Óttast að yfir 2.000 hafi fallið í vikunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. janúar 2015 08:15 Fólk flúði til Maiduguri eftir að Bama féll í hendur Boko Haram. vísir/ap Voðaverk Boko Haram halda áfram en talið er að yfir 2.000 manns hafi fallið í árásum samtakanna í liðinni viku. Nýjasta útspil þeirra hefur vakið upp mikinn óhug. Á laugardag varð markaður í borginni Maiduguri fyrir sjálfsmorðssprengjuárás en árásarmaðurinn var tíu ára gömul stúlka. Vitni segja að allar líkur séu á því að stúlkan hafi ekki haft nokkra hugmynd um hvað það var sem hún bar með sér innan klæða. Yfir tuttugu létust og fjöldi særðra er álíka. Vitað er að samtökin hafi beitt konum sem þau hafa rænt í þessum tilgangi áður en kenningar eru uppi um að þær séu neyddar til verksins. Árásin var gerð strax í kjölfar þess að íbúar fiskiþorpsins Baga voru stráfelldir í miðri viku. Tölur um mannfall hafa ekki fengist staðfestar þar sem illa hefur gengið að komast að bænum en talið er að um 2.000 manns liggi í valnum. Einn eftirlifenda heimsótti þorpið, eða réttar sagt leifar þess, eftir árásina. Hann hafi gengið gegnum þorpið og nær alla leiðina hafi vart verið þverfótað fyrir líkum. Íbúar Baga voru um 10.000 en þeir sem lifðu árásina af hafa lagt á flótta. Óttast er að einhverjir þeirra hafi flúið í átt að Tsjad-vatni og drukknað þar í kjölfarið. Bæði Baga og Maiduguri eru í Borno, næststærsta héraði landsins, í norðausturhluta Nígeríu við Tsjad. Íbúar landsins eru um 175 milljónir en fimm milljónir búa í Borno. Núna er stór hluti héraðsins, álíka stór að flatarmáli og Belgía, undir yfirráðum Boko Haram. Að auki hafa samtökin borgina Gulani og nærliggjandi svæði í nágrannahéraðinu Yobe undir sínum fæti.Boko Haram eru súnní-íslömsk samtök sem, líkt og ISIS, hafa það að markmiði að koma á fót íslömsku ríki með sjaríalögum. Fjöldi liðsmanna er á reiki en talið er að minnst tíu þúsund manns berjist fyrir þau nú en talan gæti verið tvöfalt hærri. Liðsmenn eru flestir frá Nígeríu en hluti þeirra kemur frá nágrannaríkjunum Tsjad, Níger og Kamerún. Opinbert nafn samtakanna myndi útleggjast á íslensku sem „Fólk skuldbundið útbreiðslu kenninga spámannsins og heilögu stríði“ en styttra nafnið, Boko Haram, þýðir að vestræn áhrif séu bönnuð. Meðal þess sem felst í því er að lýðræðislegar kosningar eru úti í kuldanum sem og hvers kyns vestrænn klæðnaður og menntun sem ekki tengist íslam. Boko Haram voru stofnuð árið 2002 af Mohammed Yousuf. Í upphafi voru samtökin nokkuð friðsæl en róttæk. Það breyttist árið 2009 er stofnandi þeirra lést og Abubakar Shekau tók við. Árásir eru komnar yfir sjötíu og hafa um sjö þúsund manns fallið í þeim. Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Voðaverk Boko Haram halda áfram en talið er að yfir 2.000 manns hafi fallið í árásum samtakanna í liðinni viku. Nýjasta útspil þeirra hefur vakið upp mikinn óhug. Á laugardag varð markaður í borginni Maiduguri fyrir sjálfsmorðssprengjuárás en árásarmaðurinn var tíu ára gömul stúlka. Vitni segja að allar líkur séu á því að stúlkan hafi ekki haft nokkra hugmynd um hvað það var sem hún bar með sér innan klæða. Yfir tuttugu létust og fjöldi særðra er álíka. Vitað er að samtökin hafi beitt konum sem þau hafa rænt í þessum tilgangi áður en kenningar eru uppi um að þær séu neyddar til verksins. Árásin var gerð strax í kjölfar þess að íbúar fiskiþorpsins Baga voru stráfelldir í miðri viku. Tölur um mannfall hafa ekki fengist staðfestar þar sem illa hefur gengið að komast að bænum en talið er að um 2.000 manns liggi í valnum. Einn eftirlifenda heimsótti þorpið, eða réttar sagt leifar þess, eftir árásina. Hann hafi gengið gegnum þorpið og nær alla leiðina hafi vart verið þverfótað fyrir líkum. Íbúar Baga voru um 10.000 en þeir sem lifðu árásina af hafa lagt á flótta. Óttast er að einhverjir þeirra hafi flúið í átt að Tsjad-vatni og drukknað þar í kjölfarið. Bæði Baga og Maiduguri eru í Borno, næststærsta héraði landsins, í norðausturhluta Nígeríu við Tsjad. Íbúar landsins eru um 175 milljónir en fimm milljónir búa í Borno. Núna er stór hluti héraðsins, álíka stór að flatarmáli og Belgía, undir yfirráðum Boko Haram. Að auki hafa samtökin borgina Gulani og nærliggjandi svæði í nágrannahéraðinu Yobe undir sínum fæti.Boko Haram eru súnní-íslömsk samtök sem, líkt og ISIS, hafa það að markmiði að koma á fót íslömsku ríki með sjaríalögum. Fjöldi liðsmanna er á reiki en talið er að minnst tíu þúsund manns berjist fyrir þau nú en talan gæti verið tvöfalt hærri. Liðsmenn eru flestir frá Nígeríu en hluti þeirra kemur frá nágrannaríkjunum Tsjad, Níger og Kamerún. Opinbert nafn samtakanna myndi útleggjast á íslensku sem „Fólk skuldbundið útbreiðslu kenninga spámannsins og heilögu stríði“ en styttra nafnið, Boko Haram, þýðir að vestræn áhrif séu bönnuð. Meðal þess sem felst í því er að lýðræðislegar kosningar eru úti í kuldanum sem og hvers kyns vestrænn klæðnaður og menntun sem ekki tengist íslam. Boko Haram voru stofnuð árið 2002 af Mohammed Yousuf. Í upphafi voru samtökin nokkuð friðsæl en róttæk. Það breyttist árið 2009 er stofnandi þeirra lést og Abubakar Shekau tók við. Árásir eru komnar yfir sjötíu og hafa um sjö þúsund manns fallið í þeim.
Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira