, líkt og ISIS, hafa það að markmiði að koma á fót íslömsku ríki með sjaríalögum. Fjöldi liðsmanna er á reiki en talið er að minnst tíu þúsund manns berjist fyrir þau nú en talan gæti verið tvöfalt hærri. Liðsmenn eru flestir frá Nígeríu en hluti þeirra kemur frá nágrannaríkjunum Tsjad, Níger og Kamerún. Opinbert nafn samtakanna myndi útleggjast á íslensku sem „Fólk skuldbundið útbreiðslu kenninga spámannsins og heilögu stríði“ en styttra nafnið, Boko Haram, þýðir að vestræn áhrif séu bönnuð. Meðal þess sem felst í því er að lýðræðislegar kosningar eru úti í kuldanum sem og hvers kyns vestrænn klæðnaður og menntun sem ekki tengist íslam. Boko Haram voru stofnuð árið 2002 af Mohammed Yousuf. Í upphafi voru samtökin nokkuð friðsæl en róttæk. Það breyttist árið 2009 er stofnandi þeirra lést og Abubakar Shekau tók við. Árásir eru komnar yfir sjötíu og hafa um sjö þúsund manns fallið í þeim.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira